Erlent Deutsche Bank rifinn Ákveðið hefur verið að rífa byggingu Deutsche Bank sem skemmdist mikið í árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Byggingin lá alveg við syðri turninn og þegar hann hrundi skemmdist hún svo mikið að hún hefur verið lokuð alveg síðan og verið umlukin svörtu neti. Erlent 9.9.2005 00:01 NATO kemur að neyðaraðstoðinni Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins ákváðu í dag að skip og flugvélar sambandsins yrðu notuð til að ferja neyðaraðstoð frá Evrópu til hamfarasvæðanna í suðurhluta Bandaríkjanna. Tvö til þrjú skip verða notuð til að flytja stóran búnað eins og vatnspumpur og önnur tæki og flugvélarnar munu flytja það sem smærra er í sniðum: teppi, matarpakka og sjúkragögn. Erlent 9.9.2005 00:01 Koizumi spáð sigri Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í þremur japönskum dagblöðum í fyrradag hefur flokkur Junichiro Koizumis forsætisráðherra, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn LDP, um 20 prósentustiga forskot á helsta keppinautinn, Lýðræðisflokk Japans (DPJ). Þingkosningar fara fram í Japan í dag. Erlent 9.9.2005 00:01 Þúsundir íbúa þrjóskast við Her- og lögreglumenn gengu hús úr húsi í New Orleans í gær, lögðu hald á vopn og reyndu að fá þá íbúa borgarinnar sem enn hafast við í húsum sínum til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á farsóttum og eldsvoðum. Hús sem lík finnast í merkir lögreglan til að sækja þau síðar. Erlent 9.9.2005 00:01 Dani hvatti til hryðjuverka Dansk-marokkóskur maður hefur verið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að danska lögreglan handtók hann í gær fyrir að hvetja til hryðjuverka. Verði Said Mansour, sem hefur búið í Brönshöj undanfarin ár, dæmdur sekur á hann allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Erlent 9.9.2005 00:01 Chirac heim af sjúkrahúsinu Jacques Chirac, forseti Frakklands, hélt í dag heim eftir vikudvöl á sjúkrahúsi vegna sjóntruflana. Einhvers konar æðaþrenging eða -sjúkdómur er sagður hafa valdið því að Chirac fékk mígreni og sjóntruflanir fyrir viku og afboðaði í kjölfarið alla fundi og uppákomur. Erlent 9.9.2005 00:01 Töluverð spenna í Úkraínu Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar. Erlent 9.9.2005 00:01 Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafi Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter varð í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni eða mannskaða. Ekki er talið að hætta sé á flóðbylgju af völdum skjálftans samkvæmt Reuters-fréttastofunni en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi. Erlent 9.9.2005 00:01 Sífellt fleiri stinga af Æ fleiri ökumenn í Bandaríkjunum taka gremju sína yfir hærra bensínverði út á bensínstöðvaeigendum. Í New Hampshire hefur fjöldi þeirra ökumanna sem fyllir bílinn á sjálfsafgreiðslustöð og brennir svo í burtu án þess að borga aukist mikið og vita bensínsalar þar ekki sitt rjúkandi ráð. Erlent 9.9.2005 00:01 Veltur á viðbrögðum Tymosjenkó Pólitísk framtíð Viktors Júsjenkós, forseta Úkraínu, veltur á því hvort Júlía Tymosjenkó sem hann rak í gær, snúist gegn honum eður ei. Júsjenkó rak Tymosjenkó, sem var forsætisráðherra, að sögn til að koma á friði innan ríkisstjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan stjórnarinnar. Erlent 9.9.2005 00:01 Tvær sprengjur á matsölustöðum Tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili á matsölustöðum Kentucky og McDonalds í borginni Karachi í Pakistan seint í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk á Kentucky og að minnsta kosti þrír veitingagesta slösuðust en enginn lífshættulega. Erlent 9.9.2005 00:01 Forskotið minnkar í Þýskalandi Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum. Erlent 9.9.2005 00:01 Pólitískir vinir Bush Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Erlent 9.9.2005 