Erlent

Merkel segist hafa skýrt umboð

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur í dag minnt Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga sósíaldemókrata, á það að hún hafi skýrt umboð til að mynda stjórn. Schröder hefur í dag reynt að fá frjálslynda demókrata til liðs með sósíaldemókrötum og græningjum.

Erlent

Sprenging í sendiráði Breta

Einn slasaðist lítillega þegar sprengja sprakk í sendiráði Bretlands í Króatíu núna í morgunsárið. Lögreglumenn vakta nú svæðið í kringum sendiráðið. Ekki er enn vitað hver stóð að sprengingunni.

Erlent

Mannað geimfar til Mars?

NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, tilkynnti í dag nýja gerð geimfars sem til stendur að smíða. Með geimfarinu er ætlunin að koma mönnum til tunglsins fyrir árið 2020. Hið nýja geimfar verður einnig útbúið með lengri geimferðir í huga og ætti einhverntíma á næstu áratugum að geta borið allt að sex áhafnarmeðlimi alla leið til Mars.

Erlent

Nota bökunarolíu í stað bensíns

Nokkrir ökumenn í Kaliforníu hafa gripið til heldur nýstárlegra leiða til að mæta háu eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Í stað þess að fylla bílinn af bensíni og tæma um leið budduna hefur hópur manna um nokkurt skeið notað bökunarolíu á tankinn með góðum árangri.

Erlent

Blaðamaður NY Times myrtur

Írakskur blaðamaður, sem vann fyrir bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em>, fannst myrtur í borginni Basra í dag. Grímuklæddir menn höfðu rænt honum um helgina.

Erlent

440 uppreisnarmenn handsamaðir

Fjögur hundruð og fjörutíu uppreisnarmenn hafa nú verið handsamaðir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Átta þúsund og fimm hundruð írakskir og bandarískir hermenn hafa undanfarna tíu daga ráðist á öll vígi uppreisnarmanna í borginni og alls hafa nærri hundrað og áttatíu manns fallið í valinn, þar af fimmtán hermenn.

Erlent

Hermönnum fjölgað ef þurfa þykir

Bresk yfirvöld greindu frá því í dag að þau myndu fjölga hermönnum í Írak ef þörf væri á, en ótti manna við borgarastyrjöld í landinu fer vaxandi. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði John Reid, varnarmálaráðherra Bretlands, að ekki væri þörf á meiri mannskap þessa stundina en ef ástandið í Írak versnaði yrði hermönnum fjölgað.

Erlent

Erfitt verður að mynda stjórn

Yfir 60 milljónir kjósenda höfðu kost á að greiða atkvæði til klukkan sex að staðartíma og metfjöldi nýtti sér það. Fyrstu útgönguspár benda til að niðurstaðan verði önnur en menn bjuggust við og það gæti reynst erfitt að mynda stjórn.

Erlent

Sharon og Abbas funda 2. október

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, greindi frá því í ræðu í New York í dag að hann myndi hittast Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, 2. október næstkomandi. Þar sagðist Sharon ætla hvetja Abbas til að standa við þær skuldbindingar sem kveðið væri á um í hinum svokallaða vegvísi til friðar, ellegar myndi ekkert þokast í friðarátt og ekki hylla undir sjálfstætt ríki Palestínu.

Erlent

Vinna að ályktun vegna Írans hafin

Evrópusambandsríkin þrjú sem staðið hafa í samningaviðræðum við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra hafa þegar hafið vinnu að ályktun um að vísa málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir erindreka innan ESB sem vinnur að málinu.

Erlent

Naumur sigur stjórnarandstöðu

Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fá flest atkvæði í þingkosningunum í Þýskalandi en ekki nóg til þess að mynda stjórn hægri- og miðflokka, ef marka má útgönguspár sem birtar voru í Þýskalandi fyrir stundu. Stjórn Gerhards Schröders virði því fallin en möguleikar á stjórnarmyndun eru ekki margir. 

