Erlent

Stefna ráðherra vegna Íraksstríðs

MYND/Reuters
24 Danir hafa stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. Eftir því sem kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken eru helstu rök ákærendanna þau að með breytingum á stjórnarskrá Danmerkur árið 1953 hafi ákvarðanir um árás á annað ríki verið færðar til Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýði að mati hópsins að ekki megi beita valdi gegn annarri þjóð nema það sé í sjálfsvörn eða ef ákvörðun hafi verið tekin um það í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en slíkt var ekki gert í tilfelli Íraksstríðssins. Kærendurnir benda á að Danmörku hafi ekki stafað ógn af Írökum og þá hafi fullyrðingar um kjarnorkuvopnaeign Íraka verið algjörlega rangar. Danska þingið samþykkti 21. mars 2003 aðild Danmerkur að innrásinni í Írak en ríkisstjórnin og þá sérstaklega Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra voru harðlega gagnrýnd fyrir þá ákvörðun. Ákærendurnir 24 leggja í dag fram stefnu í málinu fyrir Eystri landsrétti í dag og í kjölfarið tekur dómurinn afstöðu til þess hvort grundvöllur sé fyrir því að taka málið fyrir. Politiken hefur eftir Henning Koch, prófessor í ríkisrétti við Kaupmannahafnarháskóla, að stríðið í Írak hafi verið ólöglegt eb gubs vegar sé ekki víst að dómstólar séu réttu aðilarnir til að taka á málinu þar sem utanríkismáls snúist ekki aðeins um lögfræðileg atriði heldur einnig völd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×