00:01 Ferðamaður í geimnum Tveir geimfarar, annar Rússi og hinn Bandaríkjamaður, búa sig nú undir geimskot og ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á sporbraut um jörðu. Þetta þættu tæpast tíðindi væri ekki Gregory nokkur Olsen um borð. Gregory er nefnilega ferðamaður sem greiddi rússnesku geimferðastofnuninni tuttugu milljónir dollara til að fá að fljóta með. Erlent 9.9.2005 00:01 Meint kosningasvindl í Egyptalandi Ásakanir um kosningasvindl varpa skugga á fyrstu lýðræðislegu forsetakosingarnar í Egyptalandi, sem fram fóru í gær. Úrslitin munu væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en á morgun, en andstæðingar Hoznis Mubarak, núverandi forseta, segja starfsmenn á kjörstöðum ýmist hafa skipað fólki að kjósa hann eða mútað því. Erlent 8.9.2005 00:01 Norskir kjósendur snúast til hægri Niðurstöður nýrra fylgiskannana í Noregi benda til þess að borgaraflokkarnir haldi meirihluta á norska þinginu. Mestu munar um að Vinstriflokkurinn, lítill frjálslyndur hægriflokkur, nær fjögurra prósenta markinu í tveimur nýjum könnunum og fengi allt að tíu þingsæti í stað tveggja. Erlent 8.9.2005 00:01 Schröder og Pútín semja um gas Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti handsöluðu í gær samning um að lögð verði jarðgasleiðsla beint frá Rússlandi til Þýskalands, frá Viborg við botn Finnska flóa, 1.200 km eftir botni Eystrasalts til norður-þýsku borgarinnar Greifswald. Erlent 8.9.2005 00:01 Spilling í Úkraínu Tveir hátt settir menn innan ríkisstjórnar Úkraínu hafa sagt störfum sínum lausum. Yfirmaður öryggismála í Úkraínu bauðst í gærkvöldi til að hætta, í kjölfar ásakana um spillingu. Erlent 8.9.2005 00:01 i-Pod með farsíma Hlutabréf í Apple-fyrirtækinu tóku góðan kipp upp á við í dag, eftir að forstjóri fyrirtækisins kynnti til sögunnar iPod-farsíma og nýjan og enn minni spilara. Með I-pod spilaranum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Nýji síminn hefur alla þá tæknimöguleika sem i-pod spilarinn hefur, getur geymt og spilað 100 lög, er með litaskjá og innbyggðri myndavél. Erlent 8.9.2005 00:01 Þögn í erlendum miðlum Þegar meira en sólarhringur var liðinn eftir að Davíð Oddsson tilkynnti formlega um að hann myndi draga sig í hlé frá stjórnmálum þann 27. september næstkomandi var enn engar fréttir um þessi tímamót í íslenskum stjórnmálum að finna í erlendum fréttamiðlum. Að færeyskum miðlum undanskildum. Erlent 8.9.2005 00:01 Aðgerðir gegn fuglaflensu Til að koma í veg fyrir að fuglaflensa smitist frá farfuglum í alifugla hafa sveitarstjórnir í tveimur þýskum héruðum gefið bændum fyrirskipanir um að hafa fiðurfénað sinn í búrum. Þetta eru héruð í Neðra Saxlandi og Norður Rín Vestfalen en þar eru vetrarstöðvar farfugla sem koma bæði frá Rússlandi og Asíu, þar sem flensunnar hefur orðið vart. Erlent 8.9.2005 00:01 Kalla eftir endurbótum á SÞ Ítarleg rannsókn á svonefndri olíu-fyrir-mat-áætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur leitt í ljós að samtökin eru hreinlega ekki fær um að annast svo umfangsmikil verkefni með skilvirkum hætti nema til komi róttækar endurbætur á stjórnsýslu þeirra. Þetta sagði Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem stýrði rannsókninni. Erlent 8.9.2005 00:01 Afleiðingar Katrínar æ ljósari Skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar verða sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Leit að líkamsleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum í New Orleans er hafin. Um 250 þúsund manns sem komust frá borginni, hafast nú við í skýlum víðs vegar um Bandaríkin. Erlent 8.9.2005 00:01 Ákærður fyrir hvatningu Lögreglan í Brönshöj í Danmörku handtók í dag dansk-marokkóskan mann fyrir að hvetja til heilags stríðs og þar með hryðjuverka. Said Mansour hefur framleitt og dreift fjölda geisladiska, dvd-diska og