Erlent Herinn má beita stórskotaliði Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið hernum heimild til þess að beita stórskotaliði til þess að stöðva eldflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza-svæðinu. Þess eru varla fordæmi að ríkisstjórn hafi gefið leyfi til þess að beita stórskotaliði nánast innan eigin landamæra. Erlent 25.9.2005 00:01 Hægriflokkar sigra í Póllandi Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Erlent 25.9.2005 00:01 Fólksfækkun í Rússlandi Fólki fækkar ört í Rússlandi á næstu árum og áratugum vegna snaraukinnar dánartíðni og stórlækkaðrar fæðingartíðni. Lundúnablaðið The Times greindi frá því um helgina að nú væru framkvæmdar fleiri fóstureyðingar í Rússlandi en börn fæðast í landinu. Erlent 25.9.2005 00:01 Fjögur verk eignuð Rembrandt Fjögur málverk, sem hingað til voru talin hafa verið máluð af börnum hollenska listmálarans Rembrandts, hafa nú verið eignuð honum sjálfum. Hið sanna kom í ljós þegar verið var að undirbúa sýningu með verkum Rembrandts í Amsterdam. Erlent 25.9.2005 00:01 ETA grunuð um bílsprengingu Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu. Erlent 25.9.2005 00:01 Engin tímatafla um brottflutning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi. Erlent 25.9.2005 00:01 Cheney heim úr skurðaðgerð Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, haltraði út af sjúkrahúsi í Washington í gær, daginn eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð þar sem æðagúlpar voru fjarlægðir úr hnésbótum hans. Erlent 25.9.2005 00:01 Sátt um smókinginn Samkynhneigður nemandi við miðskóla í Bandaríkjunum hefur fengið uppreisn æru sex mánuðum eftir að útskriftarmynd af henni var dregin út úr árbók skólans vegna þess að hún var íklædd smóking á myndinni Erlent 24.9.2005 00:01 Minna tjón en óttast hafði verið Fellibylurinn Ríta náði landi í morgun við fylkjamörk Texas og Louisiana. Þar fór hann yfir Galveston, Houston, Lake Charles og New Orleans. Þrátt fyrir ógnarkraft olli Ríta ekki jafn miklu tjóni og óttast hafði verið. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Houston í Texas. Erlent 24.9.2005 00:01 Sprengingar skekja Gaza Sprengingar skóku Gazaströndina í morgun. Ísraelski loftherinn varpaði sprengjum á svæði í norðurhluta Gaza og sagði talsmaður hersins að þetta væri gert til að stöðva palestínska árásarmenn sem hafa notað svæðið til að skjóta flugskeytum á Ísrael. Engin meiðsl á fólki hafa verið tilkynnt. Erlent 24.9.2005 00:01 Hefðum ekki getað sloppið betur Ólafur Árni Ásgeirsson ræðismaður Íslands í Houston segist vera alveg hissa hvað borgin slapp vel. Erlent 24.9.2005 00:01 Skárra en óttast var Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður segir að sem stendur sé ástandið heldur skárra en óttast hafi verið í Houston vegna fellibylsins Rítu. Verst sé ástandið líklega þar sem miðja fellibylsins fór yfir í morgun í kringum bæina Beaumont og Lake Charles en þaðan hafi nánast engar fréttir borist. Að minnsta kosti hálf milljón íbúa er rafmagnslaus. Erlent 24.9.2005 00:01 Tveir særðir eftir vegsprengju Tveir bandarískir hermenn særðust þegar sprengja í vegkanti sprakk í þann mund sem hersveit þeirra ók fram hjá henni í suðurhluta Afganistans í morgun. Skotbardagi upphófst í kjölfarið á milli hermanna og uppreisnarmanna sem endaði með því að þrír skæruliðar voru handsamaðir, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá. Erlent 24.9.2005 00:01 Afsögn ráðherra veldur ólgu Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þess að forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi krafðist þess á föstudag að bankastjóri Seðlabanka Ítalíu segði af sér. Erlent 24.9.2005 00:01 Ríta gengin á land Fellibylurinn Ríta gekk á land í Texas og Louisiana klukkan hálfátta í morgun að íslenskum tíma. Auga fellibylsins skall á suðvesturströnd Louisiana, rétt austan við borgina Sabine Pass í Texas. Vindhraðinn er tæpir tvö hundruð kílómetrar á klukkustund. Erlent 24.9.2005 00:01 Komu af stað skógareldum Skógareldar hafa geisað á Suður-Spáni frá því í fyrradag og brennt meira um 2600 hektara lands. Tveir ferðamenn á sextugsaldri, breskur karlmaður og frönsk kona, hafa viðurkennt að hafa orðið völd að bálinu óviljandi þegar þau ætluðu að orna sér við bálköst og senda merki um leið eftir að hafa týnst í skóglendinu. Erlent 24.9.2005 00:01 Afl Rítu komið niður í einn Afl fellibylsins Rítu hefur minnkað mjög og er nú aðeins einn á fellibyljakvarðanum en var kominn upp í fimm þegar mest var áður en hann náði ströndum Bandaríkjanna. