Erlent

Stjórnaskrá Íraks tekin fyrir

Írakska þingið kemur saman í Bagdad í dag til að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, eftir að einn helsti stjórnmálaflokkur landsins, flokkur Súnní-Araba ákvað að hvetja stuðningsmenn sína til að samþykkja stjórnarskrána.Í yfirlýsingu frá flokki Súnní-Araba er fólk hvatt til að greiða nýrri stjórnarskrá landsins atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fer á laugardag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að leiðtogar Shíta og Kúrda samþykktu tilslakanir, sem opna fyrir þann möguleika að breyta stjórnarskránni. Margir Súnnítar eru þó enn andvígir stjórnarskránni í núverandi mynd, þar sem þeir óttast að hún leiði til þess að Írak verði skipt upp og að olíulindirnar verði þá undir stjórn Shíta og Kúrda. Írakska þingið kemur saman síðdegis í dag og tekur þá afstöðu til og greiðir atkvæði um stjórnarskrárbreytingarnar. Tvo þriðju hluta þingsins þarf til að samþykkja breytingarnar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×