Erlent

Vara við hugsanlegum fellibyl

Veðurfræðingar við Mexíkóflóa fylgjast nú með hitabeltislægð sem hugsanlega getur orðið að hitabeltisstormi síðar í dag og jafnvel að fellibyl á næstu dögum. Lægðin gæti breyst í hitabeltisstorminn Ritu í kvöld og fellibyl á þriðjudag þegar hún fer á milli Florida Keys eyjanna og Kúbu, eftir því sem Fellibyljastofnun Bandaríkjanna greinir frá. Fellibyljavakt er nú hefur nú verið skipulögð fyrir Florida Keys og norðurhluta Bahamaeyja, en ef lægðin breytist í hitabeltisstorm verður það sá sautjándi sem myndast á Atlantshafinu á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×