Erlent

Kanna hvort gera verði við

Sérfræðingar bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, segja skemmdir hafa orðið á geimferjunni Discovery við glugga flugstjórans og er nú verið að kanna hvort að geimfarar um borð í ferjunni verða að gera við skemmdirnar. Áhöfn Discovery ferjar nú birgðir af ýmsu tagi yfir í Alþjóðlegu geimstöðina en heimferð er fyrirhuguð á mánudaginn kemur. Fréttaskýrendur segja það án efa óþægilega stöðu að vera á ferð í ferju sem er löskuð, ekki síst í ljósi þess að geimferjuflotinn hefur verið settur í flugbann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×