Erlent

Brutust inn í fangelsi

Um fjögur hundruð aðstandendur þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum í Bali árið 2002 brutust í morgun inn í fangelsi til að krefjast aftöku þriggja manna sem fundnir voru sekir um hryðjuverkin. Mennirnir hafa verið dæmdir til dauða en fólkið er ósátt við að mennirnir hafi ekki þegar verið teknir af lífi. Hafi fólkið ætlað sér að ráða mennina af dögum fór sú tilraun fyrir lítið því þeir voru fluttir í annað fangelsi í gær eftir að fréttir bárust að til átaka kynni að koma. Tvöhundruð og tveir létust í hryðjuverkaárásinni fyrir þremur árum. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×