Erlent

Hamas-liðar gengu um götur

Þúsundir Hamas-liða gengu um götur Gasaborgar í dag og virtu að vettugi bann palestínskra stjórnvalda um vopnaburð á götum úti. Hamas-liðarnir gengu um með riffla, eldflaugar og sprengjur og var ákaft fagnað af tugum þúsunda manna sem fylgdust með þeim. Mótmælin verða viku eftir að Ísraelar drógu sig algjörlega út af Gasaströndinni í samræmi við samkomulag Ísraela og Palestínumanna. Talsmaður Hamas sagði markmið mótmælanna að sýna Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að baráttu þeirra væri ekki lokið að samtökin myndu halda áframa að beina spjótum sínum að Ísrael þar til Palestínumenn hefðu náð undir sig öllu sínu landi, en þar átti hann bæði við Ísraelsríki og landnemabyggðir á Vesturbakkanum. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur sagt að vopnuð barátta herskárra hópa verði ekki liðin og Ísraelar hafa neitað að halda áfram friðarviðræðum þar til herskáir hópar Palestínumanna hafi verið afvopnaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×