myndbanda sem innihalda efni sem hvetja menn til að berjast gegn fjandmönnum íslams og heiðingjum. Erlent 8.9.2005 00:01 Flóð mannskæðustu hamfarirnar Flóð eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar. Spáð er fimm til sjö fellibyljum á Mexíkóflóa á næstu þremur mánuðum. Hiti sjávar og lega loftstrauma í Atlanshafi bjóða ekki upp á að íbúar við Mexíkóflóa geti verið rólegir. Erlent 8.9.2005 00:01 Breskur bannlisti Stjórnvöld í Bretlandi hafa sett saman lista yfir hundrað menn, sem verður meinað að koma til Bretlands í nánustu framtíð. Listinn er unninn í samráði við sendiráð Bretlands víða um heim, sem hafa bent á menn sem tengjast hryðjuverkasamtökum, eða hafa hvatt til hryðjuverka. Erlent 8.9.2005 00:01 Launalækkun á meðgöngu Það er ekki kynjamisrétti að konur lækki í launum ef þær eru mikið frá vinnu vegna veikinda á meðgöngu. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins. Írsk kona, Margaret McKenna, notaði allt sitt launaða veikindaleyfi erfiðri meðgöngu árið 2000 og þegar hún tók frí fram yfir það, þá voru laun hennar lækkuð um helming. Erlent 8.9.2005 00:01 Ríkisstjórnin rekin frá völdum Viktor Júshcenko, forseti Úkraínu, hefur vikið forsætisráðherra landins, Tímótsjenkó, og allri ríkisstjórn hennar frá völdum. Erlent 8.9.2005 00:01 Deilt um dauða Arafats Arafat lést vegna hjartaáfalls á síðasta ári, en sérfræðinga greinir á um hvað olli því. Bæði bandaríska dagblaðið New York Times og ísraelsk dagblöð hafa látið sérfræðinga yfirfara læknaskýrslur Arafats, en fram til þessa hafa aðstandendur hans ekki viljað gera þær opinberar. Erlent 8.9.2005 00:01 Úkraínuforseti rekur stjórnina Viktor Jústsjenkó Úkraínuforseti rak ríkisstjórn landsins í gær, að sögn vegna "skorts á liðsanda" innan hennar. Ósætti fyrrum samherja úr "appelsínugulu byltingunni" og spillingarásakanir voru undanfari þessarar umdeildu ákvörðunar forsetans. Erlent 8.9.2005 00:01 « ‹ ›
Deutsche Bank rifinn Ákveðið hefur verið að rífa byggingu Deutsche Bank sem skemmdist mikið í árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Byggingin lá alveg við syðri turninn og þegar hann hrundi skemmdist hún svo mikið að hún hefur verið lokuð alveg síðan og verið umlukin svörtu neti. Erlent 9.9.2005 00:01
NATO kemur að neyðaraðstoðinni Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins ákváðu í dag að skip og flugvélar sambandsins yrðu notuð til að ferja neyðaraðstoð frá Evrópu til hamfarasvæðanna í suðurhluta Bandaríkjanna. Tvö til þrjú skip verða notuð til að flytja stóran búnað eins og vatnspumpur og önnur tæki og flugvélarnar munu flytja það sem smærra er í sniðum: teppi, matarpakka og sjúkragögn. Erlent 9.9.2005 00:01
Koizumi spáð sigri Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í þremur japönskum dagblöðum í fyrradag hefur flokkur Junichiro Koizumis forsætisráðherra, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn LDP, um 20 prósentustiga forskot á helsta keppinautinn, Lýðræðisflokk Japans (DPJ). Þingkosningar fara fram í Japan í dag. Erlent 9.9.2005 00:01
Þúsundir íbúa þrjóskast við Her- og lögreglumenn gengu hús úr húsi í New Orleans í gær, lögðu hald á vopn og reyndu að fá þá íbúa borgarinnar sem enn hafast við í húsum sínum til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á farsóttum og eldsvoðum. Hús sem lík finnast í merkir lögreglan til að sækja þau síðar. Erlent 9.9.2005 00:01
Dani hvatti til hryðjuverka Dansk-marokkóskur maður hefur verið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að danska lögreglan handtók hann í gær fyrir að hvetja til hryðjuverka. Verði Said Mansour, sem hefur búið í Brönshöj undanfarin ár, dæmdur sekur á hann allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Erlent 9.9.2005 00:01
