Erlent

40 þúsund krónur á mann

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað opinberu fé til uppbyggingar í New Orleans og víðar eftir skemmdirnar í kjölfar flóðanna og fellibyljarins Katrínar.

Erlent

Hræðsluáróður síðustu dagana

Hræðsluáróður er það sem gildir síðustu dagana fyrir kosningar í Þýskalandi. Kosningabaráttunni lýkur formlega í dag með harðorðum yfirlýsingum um heimsendaáform keppinautanna.

Erlent

Tók nauðgun upp á myndsíma

Tuttugu og þriggja ára Breti hefur verið dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir nauðgun. Hann tók nauðgunina upp á myndsíma og sendi vinum sínum upptökuna. Nauðgarinn barði fórnarlamb sitt illilega þannig að stúlkan kjálkabrotnaði á tveimur stöðum auk þess sem tveir fingur hennar brotnuðu.

Erlent

Snyrtivörur unnar úr líkum fanga

Snyrtivörur með kollageni, sem unnið er úr líkum kínverskra fanga, eru seldar í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu <em>Guardian</em>.

Erlent

Ný rússnesk fréttasjónvarpsstöð

Ný rússnesk fréttasjónvarpsstöð hóf tilraunaútsendingar í dag. Sjónvarpsstöðin, sem sendir út allan sólarhringinn, er þó ekki send út á rússnesku heldur á ensku. Ástæðan er sú að henni er ætlað að bæta orðspor Rússlands á alþjóðavettvangi.

Erlent

Sjö menn handteknir í Bretlandi

Breska lögreglan réðst í morgun inn í nokkur íbúðarhús í London og Manchester og handtók sjö menn. Ekki hefur verið gefið upp fyrir hvað mennirnir voru handteknir en breskir fjölmiðlar ýja að því að þeir tengist hryðjuverkasamtökum.

Erlent

Milljónir á leyndum reikningum

Evrópskir vopnaframleiðendur lögðu milljónir dollara inn á leynilega bankareikninga sem Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hafði aðgang að. Þetta hefur komið fram í rannsókn á fjárreiðum einræðisherrans sem nú stendur yfir.

Erlent

Olíuríki auka framleiðslu sína

Samtök olíuframleiðsluríkja hafa lofað að auka framleiðslu sína um fimm hundruð þúsund föt á dag til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir olíu. Ólíklegt er þó talið að þetta verði til þess að lækka heimsmarkaðsverðið að einhverju ráði.

Erlent

Katrín: Fá að snúa heim

Fyrirtækjaeigendur í franska hverfinu í New Orleans fá að huga að fyrirtækjum sínum um helgina og íbúar fá að snúa aftur til heimila sinna fljótlega eftir það. Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, segir heimamenn reiðubúna að hefjast handa við enduruppbyggingu borgarinnar og takast á við lífið eftir fellibylinn Katrínu.

Erlent

Írak: Meira en 20 látnir í morgun

Meira en tuttugu manns biðu bana og aðrir tuttugu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Flestir þeirra sem létust voru lögreglumenn. Tilræðismaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefni inn í hlið lítils flutningabíls sem í voru lögreglumenn.

Erlent

Héraðshöfðingjar strengja sín heit

Forsætisráðherrar ellefu af sextán sambandslöndum Þýskalands, sem allir eru í flokki með Angelu Merkel, hétu því í gær að leggjast á eitt með henni, verði hún kanslari, við að koma nauðsynlegum efnahagsumbótaráðstöfunum í gegn um þingið. Tilgangurinn með yfirlýsingunni var að telja kjósendur á að kjósa stjórnarskipti í kosningunum á sunnudag.

Erlent

Páfa boðið til Tyrklands

Tyrkir hafa formlega boðið Benedikt XVI páfa í opinbera heimsókn á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í dag. Þorri Tyrkja er múslimatrúar.

Erlent

Bygging múrsins lögleg

Hæstiréttur Ísraels hefur fellt þann úrskurð að bygging hins umdeilda varnarmúrs sé að hluta til ólögleg og að breyta verði legu hans á nokkrum stöðum. Ríkisstjórn landsins segir að múrinn sé nauðsynlegur til þess að hindra að hryðjuverkamenn geri árásir í borgum landsins.

Erlent

Aðrar kosningar í Þýskalandi?

Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá.

Erlent

Flugrisar nærri gjaldþroti

Tvö af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna fengu í gær greiðslustöðvun samkvæmt bandarískum lögum um gjaldþrot til að freista þess að vinna sig út úr fjárhagsörðugleikum og koma í veg fyrir gjaldþrot.

Erlent

New Orleans að vakna af dvala

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, lýsti því yfir í gær að stórir hlutar borgarinnar yrðu opnaðir fyrir aðgangi íbúa í næstu viku. Gamli bærinn, Franska hverfið, yrði opnaður viku síðar. George W. Bush Bandaríkjaforseti var væntanlegur til New Orleans í gærkvöld til að flytja þaðan sjónvarpsávarp, það fyrsta frá því hamfarirnar dundu yfir.