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Erlent 24.9.2005 00:01 Tíu fótboltamenn hurfu Leikmenn fótboltaliða frá Zimbabwe „hurfu“ á ferð liðs þeirra til Bretlands. Talið er að mennirnir, sem eru tíu talsins, hafi ákveðið að stinga af með það í huga að gerast ólöglegir innflytjendur í Bretlandi og eiga þar með von um nýtt og betra líf. Erlent 24.9.2005 00:01 Tveir Palestínumenn drepnir á Gaza Að minnsta kosti tveir Palestínumenn létust þegar tvær bifreiðar með meðlimi Hamas-samtakanna innanborðs var sprengd í loft upp á Gaza í dag. Haft er eftir vitnum að ísraelskar herþotur hafi skotið á bifreiðarnar. Erlent 24.9.2005 00:01 Gömlum Kínverjum fjölgar Eldri borgarar í Kína eru nú um 130 milljónir og meira en tíu prósent íbúanna þar, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Kína Erlent 24.9.2005 00:01 Minna tjón en óttast var Fellibylurinn Rita gekk á land í Texas og Louisiana í gær. Tjón virtist ætla að verða minna en óttast var enda dró allhratt úr veðurhamnum. Mikil úrkoma olli þó flóðahættu, meðal annars í New Orleans. Rafmagnslaust varð hjá yfir milljón manns. Erlent 24.9.2005 00:01 Henti handsprengju að unglingum Þrír unglingspiltar létust og að minnsta kosti átta aðrir særðust þegar maður henti handsprengju að hópi unglinga á bæjarskemmtun á suðurhluta Filippseyja í dag. Lögregla segir að einn drengjanna hafi áður hent grjóti í manninn sem brást við fyrrnefndum afleiðingum. Erlent 24.9.2005 00:01 Írönum gefið lokatækifæri Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti í gær ályktun sem gæti leitt til þess að Íransstjórn verði stefnt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna meintra brota á alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Erlent 24.9.2005 00:01 Khodorkovskí-mál til Strassborgar Saksóknarar í Moskvu lýstu því yfir í gær að dómsmáli olíuviðskiptajöfursins Mikhaíl Khodorkovskí væri lokið. En lögmenn hans hétu því að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 23.9.2005 00:01 Hóta að sprengja olíuborpalla Það er ekki nóg með að fellibylurinn Rita valdi usla á olíumörkuðum því olíuframleiðsla í Nígeríu dróst enn saman í dag vegna hótana uppreisnarmanna um að sprengja olíuborpalla og -leiðslur í loft upp. Erlent 23.9.2005 00:01 Þrír Palestínumenn drepnir Ísraelskir hermenn skutu í nótt þrjá herskáa Palestínumenn til bana við Vesturbakkann. Að sögn vitna eltu ísraelskir herjeppar Palestínumennina, sem hófu skothríð á flótta sínum. Erlent 23.9.2005 00:01 Leggur 6000 heimili í rúst Búist er við að fellibylurinn Ríta muni leggja um 6000 þúsund heimili í rúst í Texas ríki þegar hún gengur þar á land og að borgin Port Arthur munu öll fara undir vatn, samkvæmt síðustu tíðindum frá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Erlent 23.9.2005 00:01 Bílsprengja sprakk í Bagdad Bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, núna í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort mannfall hafi orðið. Erlent 23.9.2005 00:01 Rita talin munu valda miklu tjóni Fellibylurinn Rita nálgaðist strönd Texas og Louisiana óðfluga í gær. Umferð var í hnút á helstu flóttaleiðunum. Jafnvel var óttast að margt fólk yrði enn fast þegar bylurinn skylli á, með vindhraða allt upp í 220 km/klst og hamslausri úrkomu. Miklu tjóni var spáð á olíuiðnaði í Texas. Í New Orleans voru flóðvarnargarðar farnir að gefa sig aftur. Erlent 23.9.2005 00:01 Roberts samþykktur í nefnd Nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær John Roberts sem nýjan forseta hæstaréttar Bandaríkjanna.Þrettán nefndarmanna greiddu Róberts atkvæði sitt, en fimm voru andsnúnir skipun hans. Erlent 23.9.2005 00:01 « ‹ ›
