Erlent

Schröder tvístígandi

Gerard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf það í skyn á fundi sem haldinn var í gær að hann myndi kannski ekki verða með í ríkisstjórn sem leidd verður áfram af Angelu Merkel formanni Kristilegra. Schröder hefur samþykkt að láta embættið af hendi til Merkel. En hann sagði jafnframt að hann vilji taka þátt í ríkisstjórn sem muni gera vel og hafa stjórnmálaskýrendur margir hverjir túlkað orð Schröders á þann veg að hann haldi að Merkel muni ekki gera það. Stóru flokkarnir funda nú stíft um það hvernig best sé að haga málum en Merkel segir að þeim viðræðum verði að vera lokið fyrir 12. nóvember. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×