Chirac heim af sjúkrahúsinu Jacques Chirac, forseti Frakklands, hélt í dag heim eftir vikudvöl á sjúkrahúsi vegna sjóntruflana. Einhvers konar æðaþrenging eða -sjúkdómur er sagður hafa valdið því að Chirac fékk mígreni og sjóntruflanir fyrir viku og afboðaði í kjölfarið alla fundi og uppákomur. Erlent 9.9.2005 00:01
Töluverð spenna í Úkraínu Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar. Erlent 9.9.2005 00:01
Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafi Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter varð í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni eða mannskaða. Ekki er talið að hætta sé á flóðbylgju af völdum skjálftans samkvæmt Reuters-fréttastofunni en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi. Erlent 9.9.2005 00:01
Sífellt fleiri stinga af Æ fleiri ökumenn í Bandaríkjunum taka gremju sína yfir hærra bensínverði út á bensínstöðvaeigendum. Í New Hampshire hefur fjöldi þeirra ökumanna sem fyllir bílinn á sjálfsafgreiðslustöð og brennir svo í burtu án þess að borga aukist mikið og vita bensínsalar þar ekki sitt rjúkandi ráð. Erlent 9.9.2005 00:01
Veltur á viðbrögðum Tymosjenkó Pólitísk framtíð Viktors Júsjenkós, forseta Úkraínu, veltur á því hvort Júlía Tymosjenkó sem hann rak í gær, snúist gegn honum eður ei. Júsjenkó rak Tymosjenkó, sem var forsætisráðherra, að sögn til að koma á friði innan ríkisstjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan stjórnarinnar. Erlent 9.9.2005 00:01
Tvær sprengjur á matsölustöðum Tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili á matsölustöðum Kentucky og McDonalds í borginni Karachi í Pakistan seint í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk á Kentucky og að minnsta kosti þrír veitingagesta slösuðust en enginn lífshættulega. Erlent 9.9.2005 00:01
Forskotið minnkar í Þýskalandi Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum. Erlent 9.9.2005 00:01
Pólitískir vinir Bush Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Erlent 9.9.2005 00:01
Ferðamaður í geimnum Tveir geimfarar, annar Rússi og hinn Bandaríkjamaður, búa sig nú undir geimskot og ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á sporbraut um jörðu. Þetta þættu tæpast tíðindi væri ekki Gregory nokkur Olsen um borð. Gregory er nefnilega ferðamaður sem greiddi rússnesku geimferðastofnuninni tuttugu milljónir dollara til að fá að fljóta með. Erlent 9.9.2005 00:01
Meint kosningasvindl í Egyptalandi Ásakanir um kosningasvindl varpa skugga á fyrstu lýðræðislegu forsetakosingarnar í Egyptalandi, sem fram fóru í gær. Úrslitin munu væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en á morgun, en andstæðingar Hoznis Mubarak, núverandi forseta, segja starfsmenn á kjörstöðum ýmist hafa skipað fólki að kjósa hann eða mútað því. Erlent 8.9.2005 00:01
Norskir kjósendur snúast til hægri Niðurstöður nýrra fylgiskannana í Noregi benda til þess að borgaraflokkarnir haldi meirihluta á norska þinginu. Mestu munar um að Vinstriflokkurinn, lítill frjálslyndur hægriflokkur, nær fjögurra prósenta markinu í tveimur nýjum könnunum og fengi allt að tíu þingsæti í stað tveggja. Erlent 8.9.2005 00:01
Schröder og Pútín semja um gas Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti handsöluðu í gær samning um að lögð verði jarðgasleiðsla beint frá Rússlandi til Þýskalands, frá Viborg við botn Finnska flóa, 1.200 km eftir botni Eystrasalts til norður-þýsku borgarinnar Greifswald. Erlent 8.9.2005 00:01
Spilling í Úkraínu Tveir hátt settir menn innan ríkisstjórnar Úkraínu hafa sagt störfum sínum lausum. Yfirmaður öryggismála í Úkraínu bauðst í gærkvöldi til að hætta, í kjölfar ásakana um spillingu. Erlent 8.9.2005 00:01
i-Pod með farsíma Hlutabréf í Apple-fyrirtækinu tóku góðan kipp upp á við í dag, eftir að forstjóri fyrirtækisins kynnti til sögunnar iPod-farsíma og nýjan og enn minni spilara. Með I-pod spilaranum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Nýji síminn hefur alla þá tæknimöguleika sem i-pod spilarinn hefur, getur geymt og spilað 100 lög, er með litaskjá og innbyggðri myndavél. Erlent 8.9.2005 00:01