Herinn má beita stórskotaliði Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið hernum heimild til þess að beita stórskotaliði til þess að stöðva eldflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza-svæðinu. Þess eru varla fordæmi að ríkisstjórn hafi gefið leyfi til þess að beita stórskotaliði nánast innan eigin landamæra. Erlent 25.9.2005 00:01
Hægriflokkar sigra í Póllandi Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Erlent 25.9.2005 00:01
Fólksfækkun í Rússlandi Fólki fækkar ört í Rússlandi á næstu árum og áratugum vegna snaraukinnar dánartíðni og stórlækkaðrar fæðingartíðni. Lundúnablaðið The Times greindi frá því um helgina að nú væru framkvæmdar fleiri fóstureyðingar í Rússlandi en börn fæðast í landinu. Erlent 25.9.2005 00:01
Fjögur verk eignuð Rembrandt Fjögur málverk, sem hingað til voru talin hafa verið máluð af börnum hollenska listmálarans Rembrandts, hafa nú verið eignuð honum sjálfum. Hið sanna kom í ljós þegar verið var að undirbúa sýningu með verkum Rembrandts í Amsterdam. Erlent 25.9.2005 00:01
ETA grunuð um bílsprengingu Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu. Erlent 25.9.2005 00:01
Engin tímatafla um brottflutning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi. Erlent 25.9.2005 00:01
Cheney heim úr skurðaðgerð Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, haltraði út af sjúkrahúsi í Washington í gær, daginn eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð þar sem æðagúlpar voru fjarlægðir úr hnésbótum hans. Erlent 25.9.2005 00:01
Sátt um smókinginn Samkynhneigður nemandi við miðskóla í Bandaríkjunum hefur fengið uppreisn æru sex mánuðum eftir að útskriftarmynd af henni var dregin út úr árbók skólans vegna þess að hún var íklædd smóking á myndinni Erlent 24.9.2005 00:01
Minna tjón en óttast hafði verið Fellibylurinn Ríta náði landi í morgun við fylkjamörk Texas og Louisiana. Þar fór hann yfir Galveston, Houston, Lake Charles og New Orleans. Þrátt fyrir ógnarkraft olli Ríta ekki jafn miklu tjóni og óttast hafði verið. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Houston í Texas. Erlent 24.9.2005 00:01
Sprengingar skekja Gaza Sprengingar skóku Gazaströndina í morgun. Ísraelski loftherinn varpaði sprengjum á svæði í norðurhluta Gaza og sagði talsmaður hersins að þetta væri gert til að stöðva palestínska árásarmenn sem hafa notað svæðið til að skjóta flugskeytum á Ísrael. Engin meiðsl á fólki hafa verið tilkynnt. Erlent 24.9.2005 00:01
Hefðum ekki getað sloppið betur Ólafur Árni Ásgeirsson ræðismaður Íslands í Houston segist vera alveg hissa hvað borgin slapp vel. Erlent 24.9.2005 00:01
Skárra en óttast var Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður segir að sem stendur sé ástandið heldur skárra en óttast hafi verið í Houston vegna fellibylsins Rítu. Verst sé ástandið líklega þar sem miðja fellibylsins fór yfir í morgun í kringum bæina Beaumont og Lake Charles en þaðan hafi nánast engar fréttir borist. Að minnsta kosti hálf milljón íbúa er rafmagnslaus. Erlent 24.9.2005 00:01
Tveir særðir eftir vegsprengju Tveir bandarískir hermenn særðust þegar sprengja í vegkanti sprakk í þann mund sem hersveit þeirra ók fram hjá henni í suðurhluta Afganistans í morgun. Skotbardagi upphófst í kjölfarið á milli hermanna og uppreisnarmanna sem endaði með því að þrír skæruliðar voru handsamaðir, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá. Erlent 24.9.2005 00:01
Afsögn ráðherra veldur ólgu Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þess að forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi krafðist þess á föstudag að bankastjóri Seðlabanka Ítalíu segði af sér. Erlent 24.9.2005 00:01
Ríta gengin á land Fellibylurinn Ríta gekk á land í Texas og Louisiana klukkan hálfátta í morgun að íslenskum tíma. Auga fellibylsins skall á suðvesturströnd Louisiana, rétt austan við borgina Sabine Pass í Texas. Vindhraðinn er tæpir tvö hundruð kílómetrar á klukkustund. Erlent 24.9.2005 00:01
