Erlent

Fimm hjálparstarfsmenn skotnir

Talibanar skutu fimm afganska hjálparstarfsmenn til bana í suðurhluta Kandaharhéraðs í morgun. Hjálparstarfsmennirnir, tveir læknar, tvær hjúkrunarkonur og ökumaður þeirra, voru á leið frá þorpi þar sem þeir höfðu sinnt hjálparstarfi þegar ráðist var á þá.>

Erlent

Kínverjar á sporbraut

Geimflaug með tvo kínverska geimfara innanborðs var skotið á loft frá herstöð í Norðvestur-Kína í fyrrinótt. Þetta er í annað sinn í sögunni sem geimferðaáætlun Kínverja skilar mönnuðu fari út í geim. Fyrsta slíka geimskotið átti sér stað fyrir tveimur árum. >

Erlent

Efnahagsumbætur lykilatriði

Viðræður um myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokka Þýskalands munu fara út um þúfur takist ekki að samkomulag um víðtækar efnahagsumbætur. Þetta sagði samherji Angelu Merkel, leiðtoga kristilegra demókrata og væntanlegs kanslara, í gær. Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, staðfesti að hann yrði ekki í nýju ríkisstjórninni. >

Erlent

Þrjátíu létust í sprengjuárás

Í það minnsta 30 manns létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás við nýliðaskráningu hersins í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks, 35 að særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðssprengjuárásin í borginni á tveim dögum þrátt fyrir fullyrðingar íraskra og bandaríska yfirvalda í síðasta mánuði um að þau hefðu upprætt sveitir vígamanna í borginni. >

Erlent

Sagður hafa stytt sér aldur

Ghazi Kanaan, innanríkisráðherra Sýrlands og yfirmaður leyniþjónustu landsins í Líbanon, fannst látinn á skrifstofu sinni í gær, að sögn sýrlenskra stjórnvalda. Tvær vikur eru þangað til skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, liggur fyrir og því leikur grunur á að valdamenn í Damaskus hafi látið ráða hann af dögum til að forða sjálfum sér frá alþjóðlegum refsiaðgerðum. >

Erlent

Stjórnaskrá Íraks tekin fyrir

Írakska þingið kemur saman í Bagdad í dag til að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, eftir að einn helsti stjórnmálaflokkur landsins, flokkur Súnní-Araba ákvað að hvetja stuðningsmenn sína til að samþykkja stjórnarskrána. >

Erlent

Thatcher áttræð

Haldið verður upp á áttræðisafmæli Margaret Thatcher með miklu hófi í Lundúnum í dag. Á gestalistanum eru 680 manns, þar á meðal Elísabet Englandsdrottning og Tony Blair forsætisráðherra. >

Erlent

Brutust inn í fangelsi

Um fjögur hundruð aðstandendur þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum í Bali árið 2002 brutust í morgun inn í fangelsi til að krefjast aftöku þriggja manna sem fundnir voru sekir um hryðjuverkin. Mennirnir hafa verið dæmdir til dauða en fólkið er ósátt við að mennirnir hafi ekki þegar verið teknir af lífi.>

Erlent

Engin fuglaflensa í Rúmeníu

Engin merki um fuglaflensu hafa fundist í Rúmeníu samkvæmt sérfræðingum á vegum Evrópusambandsins. Er því ekki talin ástæða til að banna útflutning á fuglakjöti þaðan. >

Erlent

Ætla að sniðganga þingkosningar

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve hefur boðað að flokkur hans muni sniðganga þingkosningar þar í landi sem halda á í næsta mánuði. >

Erlent

Schröder tvístígandi

Gerard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf það í skyn á fundi sem haldinn var í gær að hann myndi kannski ekki verða með í ríkisstjórn sem leidd verður áfram af Angelu Merkel formanni Kristilegra. Schröder hefur samþykkt að láta embættið af hendi til Merkel. >

Erlent

Sjö og hálft tonn haldlögð

Kólumbíski sjóherinn lagði í gær hald á sjö og hálft tonn af kókaíni sem talið er hafa verið í eigu uppreisnarmanna í landinu. Talið er að andvirði efnisins sé um 188 milljónir dollara, eða um 11,5 milljarðar íslenskra króna. Yfirvöld í Kólumbíu hafa lagt hald á um 90 tonn af kókaíni það sem af er ári en hvergi í heiminum er framleitt jafn mikið magn af kókaíni og í Kólumbíu.>

Erlent

Hét Pakistönum langtímaaðstoð

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét Pakistönum langtímaaðstoð vegna jarðskjálftans á laugardag sem kostaði tugþúsundir lífið, en Rice kom til Islamabad í dag. Hjálparstarf gengur erfiðlega á skjálftasvæðinu. >

Erlent

Skortur á vinnuafli í New Orleans

Skortur er á vinnuafli á veitingastöðum í New Orleans og eru skilti í glugga á nánast hverjum einasta veitingastað í borginni þar sem stendur á hjálp óskast. Stjórnendur veitingastaðanna hafa neyðst til að bera  matinn fram á plastdiskum og drykkina sömuleiðis í plastglösum þar sem enginn er á staðnum til að þvo upp. >