Þögn í erlendum miðlum Þegar meira en sólarhringur var liðinn eftir að Davíð Oddsson tilkynnti formlega um að hann myndi draga sig í hlé frá stjórnmálum þann 27. september næstkomandi var enn engar fréttir um þessi tímamót í íslenskum stjórnmálum að finna í erlendum fréttamiðlum. Að færeyskum miðlum undanskildum. Erlent 8.9.2005 00:01
Aðgerðir gegn fuglaflensu Til að koma í veg fyrir að fuglaflensa smitist frá farfuglum í alifugla hafa sveitarstjórnir í tveimur þýskum héruðum gefið bændum fyrirskipanir um að hafa fiðurfénað sinn í búrum. Þetta eru héruð í Neðra Saxlandi og Norður Rín Vestfalen en þar eru vetrarstöðvar farfugla sem koma bæði frá Rússlandi og Asíu, þar sem flensunnar hefur orðið vart. Erlent 8.9.2005 00:01
Kalla eftir endurbótum á SÞ Ítarleg rannsókn á svonefndri olíu-fyrir-mat-áætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur leitt í ljós að samtökin eru hreinlega ekki fær um að annast svo umfangsmikil verkefni með skilvirkum hætti nema til komi róttækar endurbætur á stjórnsýslu þeirra. Þetta sagði Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem stýrði rannsókninni. Erlent 8.9.2005 00:01
Afleiðingar Katrínar æ ljósari Skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar verða sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Leit að líkamsleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum í New Orleans er hafin. Um 250 þúsund manns sem komust frá borginni, hafast nú við í skýlum víðs vegar um Bandaríkin. Erlent 8.9.2005 00:01
Ákærður fyrir hvatningu Lögreglan í Brönshöj í Danmörku handtók í dag dansk-marokkóskan mann fyrir að hvetja til heilags stríðs og þar með hryðjuverka. Said Mansour hefur framleitt og dreift fjölda geisladiska, dvd-diska og myndbanda sem innihalda efni sem hvetja menn til að berjast gegn fjandmönnum íslams og heiðingjum. Erlent 8.9.2005 00:01
Flóð mannskæðustu hamfarirnar Flóð eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar. Spáð er fimm til sjö fellibyljum á Mexíkóflóa á næstu þremur mánuðum. Hiti sjávar og lega loftstrauma í Atlanshafi bjóða ekki upp á að íbúar við Mexíkóflóa geti verið rólegir. Erlent 8.9.2005 00:01
Breskur bannlisti Stjórnvöld í Bretlandi hafa sett saman lista yfir hundrað menn, sem verður meinað að koma til Bretlands í nánustu framtíð. Listinn er unninn í samráði við sendiráð Bretlands víða um heim, sem hafa bent á menn sem tengjast hryðjuverkasamtökum, eða hafa hvatt til hryðjuverka. Erlent 8.9.2005 00:01
Launalækkun á meðgöngu Það er ekki kynjamisrétti að konur lækki í launum ef þær eru mikið frá vinnu vegna veikinda á meðgöngu. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins. Írsk kona, Margaret McKenna, notaði allt sitt launaða veikindaleyfi erfiðri meðgöngu árið 2000 og þegar hún tók frí fram yfir það, þá voru laun hennar lækkuð um helming. Erlent 8.9.2005 00:01
Ríkisstjórnin rekin frá völdum Viktor Júshcenko, forseti Úkraínu, hefur vikið forsætisráðherra landins, Tímótsjenkó, og allri ríkisstjórn hennar frá völdum. Erlent 8.9.2005 00:01
Deilt um dauða Arafats Arafat lést vegna hjartaáfalls á síðasta ári, en sérfræðinga greinir á um hvað olli því. Bæði bandaríska dagblaðið New York Times og ísraelsk dagblöð hafa látið sérfræðinga yfirfara læknaskýrslur Arafats, en fram til þessa hafa aðstandendur hans ekki viljað gera þær opinberar. Erlent 8.9.2005 00:01
Úkraínuforseti rekur stjórnina Viktor Jústsjenkó Úkraínuforseti rak ríkisstjórn landsins í gær, að sögn vegna "skorts á liðsanda" innan hennar. Ósætti fyrrum samherja úr "appelsínugulu byltingunni" og spillingarásakanir voru undanfari þessarar umdeildu ákvörðunar forsetans. Erlent 8.9.2005 00:01