Erlent

Kosningum verður ekki flýtt

Flokkur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, Likud-flokkurinn, hefur hafnað tillögu um að formaðurinn efni til formannskosninga í nóvember en Sharon hefði þurft að keppa við Benjamin Netanyahu, sem hefur beitt sér fyrir því að formannskosningunum, sem eiga að fara fram í apríl, verði flýtt.

Erlent

Slagnum slegið á frest

Enda þótt Ariel Sharon hafi unnið áfangasigur í atkvæðagreiðslu í miðstjórn Likud-bandalagsins í fyrrakvöld þýðir niðurstaðan að óvissan um forystuna í næstu þingkosningum heldur áfram.

Erlent

Mubarak sver embættiseið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í morgun embættiseið í fimmta sinn. Mubarak, sem er sjötíu og sjö ára, hefur verið forseti síðan 1981 og verður forseti til ársins 2011 sitji hann út kjörtímabilið.

Erlent

Innanríkisráðherra segir af sér

Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, hefur sagt af sér embætti, en það gerði hann í útvarpsviðtali í dag. Jalali, sem er fyrrverandi blaðamaður, sneri aftur til Afganistans árið 2002 eftir fall talibanastjórnarinnar. Hann hafði verið í útlegð í Bandaríkjunum í áratugi og var einn virtasti ráðherrann í ríkisstjórn Afganistans.

Erlent

Hægri hönd al-Zarqawi skotinn

Lík 22 manna fundust sundurskotin í borginni Kut í Írak í gær. Þá var skýrt frá því að bandarískar og íraskar hersveitir hefðu fellt næstráðanda al-Kaída í Írak um helgina.

Erlent

Efast um að IRA hafi afvopnast

Þrátt fyrir að staðfest hafi verið að Írski lýðveldisherinn, helstu samtök herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, hafi eytt öllum vopnum sínum segist Ian Paisley, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, ekki sannfærður um að búið sé að eyða öllum vopnum samtakanna.

Erlent

Snarpur skjálfti í Perú

Jarðskjálfti upp á 7,5 á richter skók þorp í norðurhluta Perú í gær með þeim afleiðingum að einn lést og að minnsta kosti eitt hundrað heimili eyðilögðust. Skjálftinn fannst víða á landinu og jafnvel í Bogota, höfuðborg landsins, sem er í 1200 kílómetra fjarlægð frá jarðskjálftasvæðinu. Þetta er sterkasti skjálfti í Perú síðan árið 2001 þegar skjálfti upp á 8,1 á Richter reið yfir með þeim afleiðingum að 75 manns týndu lífi.

Erlent

Deilt um Atlantshafsbandalagið

Vera má að Noregur verði fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sem dregur sig úr aðgerðum þess á meðan þær standa ennþá yfir.

Erlent

22 lík finnast í Írak

Tuttugu og tvö lík fundust nærri bænum Kut, suðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Öll líkin voru bundin á höndum, með plastpoka yfir höfuðið og með skotsár. Lögregla segir að fórnarlömbin hafi líklega verið tekin af lífi fyrir nokkrum dögum en bæði virðist vera um að ræða almenna borgara og lögreglumenn.

Erlent

Fá að snúa aftur til New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, hefur leyft íbúum borgarinnar að snúa aftur til síns heima í kjölfar þess að litlar skemmdir urðu af völdum fellibylsins Rítu, sem fór yfir Texas og Louisiana á laugardag. Á næstu tíu dögum er því búist við að um 180 þúsund manns snúi aftur en yfir hálf milljón manna yfirgaf borgina fyrir fjórum vikum.

Erlent

Breskir hermenn féllu á lyfjaprófi

Tuttugu og fimm hermenn úr tveimur hópum í breska hernum eiga nú yfir höfði sér brottvísun úr hernum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi á dögunum. Frá þessu greindi breska varnamálaráðuneytið í dag. Annar hópurinn hafði m.a. starfað í Írak en hinn á Norður-Írlandi en þeir hafa báðir haft aðsetur á Englandi að undanförnu.

Erlent

Hundruð þúsunda án rafmagns

Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta reið yfir Louisiana-ríki á laugardag en enn sem komið er hafa hvorki borist fregnir af því að fólk hafi slasast eða látist í hamförunum. Töluverð flóð urðu í suðurhluta ríkisins í kjölfar fellibylsins, einna mest í bænum Erath þar sem heilu hverfin hurfu undir vatn.

Erlent

Vopnum IRA hafi verið eytt

Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu tilkynna í dag að vopnum Írska lýðveldishersins hafi verið eytt. Mun þetta verða tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn verður í Belfast. Um mikilvægan áfanga í friðarferlinu á Norður-Írlandi er að ræða en tregða IRA, helstu samtaka herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, til að afvopnast hefur verið helsta vandamálið í friðarferlinu á Norður-Írlandi.

Erlent

Merkel vill leiða viðræður

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar.