Erlent

Lítið mannfall á kosningadag

Þingkosningar fóru fram í Afganistan í dag án þess að uppreisnarmenn næðu að valda miklum skaða. Kjörstöðum var lokað klukkan fjögur að afgönskum tíma og segja yfirvöld að kjörsókn hafi verið jöfn og stöðug allan daginn þótt ekki sé talið að jafnmargir hafi kosið og nú og í forsetakosningunum í fyrra, en þá var kjörsókn rúmlega 70 prósent.

Erlent

Hamas-liðar gengu um götur

Þúsundir Hamas-liða gengu um götur Gasaborgar í dag og virtu að vettugi bann palestínskra stjórnvalda um vopnaburð á götum úti. Hamas-liðarnir gengu um með riffla, eldflaugar og sprengjur og var ákaft fagnað af tugum þúsunda manna sem fylgdust með þeim. Mótmælin verða viku eftir að Ísraelar drógu sig algjörlega út af Gasaströndinni í samræmi við samkomulag Ísraela og Palestínumanna.

Erlent

Sökuð um aðskilnaðarstefnu

Forseti Írans segir þjóð sína hafa fullan rétt til að framleiða kjarnorku. Hann sakar vesturveldin um kjarnorkuaðskilnaðarstefnu, þar sem sumum löndum sé heimilt að auðga úran og öðrum ekki.

Erlent

Vara við hugsanlegum fellibyl

Veðurfræðingar við Mexíkóflóa fylgjast nú með hitabeltislægð sem hugsanlega getur orðið að hitabeltisstormi síðar í dag og jafnvel að fellibyl á næstu dögum. Lægðin gæti breyst í hitabeltisstorminn Ritu í kvöld og fellibyl á þriðjudag þegar hún fer á milli Florida Keys eyjanna og Kúbu, eftir því sem Fellibyljastofnun Bandaríkjanna greinir frá.

Erlent

Fyrstu þingkosingar í um 30 ár

Um tugur manna féll í átökum sem brutust út við kjörstaði í Afganistan í dag. Kosið var til þings í landinu í fyrsta skipti í um þrjá áratugi.

Erlent

Tala látinna nálgast 900

Tala látinna í hamförunum í suðurríkjum Bandaríkjanna nálgast nú 900 og enn finnast lík á þeim svæðum þar sem vatn flæddi yfir allt. Yfirvöld í Louisana, sem varð verst úti í hamförunum, tilkynntu í dag að 646 hefðu látist af völdum fellibylsins Katrínar, en tæplega 70 manns hafa fundist látnir síðustu tvo daga. Þá eru 218 sagðir hafa látist í Mississippi og 19 í Flórída, Alabama, Georgíu og Tennessee.

Erlent

Merkel bíða mörg verkefni

Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, verður næsti kanslari Þýskalands ef marka má útgönguspár eftir þingkosningar. Hennar bíða mörg verkefni.

Erlent

Blóðugur sólarhringur í Írak

Að minsta kosti 30 manns féllu þegar bílsprengja sprakk á markaði í hverfi sjíta í skammt frá Bagdad í gærkvöldi. Þá myrtu byssumenn írakskan þingmann í gærkvöldi.

Erlent

Íranar haldi áfram framleiðslu

Forseti Írans varði rétt Írana til þess að framleiða kjarnorku þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Vonir manna um sátt í kjarnorkudeilu Írana og vesturveldanna dvínuðu við það og er hugsanlegt að málinu verði skotið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Blair aftur upp á kant við BBC

Svo virðist sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlans, sé aftur kominn upp á kant við breska ríkissútvarpið BBC og þetta sinn vegna frétta BBC af fellibylnum Katrínu. Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch, sem á meðal annars götublaðið Sun og Sky-sjónvarpsstöðvarnar, greindi frá því í ræðu í New York í gær að Blair hefði tjáð sér á dögunum að honum fyndist umfjöllun BBC um náttúruhamfarirnar í suðurríkjum Bandaríkjanna uppfull af hatri í garð Bandaríkjanna.

