Erlent

Sjö létust í fárviðri

Að minnsta kosti fjórir létust þegar fellibylurinn Katrín gekk á land á suðurhluta Flórída í fyrrinótt. Tré rifnuðu upp með rótum og yfir ein milljón heimila varð rafmagnslaus í fellibylnum. Vindhraði mældist yfir 40 metrum á sekúndu. Katarína heldur svo á haf út á Mexíkóflóa þar sem óttast er að hún geti valdið skemmdum á olíuborpöllum. Rigningin sem fylgdi ofviðrinu olli einnig töluverðum vandræðum en 380 millimetra ofankoma mældist á sumum mælistöðvum í Miami-Dade sýslu. Mestu skemmdirnar af völdum fárviðrisins urðu í húsbílagörðum þar sem heimili fólks bókstaflega þeyttust upp í loftið. Einnig urðu miklar skemmdir þegar brú yfir mislæg gatnamót hrundi niður á hraðbrautina fyrir neðan. Jeb Bush fylkisstjóri Flórída hvatti fólk í ljósi reynslunnar af fellibyljunum Ivan sem gekk yfir í fyrra og Dennis sem blés í vor til að fylgjast vel með ferðum Katarínu og yfirgefa heimili sín ef frekari hætta steðjaði að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×