Erlent

Tugþúsundir lyfjaskammta sendir

Ástralar munu gefa Indónesum 50 þúsund skammta af lyfinu Tamilflu til þess að hjálpa þeim að berjast við fuglaflensu sem þegar hefur dregið sex manns til dauða í Indónesíu.

Erlent

Aðild að alþjóðastofnunum í hættu

Aðild Póllands að Evrópuráðinu er í hættu ef íhaldssamir sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga þar í landi ákveða að taka upp dauðarefsingu að nýju. Bæði Jaroslav Kaczynski, leiðtogi flokks Laga og réttlætis, og bróðir hans Lech Kaczynski forsetaframbjóðandi hafa mælt fyrir því að dauðarefsingar skuli teknar upp sem meðal til þess að berjast gegn glæpum og spillingu.

Erlent

Enn einn látinn úr fuglaflensu

Indónesísk kona lést í morgun af völdum fuglaflensu á sjúkrahúsi í Djakarta, en hún er fimmta manneskjan sem deyr af völdum veikinnar í landinu á skömmum tíma. Þá leikur grunur á að fimm ára stúlka, sem lést í síðustu viku, hafi einnig verið með flensuna en það hefur ekki verið staðfest með rannsóknum. Auk þess eru 17 á sjúkrahúsi grunaðir um að hafa smitast af veikinni.

Erlent

Árás við olíumálaráðuneyti Íraks

Að minnsta kosti sjö manns féllu og um 30 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við olíumálaráðuneyti Íraks í morgun. Maður keyrði bíl sínum inn í strætisvagn með fyrrgreindum afleiðingum en í vagninum voru aðallega starfsmenn ráðuneytisins á leið til vinnu sinnar. Talið er að al-Qaida hafi verið að verki en samtökin lýstu í gær ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Bagdad sem varð að minnsta kosti níu manns að bana.

Erlent

Lynndie England sek um misnotkun

Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra.

Erlent

Fellibylur veldur usla við Kína

Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína.

Erlent

Aron Pálmi handtekinn í nótt

Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas.

Erlent

Skutu eldflaugum á Gasaborg

Ísraelskar hersveitir skutu tveimur eldflaugum á Gasaborg í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í allri austanverðri borginni. Eldflaugarnar lentu á verksmiðjubyggingu þar sem Ísraelar segja að fari fram vopnaframleiðsla en Palestínumenn segja það ekki vera rétt. Enginn særðist í árásinni.

Erlent

Fékk 27 ára fangelsi

Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag meintan leiðtoga Al-Qaida á Spáni í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum.

Erlent

Hámaði í sig veiðihníf

Jon-Paul Carew, dýralækni í bænum Plantation í Flórída, brá heldur betur í brún þegar hann skoðaði röntgenmyndir af St. Bernhardshvolpinum Elsie. Í ljós kom að í maga hennar var rúmlega 33 sentimetra langur veiðihnífur með hvössum oddi og sagarblaði.

Erlent

Merkel vill leiða viðræðurnar

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar.

Erlent

Verður ekki kærður fyrir neitt

Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson í nótt, að íslenskum tíma, þar sem hann var í neyðarskýli Rauða krossins. Aron Pálmi segir lögreglumenn hafa beðið sig um að koma út fyrir neyðarskýlið og sagt honum þar að hann mætti ekki dvelja í skýlinu. Eftir það hafi hann verið fluttur í fangelsi og verið sagt að hann mætti ekki yfirgefa það þó hann yrði ekki kærður fyrir neitt.

Erlent

Sigur fyrir Sharon

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, náði naumum sigri í gærkvöldi þegar kosið var um tillögu andstæðinga hans innan Líkúd-bandalagsins um að flýta aðalfundi og þar með formannskosningu.

Erlent

Hefði frekar haldið sig heima

Aron Pálmi Ágústsson segir að hann hefði frekar haldið sig heima þegar fellibylurinn Ríta reið yfir en að fara burt með Rauða krossinum hefði hann búist við að verða handtekinn.

Erlent

Olíuverð lækkar á heimsmarkaði

Hráolíuverð fer nú lækkandi á heimsmarkaði eftir að ljóst er að fellibylurinn Ríta olli mun minna tjóni á olíumannvirkjum i Texas en óttast var. Nokkrar olíuhreinsistöðvar í Texas eru þó enn óvirkar vegna rafmagnsleysis en þær geta hafið framleiðslu um leið og rafmagn kemst aftur á. Bandarísk stjórnvöld ætla að setja eitthvað af varabirgðum sínum á almennan markað á meðan.

Erlent

Afvopnun Norður-Írlands staðreynd

Mikilvægum áfanga í átt til endanlegs friðar á Norður-Írlandi var náð í gær þegar óháð vopnaeftirlitsnefnd lýsti því yfir að Írski lýðveldisherinn hefði afvopnast að fullu. Mótmælendur hafa þó efasemdir um afvopnunina.

Erlent