Erlent

Orsaka leitað

Hundruð björgunarsveitarmanna hafa síðustu daga grandskoðað hvern krók og kima í flaki Boeing 737-þotunnar sem fórst í Perú á þriðjudagskvöld. Leitað er í farangri, kringum rafleiðslur og í braki að hverri þeirri vísbendingu sem varpað gæti frekara ljósi á orsakir flugslyssins, sem varð 37 manns að bana.

Erlent

Sænskir jafnaðarmenn auka við sig

Sænskir jafnaðarmenn sækja í sig veðrið samkvæmt nýrri skoðanakönnun fyrir Dagens Nyheter. Fylgi flokksins var í lágmarki fyrr í sumar eða rétt yfir þrjátíu prósentum, en það er nú komið yfir þrjátíu og fjögur prósent. Stjórnin hefur enda lofað öllu fögru, bæði skattalækkunum og atvinnusköpun.

Erlent

Tamílar hæstánægðir

Hæstiréttur Srí Lanka úrskurðaði í gær að halda skyldi forsetakosningar á þessu ári. Tíðindin þykja sigur fyrir stjórnarandstöðu Tamíla en að sama skapi áfall fyrir forsetann Chandrika Kumaratunga og stuðningsmenn hennar. Að hennar mati átti kjörtímabilið að vara ári lengur en dómstóllinn komst að annarri niðurstöðu.

Erlent

Eldsvoði í París

Sautján létust og minnst þrjátíu slösuðust í miklum eldsvoða sem kom upp í sex hæða íbúðarhúsi í París, höfuðborg Frakklands í nótt. Íbúarnir í húsinu voru allir afrískir innflytjendur, og meira en helmingur þeirra sem létust í eldinum voru börn.

Erlent

Bush blandast í umræðurnar

Enn er pattstaða í stjórnarskrárgerð Íraks. Sjíar og Kúrdar hyggjast leggja plaggið í dóm þjóðarinnar þrátt fyrir mikla andstöðu súnnía við inntak þess. George W. Bush Bandaríkjaforseti blandaði sér í gær í viðræðurnar.

Erlent

Mjótt á mununum

Horfurnar eru tvísýnar fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi sem haldnar verða 18. september.

Erlent

Fuglaflensa í Finnlandi

Finnsk yfirvöld segja að hugsanlega hafi greinst fuglaflensa í mávum þar í landi. Mávarnir voru veikir eða dauðir við tjörn í bænum Oulu í Norður-Finnlandi þar sem yfirvöld hafa fylgst með fuglum um hríð.

Erlent

Fjórtán börn fórust í brunanum

Eldur kom upp í annað sinn á stuttum tíma í húsi afrískra innflytjenda í París og í þetta sinn brunnu sautján manns inni. Aðstæður þessa þjóðfélagshóp eru afar bágbornar.

Erlent

Enn frestur vegna stjórnarskrár

Enn hefur samninganefnd um nýja stjórnarskrá í Írak verið gefinn frestur til að komast að endanlegri niðurstöðu. Talsmaður írakska þingsins sagði í morgun að samninganefndinni yrði gefinn frestur til miðnættis, en ef niðurstaða næðist ekki fyrir þann tíma myndi stjórnarskráin eins og hún lítur út einfaldlega fara beint í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október.

Erlent

Sjö létust í fárviðri

Að minnsta kosti sjö létust þegar fellibylurinn Katrín gekk á land á suðurhluta Flórída í fyrrinótt. Tré rifnuðu upp með rótum og yfir ein milljón heimila varð rafmagnslaus í fellibylnum. Vindhraði mældist yfir 40 metrum á sekúndu. Katarína heldur svo á haf út á Mexíkóflóa þar sem óttast er að hún geti valdið skemmdum á olíuborpöllum.

Erlent

Þrjú desdýr drápust

Þrjú desdýr af afar sjaldgæfri tegund hafa drepist úr fuglaflensu í þjóðgarði í Víetnam. Er það í fyrsta skipti sem flensan greinist í þessari tegund dýra, að sögn forstöðumanna þjóðgarðsins.

Erlent

Fundu 36 lík í skurði í Írak

Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum.

Erlent

Schröder hafi ekki brotið lög

Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert.

Erlent

58 lifðu af flugslys í Perú

Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana.

Erlent

Búa til svartan lista yfir félög

Frakkar hyggjast búa til og birta opinberlega svartan lista yfir flugfélög og lönd sem eiga lélega sögu í flugöryggismálum. Félögunum sem rata á listann verður ekki leyft að lenda á flugvöllum í Frakklandi.

Erlent

Fjölgað í herliðinu í Írak

Aukið verður við herafla Bandaríkjamanna í Írak á næstu mánuðum, þegar kosningar fara fram í landinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir óðs manns æði að kalla herinn heim þar sem það muni bjóða hættunni á hryðjuverkum heim.

