Erlent

Aron Pálmi handtekinn í nótt

Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas. Hann fær að hafa farsíma og persónulega muni sína í klefanum og hefur verið sagt að hann verði fluttur í annað fangelsi á morgun. Lögreglumennirnir gáfu þá einu skýringu að hann væri hættulegur umhverfi sínu og því vildu þeir ekki að hann væri meðal almennings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×