Erlent

Sjö og hálft tonn haldlögð

Kólumbíski sjóherinn lagði í gær hald á sjö og hálft tonn af kókaíni sem talið er hafa verið í eigu uppreisnarmanna í landinu. Talið er að andvirði efnisins sé um 188 milljónir dollara, eða um 11,5 milljarðar íslenskra króna. Yfirvöld í Kólumbíu hafa lagt hald á um 90 tonn af kókaíni það sem af er ári en hvergi í heiminum er framleitt jafn mikið magn af kókaíni og í Kólumbíu.>



Fleiri fréttir

Sjá meira


×