Erlent

Fyrstu þingkosingar í um 30 ár

Um tugur manna féll í átökum sem brutust út við kjörstaði í Afganistan í dag. Kosið var til þings í landinu í fyrsta skipti í um þrjá áratugi. Þetta er tímamótadagur í lífi Afgana sem í áratugi hafa búið við blóðug átök. Þrátt fyrir ítrekaðar hótanir talibana um að beita þá ofbeldi, sem ekki hunsuðu þingkosningarnar, sem eru fyrstu lýðræðislegu þingkosningarnar í landinu í um 30 ár, mættu margir á kjörstaði, en tólf og hálf milljón manna var á kjörskrá og voru kjörstaðir um sex þúsund. Gríðarleg öryggisgæsla var við kjörstaði, en tugþúsundir afganskra lögreglumanna og hersveita tryggðu að kosningarnar gengju eðlilega fyrir sig. Hamid Karzai forseti sagði á kjörstað að dagurinn væri sögulegur og gæti ráðið úrslitum um framtíð landsins og uppbyggingu þess. Hann sagði þjóðina nú kjósa fulltrúa sína á þing og ef svo færi að meirihluti þeirra væri andvígur honum þá væri það ákvörðun afgönsku þjóðarinnar. Reyndar vildi hann sjá gott og sterkt þing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×