Erlent

Fólk snúi ekki strax til baka

Thad Allen, yfirmaður björgunarmála á hamfarasvæðunum við suðurströnd Bandaríkjanna, ráðleggur fólki frá því að snúa strax aftur til New Orleans, en það er þvert á yfirlýsingar borgarstjórans Rays Nagins sem tilkynnti í gær að til stæði að hleypa um 200 þúsund manns aftur inn í borgina á næstu tíu dögum.

Erlent

Spunameistari í vandræðum

Fyrrverandi spunameistari danska forsætisráðherrans vill endurgreiða ráðuneytinu símreikning vegna einkasímtala sinna, sem nemur rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Forsætisráðuneytið telur sér ekki heimilt að taka við peningunum og þess vegna fer danska fjármálaráðuneytið í málið í fyrramálið.

Erlent

Skýstrókur í München

Nokkuð óvenjuleg sjón blasti við íbúum í grennd við München í Þýskalandi í dag. Skýstrókur gekk yfir svæðið við Starnberger-vatn og reyndist það töluvert sjónarspil. Þrátt fyrir að strókurinn væri nokkuð öflugur á tímabili olli hann ekki alvarlegu tjóni. Veðurfræðingar höfðu varað við að skýstrókur kynni að ganga yfir vegna slæms veður.

Erlent

Skógareldar blossa upp í Portúgal

Skógareldar blossuðu upp á ný í Portúgal í nótt. Ríflega 200 slökkviliðsmenn hafa verið kallaðir út til þess að berjast við verstu eldana í norðurhluta landsins auk þess sem þrjár flugvélar eru notaðar við slökkvistarfið. Alls hafa um 70 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.

Erlent

Hægri- og miðstjórn ekki mynduð

Angela Markel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sagðist búast við því að henni yrði falið að mynda nýja ríkisstjórn í Þýskalandi, en samkvæmt útgönguspám virðist stjórn Gerhards Schröders kanslara fallin. Hún viðurkenndi þó að kristilegir demókratar virtust ekki ætla að ná markmiði sínu um meirihlutastjórn hægri- og miðflokka því samkvæmt útgönguspám fá Kristilegir demókratar og Frjálslyndir demókratar aðeins 47 prósent atkvæða.

Erlent

Hætta ekki kjarnorkuframleiðslu

Forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, nýtti sér vettvang þings Sameinuðu þjóðanna til þess að lýsa því yfir að Íranar myndu ekki þiggja tilboð Evrópuþjóða um efnahagsaðstoð samþykki Íranar að hætta framleiðslu á auðguðu úraníumi sem nota má til framleiðslu kjarnorkuvopna.

Erlent

Þingmaður myrtur í Írak

Byssumenn myrtu írakskan þingmann og særðu annan í Írak í gærkvöld. Þingmaðurinn Faris Hussein féll ásamt þremur lífvörðum sínum fyrir hendi byssumannanna en hann var á ferð ásamt öðrum þingmanni nærri bænum Dujail á leið til höfuðborgarinnar Bagdad.

Erlent

Aldrei minni munur á fylkingum

Sextíu og tvær milljónir Þjóðverja geta í dag ákveðið hver verður kanslari landsins næstu fjögur ár. Aldrei í nútímastjórnmálasögu Þýskalands hefur munurinn á milli fylkinga verið jafn lítill og kosningabaráttan virðist halda áfram þar til kjörstöðum verður lokað.

Erlent

Fyrstu kosningar í áratugi

Fyrstu þingkosningar í margra áratugi fara fram í Afganistan í dag. Þrátt fyrir hótanir talibana um að beita þá ofbeldi sem ekki hunsa kosningarnar eru margir mættir á kjörstaði, en óttast er að til átaka komi á nokkrum stöðum. Hamid Karzai, forseti landsins, brýnir fyrir kjósendum að nýta rétt sinn en hann segir kosningarnar geta ráðið úrslitum um framtíð landsins og uppbyggingu þess.

Erlent