Komu af stað skógareldum Skógareldar hafa geisað á Suður-Spáni frá því í fyrradag og brennt meira um 2600 hektara lands. Tveir ferðamenn á sextugsaldri, breskur karlmaður og frönsk kona, hafa viðurkennt að hafa orðið völd að bálinu óviljandi þegar þau ætluðu að orna sér við bálköst og senda merki um leið eftir að hafa týnst í skóglendinu. Erlent 24.9.2005 00:01
Afl Rítu komið niður í einn Afl fellibylsins Rítu hefur minnkað mjög og er nú aðeins einn á fellibyljakvarðanum en var kominn upp í fimm þegar mest var áður en hann náði ströndum Bandaríkjanna. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Erlent 24.9.2005 00:01
Tíu fótboltamenn hurfu Leikmenn fótboltaliða frá Zimbabwe „hurfu“ á ferð liðs þeirra til Bretlands. Talið er að mennirnir, sem eru tíu talsins, hafi ákveðið að stinga af með það í huga að gerast ólöglegir innflytjendur í Bretlandi og eiga þar með von um nýtt og betra líf. Erlent 24.9.2005 00:01
Tveir Palestínumenn drepnir á Gaza Að minnsta kosti tveir Palestínumenn létust þegar tvær bifreiðar með meðlimi Hamas-samtakanna innanborðs var sprengd í loft upp á Gaza í dag. Haft er eftir vitnum að ísraelskar herþotur hafi skotið á bifreiðarnar. Erlent 24.9.2005 00:01
Gömlum Kínverjum fjölgar Eldri borgarar í Kína eru nú um 130 milljónir og meira en tíu prósent íbúanna þar, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Kína Erlent 24.9.2005 00:01
Minna tjón en óttast var Fellibylurinn Rita gekk á land í Texas og Louisiana í gær. Tjón virtist ætla að verða minna en óttast var enda dró allhratt úr veðurhamnum. Mikil úrkoma olli þó flóðahættu, meðal annars í New Orleans. Rafmagnslaust varð hjá yfir milljón manns. Erlent 24.9.2005 00:01
Henti handsprengju að unglingum Þrír unglingspiltar létust og að minnsta kosti átta aðrir særðust þegar maður henti handsprengju að hópi unglinga á bæjarskemmtun á suðurhluta Filippseyja í dag. Lögregla segir að einn drengjanna hafi áður hent grjóti í manninn sem brást við fyrrnefndum afleiðingum. Erlent 24.9.2005 00:01
Írönum gefið lokatækifæri Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti í gær ályktun sem gæti leitt til þess að Íransstjórn verði stefnt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna meintra brota á alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Erlent 24.9.2005 00:01
Khodorkovskí-mál til Strassborgar Saksóknarar í Moskvu lýstu því yfir í gær að dómsmáli olíuviðskiptajöfursins Mikhaíl Khodorkovskí væri lokið. En lögmenn hans hétu því að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 23.9.2005 00:01
Hóta að sprengja olíuborpalla Það er ekki nóg með að fellibylurinn Rita valdi usla á olíumörkuðum því olíuframleiðsla í Nígeríu dróst enn saman í dag vegna hótana uppreisnarmanna um að sprengja olíuborpalla og -leiðslur í loft upp. Erlent 23.9.2005 00:01
Þrír Palestínumenn drepnir Ísraelskir hermenn skutu í nótt þrjá herskáa Palestínumenn til bana við Vesturbakkann. Að sögn vitna eltu ísraelskir herjeppar Palestínumennina, sem hófu skothríð á flótta sínum. Erlent 23.9.2005 00:01
Leggur 6000 heimili í rúst Búist er við að fellibylurinn Ríta muni leggja um 6000 þúsund heimili í rúst í Texas ríki þegar hún gengur þar á land og að borgin Port Arthur munu öll fara undir vatn, samkvæmt síðustu tíðindum frá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Erlent 23.9.2005 00:01
Bílsprengja sprakk í Bagdad Bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, núna í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort mannfall hafi orðið. Erlent 23.9.2005 00:01
Rita talin munu valda miklu tjóni Fellibylurinn Rita nálgaðist strönd Texas og Louisiana óðfluga í gær. Umferð var í hnút á helstu flóttaleiðunum. Jafnvel var óttast að margt fólk yrði enn fast þegar bylurinn skylli á, með vindhraða allt upp í 220 km/klst og hamslausri úrkomu. Miklu tjóni var spáð á olíuiðnaði í Texas. Í New Orleans voru flóðvarnargarðar farnir að gefa sig aftur. Erlent 23.9.2005 00:01
Roberts samþykktur í nefnd Nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær John Roberts sem nýjan forseta hæstaréttar Bandaríkjanna.Þrettán nefndarmanna greiddu Róberts atkvæði sitt, en fimm voru andsnúnir skipun hans. Erlent 23.9.2005 00:01