Erlent

Orsaka leitað

Hundruð björgunarsveitarmanna hafa síðustu daga grandskoðað hvern krók og kima í flaki Boeing 737-þotunnar sem fórst í Perú á þriðjudagskvöld. Leitað er í farangri, kringum rafleiðslur og í braki að hverri þeirri vísbendingu sem varpað gæti frekara ljósi á orsakir flugslyssins, sem varð 37 manns að bana. Þrátt fyrir að opinber rannsókn sé einungis nýhafin hafa sumir sérfræðingar viljað varpa sökinni á flugstjórann. Hann var áður herflugmaður og er sagður hafa tekið áhættu sem að öllu jöfnu eigi ekki að taka. Flugfélagið kennir hins vegar vondu veðri um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×