Erlent

Hjálparstarf reynist erfitt

Hjálparsveitum hefur reynst erfitt að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til bágstaddra á hamfarasvæðum í Pakistan eftir jarðskjálftan sem reið þar yfir á laugardag. >

Erlent

Sprengt við sendiráð BNA í Kabúl

Tveir særðust þegar sprengja sprakk við bandaríska sendiráðið í Kabúl, höfuðborg Afghanistan í morgun. Enginn hópur hefur lýst verknaðinum á hendur. Árásum hefur fjölgað mikið í borginni að undanförnu en yfir 1400 manns hafa fallið vegna þeirra á síðustu sex mánuðum.>

Erlent

Græðgi ógnar fótboltanum

Forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins segir græðgina í fótboltanum vera farna að ógna leiknum sjálfum. Launagreiðslur leikmanna séu orðnar óeðlilega háar og fótboltann orðinn aukaatriði. Eigendur knattspyrnufélaganna hugsi aðeins um peninga og líti ekki á fótbotann sem íþrótt heldur viðskipti og það eingöngu.>

Erlent

Fuglaflensa greinist í Kólumbíu

Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Hryllilegt ástand í Pakistan

Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi á hamfarasvæðunum í Suður-Asíu. Þegar björgunarmenn og hjálpargögn tóku loksins að berast þangað fór að rigna, og nú er það vatnsflaumur sem hamlar björgunarstarfinu.

Erlent

Ný tilskipun um neytendalán

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja tillögu að tilskipun um neytendalán. Evrópusamtök neytenda telja meðal annars að með nýju tillögunni séu ekki settar strangar reglur um ýmis atriði eins og yfirdráttarlán og kreditkort þrátt fyrir að þörf sé á reglum á þessum sviðum.

Erlent

Búist við dauðadómi

Í dag hófust á Balí réttarhöld yfir níu Áströlum sem ákærðir eru fyrir stórfengleg á heróíni. Afbrot þeirra eru litin alvarlegum augum og magnið sem haldlagt var í apríl síðastliðnum, rúm átta kíló, þykir svo mikið að jafnvel er búist við dauðadómi.

Erlent

Stefna ráðherra vegna Íraksstríðs

24 Danir hafa stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári.

Erlent

Vandræði Merkel strax hafin

Angela Merkel er ekki einu sinni orðin kanslari - formlega séð - en vandræðin eru strax byrjuð. Verðandi samstarfsflokkurinn, jafnaðarmannaflokkurinn, grefur undir henni og systurflokkurinn í Bæjaralandi, undir leiðsögn Edmunds Stoiber, gerir slíkt hið sama.

Erlent

Mikið manntjón í Mið-Ameríku

Tæplega 800 manns hafa fundist látnir af völdum náttúruhamfara í kjölfar stormsins Stans í Mið-Ameríku og Mexíkó. Verst er ástandið í Gvatemala, en þar hafa 652 fundist látnir og er óttast að sú tala muni hækka mikið á næstunni. Björgunarsveitir frá Spáni og Gvatemala vinna að björgunarstörfum en eru vonlitlar um að finna fleira fólk á lífi því fimm dagar eru síðan aurskriður féllu frá San Lucas eldfjallinu á bæi í grend við fjallið.

Erlent

Hjólreiðar auki líkur á geturleysi

Karlmenn sem stunda miklar hjólreiðar geta átt getuleysi á hættu allt upp í þrjá mánuði og jafnvel lengur. Þetta hafa nokkrar rannsóknir sýnt. Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp.

Erlent

Réttað í Haag í Vukovar-máli

Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í máli þriggja fyrrverandi foringja úr júgóslavneska hernum, sem ákærðir eru fyrir vísvitandi fjöldamorð á að minnsta kosti 264 flóttamönnum, sjúklingum og starfsfólki á sjúkrahúsi í bænum Vukovar í Króatíu árið 1991.

Erlent

Sprengt í aðdraganda stjórnarskrár

Um þrjátíu fórust í sprengjuárásum í Írak í dag, aðeins fjórum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá þar. Stjórnarskráin átti að marka nýtt upphaf fyrir Írak, en gæti haft þveröfug áhrif.

Erlent

Saddam hefur kosningarétt

Rósturnar í Írak stigmagnast eftir því sem nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrög landsins en hátt í fimmtíu manns létust í hryðjuverkaárásum í gær. Íraskir embættismenn hafa greint frá því að Saddam Hussein geti neytt atkvæðisréttar síns á laugardaginn.

Erlent

Kanslaravald Merkel skert

Angela Merkel mun þurfa að sætta sig við hömlur á valdi sínu sem kanslari í samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Þetta sögðu forystumenn úr báðum flokkum í gær, daginn eftir að kunngjört var að Merkel yrði kanslari í slíkri samsteypustjórn ef samningar  um málefnasamning.

Erlent