Spunameistari í vandræðum 18. september 2005 00:01 MYND/Reuters Fyrrverandi spunameistari danska forsætisráðherrans vill endurgreiða ráðuneytinu símreikning vegna einkasímtala sinna, sem nemur rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Forsætisráðuneytið telur sér ekki heimilt að taka við peningunum, og þess vegna fer danska fjármálaráðuneytið í málið í fyrramálið. Eftir fimm ár sem spunameistari danska forsætisráðherrans sagði Michael Kristiansen upp á dögunum. Forsætisráðherrann var vart búinn að gefa honum klapp á bakið fyrir góð störf þegar fjölmiðlar flettu ofan af hverju fjármálahneysklinu á fætur öðru. Leigubílakostnaður vegna einkanota, sem nam rúmum 50 þúsund íslenskum krónum, átta mánaða farsímareikningur upp á hálfa milljón íslenskar og þriggja ára reikningur fyrir heimasíma sem nam yfir tveimur milljónum íslenskra króna, voru meðal fyrstu mála. Ástæðan voru símtöl til kærustu í Tékklandi og í kjölfarið símtöl hennar heim til Tékklands eftir að hún flutti til Danmerkur og giftist spunameistaranum Michael Kristiansen. Rétt fyrir helgina kom svo í ljós að spunameistarinn hafði notað greiðslukort forsætisráðuneytisins í eigin þágu. Fyrst sagðist hann sjálfviljugur hafa látið greiðslukortin af hendi en forsætisráðherrann sagði í kjölfarið að greiðslukortin tvö hafi verið innkölluð af ráðuneytinu, annað í fyrra og hitt í vor. Anders Fogh Rasmussen og ráðuneyti hans hafa legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki gripið fyrr inn í, en sem dæmi var vitað um óhóflega símnotkun spunameistarana fyrir tveimur árum en ekkert gert fyrr en í upphafi þessa árs. Michael Kristiansen hefur svarað fyrir símreikningana þannig að hann hafi ekki haft hugmynd um upphæðina fyrr en fjölmiðlar fóru í málið. „Ég var á fríum síma og spáði ekkert meira í það,“ segir hann og gagnrýnir forsætisráðuneytið fyrir að láta sig ekki vita um stöðu mála. Varðandi greiðslukortin hafi hann greitt allt til baka og hið sama vilji hann nú fá að gera með símreikninginn. Forsætisráðuneytið telur sig hins vegar ekki geta tekið við greiðslu vegna heimasímans þar sem fyrirkomulagið „frír sími“ þýði að Kristiansen hafi mátt hringja ótakmarkað og hefur því verið beðið um mat fjármálaráðuneytisins á málinu. Hins vegar sá danska forsætisráðuneytið ekkert athugavert við að taka við því sem nemur hálfri milljón íslenskra króna vegna nota á farsíma ráðuneytisins á sínum tíma, en ráðuneytið hefur reyndar verið gagnrýnt fyrir að hafa um svipað leyti greitt spunameistaranum bónus, sem nam rúmum sjö hundruð þúsund íslenskum krónum. Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Fyrrverandi spunameistari danska forsætisráðherrans vill endurgreiða ráðuneytinu símreikning vegna einkasímtala sinna, sem nemur rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Forsætisráðuneytið telur sér ekki heimilt að taka við peningunum, og þess vegna fer danska fjármálaráðuneytið í málið í fyrramálið. Eftir fimm ár sem spunameistari danska forsætisráðherrans sagði Michael Kristiansen upp á dögunum. Forsætisráðherrann var vart búinn að gefa honum klapp á bakið fyrir góð störf þegar fjölmiðlar flettu ofan af hverju fjármálahneysklinu á fætur öðru. Leigubílakostnaður vegna einkanota, sem nam rúmum 50 þúsund íslenskum krónum, átta mánaða farsímareikningur upp á hálfa milljón íslenskar og þriggja ára reikningur fyrir heimasíma sem nam yfir tveimur milljónum íslenskra króna, voru meðal fyrstu mála. Ástæðan voru símtöl til kærustu í Tékklandi og í kjölfarið símtöl hennar heim til Tékklands eftir að hún flutti til Danmerkur og giftist spunameistaranum Michael Kristiansen. Rétt fyrir helgina kom svo í ljós að spunameistarinn hafði notað greiðslukort forsætisráðuneytisins í eigin þágu. Fyrst sagðist hann sjálfviljugur hafa látið greiðslukortin af hendi en forsætisráðherrann sagði í kjölfarið að greiðslukortin tvö hafi verið innkölluð af ráðuneytinu, annað í fyrra og hitt í vor. Anders Fogh Rasmussen og ráðuneyti hans hafa legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki gripið fyrr inn í, en sem dæmi var vitað um óhóflega símnotkun spunameistarana fyrir tveimur árum en ekkert gert fyrr en í upphafi þessa árs. Michael Kristiansen hefur svarað fyrir símreikningana þannig að hann hafi ekki haft hugmynd um upphæðina fyrr en fjölmiðlar fóru í málið. „Ég var á fríum síma og spáði ekkert meira í það,“ segir hann og gagnrýnir forsætisráðuneytið fyrir að láta sig ekki vita um stöðu mála. Varðandi greiðslukortin hafi hann greitt allt til baka og hið sama vilji hann nú fá að gera með símreikninginn. Forsætisráðuneytið telur sig hins vegar ekki geta tekið við greiðslu vegna heimasímans þar sem fyrirkomulagið „frír sími“ þýði að Kristiansen hafi mátt hringja ótakmarkað og hefur því verið beðið um mat fjármálaráðuneytisins á málinu. Hins vegar sá danska forsætisráðuneytið ekkert athugavert við að taka við því sem nemur hálfri milljón íslenskra króna vegna nota á farsíma ráðuneytisins á sínum tíma, en ráðuneytið hefur reyndar verið gagnrýnt fyrir að hafa um svipað leyti greitt spunameistaranum bónus, sem nam rúmum sjö hundruð þúsund íslenskum krónum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira