Erlent

Hjólreiðar auki líkur á geturleysi

Karlmenn sem stunda miklar hjólreiðar geta átt getuleysi á hættu allt upp í þrjá mánuði og jafnvel lengur. Þetta hafa nokkrar rannsóknir sýnt. Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp. Þetta getur líka komið fyrir hjá óvönum hjólreiðamönnum en það er þá vegna þess að hnakkurinn er of harður. Norsk rannsókn sýnir að ríflega tíu prósent keppnismanna hefur átt við getuleysi að stríða eftir hjólreiðakeppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×