Erlent

Cheney heim úr skurðaðgerð

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, haltraði út af sjúkrahúsi í Washington í gær, daginn eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð þar sem æðagúlpar voru fjarlægðir úr hnésbótum hans. Í embættistíð sinni hefur Cheney einnig gengist undir hjartaaðgerð. Að sögn talsmanns Cheneys, Steve Schmidt, er líðan varaforsetans góð en hann hyggst vinna heima fyrst um sinn eftir aðgerðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×