Erlent

Hundruð þúsunda án rafmagns

Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta reið yfir Louisiana-ríki á laugardag en enn sem komið er hafa hvorki borist fregnir af því að fólk hafi slasast eða látist í hamförunum. Töluverð flóð urðu í suðurhluta ríkisins í kjölfar fellibylsins, einna mest í bænum Erath þar sem heilu hverfin hurfu undir vatn. Skemmdir og manntjón af völdum Rítu í Louisiana er þó mun minna en eftir yfirreið fellibylsins Katrínar fyrir fjórum vikum, en að minnsta kosti 800 hafa fundist látnir eftir yfirreið hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×