Erlent

Skutu gesti á kaffihúsi

Sex óbreyttir borgarar létust og fimmtán særðust, flestir eldri karlar, þegar byssumenn réðust inn á vinsælt kaffihús í smábæ norður af Bagdad í morgun og hófu skotrhríð. Flestir gestanna sátu og borðuðu morgunmat þegar árasin átti sér stað. Ekki er ljóst hverjir stóðu á bak við árásina en þeir sem lifðu hana af töldu íslamska uppreisnarmenn hafa verið þar á ferð.

Erlent

Vilja lækka álögurnar

Áfengismál eru á meðal þess sem norskir stjórnmálamenn karpa um þegar rétt rúmur hálfur mánuður er til kosninga.

Erlent

Reynt að ráða ráðherra af dögum

Ibrahim Malsagov, forsætisráðherra Ingúsetíu í Suður-Rússlandi, særðist í dag þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans í bænum Nazran í héraðinu. Einn lífvarða forsætisráðherrans lést í tilræðinu og þá særðust tveir til viðbótar.

Erlent

Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á hráolíufatinu fór upp í 68 Bandaríkjadali í gær og hefur aldrei verið hærra.

Erlent

Hátt í 40 látnir í flóðum í Evrópu

Nærri fjörutíu manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Evrópu undanfarna fjóra daga. Björgunarsveitarmenn um alla álfuna standa nú í stórræðum vegna flóðanna sem ekki virðist ætla að linna alveg í bráð. Verst er ástandið í Rúmeníu, þar sem 1400 hús hafa eyðilagst þegar ár hafa flætt yfir bakka sína í úrhellisrigningu. Minnst 25 hafa farist þar.

Erlent

Fimm teknir af lífi

Róstusamt hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga eftir að fimm manns voru skotnir á Vesturbakkanum.

Erlent

Ójöfnuðurinn eykst stöðugt

Ójöfnuður er meiri í heiminum í dag en fyrir áratug og stór hluti heimsbyggðarinnar er fastur í gildru fátæktar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Stjórnarskrá hafi verið samþykkt

Búið er að leggja lokahönd á stjórnarskrá Íraks og verður hún samþykkt síðar í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir Laith Kubba, talsmanni ríkisstjórnar Íraks. Upphaflega átti stjórnarskráin að liggja fyrir á mánudaginn í síðustu viku en þar sem ekki hafði náðst samkomulag meðal ólíkra þjóðarbrota í landinu um hana fékk samninganefnd vikufrest til þess að ljúka málinu.

Erlent

Flóðin eru heldur í rénun

Flóðin í Mið-Evrópu sem hafa dregið í það minnsta 42 manns til dauða eru heldur í rénun. Í Bern, höfðuborg Sviss, þurfti aftur á móti að rýma fjölda húsa þegar áin Aare flæddi yfir bakka sína.

Erlent

Óljóst með stjórnarskrá Íraks

Enn er ekki ljóst hvort samkomulag hafi náðst um stjórnarskrá Íraks. Fulltrúar sjíta og Kúrda voru búnir að koma sér saman um öll aðalatriði, þar á meðal að Írak skyldi verða sambandsríki. Súnnítar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja það fyrirkomulag svo stálin stinn hafa mæst undanfarna daga þar sem stjórnarskrárnefndin hefur reynt að ná samkomulagi.

Erlent

Dómstóll samþykkir kosningar

Æðsti sambandsdómstóll Þýskalands komst í morgun að þeirri niðurstöðu að það væri lögmætt að boða til kosninga í landinu þann 18. september. Nokkrir samflokksfélagar Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, höfðu vefengt réttmæti þess að leysa upp þingið og boða til kosninganna þegar í september, en eftir úrskurðinn í morgun er nokkuð ljóst að kosningarnar verða haldnar hvað sem tautar og raular.

Erlent

Fjölga hermönnum í Írak

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að fjölga enn í herliði sínu í Írak. Fimmtán hundruð bandarískir hermenn til viðbótar verða sendir til Írak áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá landsins verður haldin. Þegar eru 138 þúsund bandarískir hermenn í Írak, en þar sem óttast er að stjórnarskráin valdi enn frekari ólgu þótti réttast að bæta enn í hópinn.

Erlent

Lögreglumenn látast við leit

Tveir egypskir lögreglumenn létust í dag þegar tvær jarðsprengjur sprungu á svæði á Sínaískaga þar sem lögregla leitar þeirra sem stóðu að sprengjutilræði í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem jarðsprengja springur á svæðinu en í gær skemmdist brynvarinn bíll og þrír lögreglumenn særðust í leit sinni að hryðjuverkamönnunum.

Erlent