Erlent

50 þúsund manns án rafmagns

Fellibylurinn Ófelía skall á Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gærkvöldi og hefur þegar valdið töluverðum usla. Fimmtíu þúsund manns eru án rafmagns á svæðinu, mörgum skólum hefur þegar verið lokað og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent

Leiðtogarnir undirbúa samninga

Margir leiðtoganna hundrað og fimmtíu, sem sækja afmælisfund Sameinuðu þjóðanna, hafa notað tækifærið til að undirbúa tvíhliða samninga um hin ýmsu málefni. Í gær funduðu til að mynda Pútín Rússlandsforseti og Jalal Talabani, forseti Íraks, og eins átti Ariel Sharon fund með Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.

Erlent

SÞ-umbætur andvana fæddar

Vonir stóðu til að á sextugasta afmælisári Sameinuðu þjóðanna yrðu samþykktar víðtækar umbætur á stofnuninni. Ágreiningur um þær reyndist of mikill til að það tækist.

Erlent

Sjítum sagt stríð á hendur

Írakski hryðjuverkamaðurinn Al-Zarqawi hefur sagt sjítum stríð á hendur. Liðsmenn hans hafa myrt á annað hundrað þeirra á síðustu tveim sólarhringum.

Erlent

Milljón börn munaðarlaus

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, ítrekaði í dag að leggja yrði allt kapp á að enda borgarastyrjöldina í Úganda hið fyrsta. Hátt í milljón börn hafa orðið munaðarlaus í kjölfar styrjaldarinnar og 25 þúsund drengir og stúlkur hafa verið hneppt í þrælahald.

Erlent

114 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Minnst 114 manns létust og156 eru særðir eftir sjálfsmorðsárás í hverfi sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta er næst mannskæðasta sjálfsmorðsárás í landinu frá stríðslokum.

Erlent

Mannskæð aurskriða í Noregi

Einn maður fórst og níu slösuðust, þar af kona og lítil stúlka lífshættulega, þegar aurskriða féll á íbúðahverfi í Bergen í Noregi í nótt. Fjöldi íbúa var fluttur frá heimilum sínum af ótta við að fleiri skriður féllu en svo hefur þó ekki orðið enn.

Erlent

Aspirín kemur hugsanlega að gagni

Smáir skammtar af aspiríni koma hugsanlega í veg fyrir aukaverkanir af völdum gigtarlyfsins Vioxx sem var tekið af markaði í fyrra. Aukaverkanirnar voru svo alvarlegar að talið er að um hundrað þúsund manns hafi látist í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið lyfið.

Erlent

Allir Íslendingarnir komnir fram

Allir Íslendingarnir sem saknað var eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna eru komnir fram heilir á húfi. Rita Godin hafði samband við ættingja sína í gær og lét vita að ekkert amaði að henni og syni hennar.

Erlent

Varnargirðing sett upp?

Ríkisstjórn Afganistans hefur fagnað tillögum Pakistana um að reisa varnargirðingu á landamærum ríkjanna til þess að hindra að skæruliðar Al Qaida og talíbana komist yfir landamærin. Afganar halda því fram að fjölmargir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi leitað hælis í Pakistan, geri árásir yfir landamærin og flýi svo þangað aftur.

Erlent

Blóðbað í hverfi sjía-múslima

Á annan tug sprenginga urðu í miðborg Bagdad í gær, sem bönuðu að minnsta kosti 152 manns og særðu minnst 542. Spreningarnar byrjuðu með stórri sjálfsmorðs-bílsprengjuárás sem beint var gegn daglaunamönnum sem safnast höfðu saman á þessum stað í borginni í von um að fá vinnu þann daginn. Íraksdeild Al Kaída lýsti ábyrgð á tilræðunum á hendur sér.

Erlent

Blóðbað í Bagdad í dag

Hrina sprengju- og skotárása kostaði hátt á annað hundrað manns lífið í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast vera ábyrg og hóta frekari aðgerðum.

Erlent

Bretar hamstra bensín

Bretar hamstra þessa dagana bensín sem aldrei fyrr þó að verðið sé í hámarki. Bensínkaupin koma þó ekki til af góðu heldur er fólk hrætt við að bensínbirgðir landsins verði brátt á þrotum.

Erlent

Létu vita af bjarndýri með SMS

Tvö skelfingu lostin sænsk ungmenni sendu í gærkvöldi SMS-skilaboð til föður annars þeirra og sögðu að bjarndýr væri fyrir utan tjaldið þeirra þar sem þau voru í útilegu í Noregi. Faðirinn sendi skilaboð um hæl en ekkert frekara samband náðist við piltinn og stúlkuna sem bæði eru nítján ára gömul.

Erlent