Erlent

Dóu þegar hús hrundi í Barcelona

Fimm fórust þegar þriggja hæða fjölbýlishús í Barcelona á Spáni hrundi til grunna í nótt. Það voru einkum innflytjendur frá Norður-Afríku sem bjuggu í húsinu sem var byggt á átjándu öld. Ekki er vitað um ástæður þess að byggingin hrundi en björgunarsveitir eru enn á vettvangi.

Erlent

Mannskætt rútuslys í Bangladess

Að minnsta kosti 18 létust og 25 slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti í fljóti í norðurhluta Bangladess í dag. Fimmtí farþegar voru í rútunni þegar hún steyptis í ána. Ekki er ljóst hvers vegna rútan fór út af veginum.

Erlent

Fimmtán milljónir á kjörskrá

Fimmtán milljónir Íraka hafa í dag tækifæri til að kjósa um stjórnarskrá landsins. Kosningaþátttaka er sögð góð þrátt fyrir árásir og hótanir uppreisnar- og hryðjuverkamanna.

Erlent

Margir búa undir berum himni

Staðfest hefur verið að ekki færri en 38 þúsund týndu lífi í jarðskjálftanum í Kasmír fyrir viku. Talið er að allt að tvær og hálf milljón hafi misst heimili sín og hafist við undir berum himni í nýstingskulda.

Erlent

Börnin í Kasmír í stórhættu

Börnin sem lifðu af jarðskjálftann í Kasmír eru í stórhættu að mati sérfræðinga hjálparstofnana. Þeir segja vosbúð, vannæringu, kulda og hugsanlegar farsóttir stefna lífi barnanna í hættu.

Erlent

Telja 10 milljónir hafa kosið

Kjörstjórn í Írak telur að um tíu milljónir manna hafi kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórrnarskrá landsins í dag en það eru um tveir þriðju hluta manna sem voru á kjörskrá. Endaleg kjörsókn liggur ekki fyrir en Reuters-fréttastofan hefur eftir einum kjörstjórnarmanna, Farid Ayar, að hann hafi vonast eftir um 11 milljónum á kjörstað en líklega náist sú tala ekki, m.a. vegna þess að föstumánuðurinn Ramadan stendur yfir.

Erlent

Óttast gervihnattamyndir

Abdul Kalam Indlandsforseti hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna gervihnattamyndum Google leitarvélarinnar. Kalam segist óttast að þær geti auðveldað hryðjuverkamönnum illvirki sín, en þeir geti með þessum hætti fengið loftmyndir af svæðum sem þeir ætli sér að ráðast á.

Erlent

Árásir settu mark sitt á daginn

Milljónir Íraka greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins í dag í kosningum sem fóru nánast fram með friði og spekt. Árásir og byssubardagar settu að vísu mark sitt á daginn, en yfirvöld eru mjög ánægð með framganginn.

Erlent

Meginvörnin dugar skammt

Flensulyfið Tamiflú, meginvörnin gegn fuglaflensu, virðist ekki duga nema að litlu leyti. Mannskæð fuglaflensa hefur nú greinst í Rúmeníu og í gær var staðfest að hún hefði greinst í Tyrklandi.

Erlent

Handteknir vegna vopnasmygls

Afganska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið átta manns grunaða um vopnasmygl í höfuðborginni Kabúl í vikunni. Meðal hinna handteknu eru breskir og bandarískir ríkisborgarar, en fólkið var allt handtekið í áhlaupi lögreglu á gistihúsi í borginni. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildarmönnum innan afgönsku lögreglunnar að hinir meintu smyglarar hefðu falsað skjöl um að þeir störfuðu að friðargæslu í landinu.

Erlent

Syrgðu látna í Naltsjík

Íbúar í borginni Naltsjík í Norður-Kákasus í Rússlandi syrgðu í dag þá sem létust í áras tsjestjenskra uppreisnarmanna á lögreglu og opinberar byggingar á fimmtudag. Alls létust 12 óbreyttir borgarar og 24 hermenn í árásinni en frengir herma að 91 uppreisnarmaður hafi fallið og 36 hafi verið handteknir.

Erlent

Banvæn fuglaflensa í Rúmeníu

Fuglaflensuveira sem banað hefur um 60 manns í Asíu hefur fundist í Rúmeníu, en sama afbrigði fannst í Tyrklandi í síðustu viku. Yfirvöld óttast að veiran geti stökkbreyst og valdið miklum skaða meðal manna um heim allan.

Erlent

Fuglaflensa í Rúmeníu banvæn

Fuglaflensustofninn sem greindist í fuglum í Rúmeníu er sá stofn sem reynst hefur mönnum banvænn, H5N1. Rannsóknir hafa staðfest þetta og var greint frá tíðindunum fyrir stundu. Þetta staðfestir enn frekar að banvæni stofninn hefur borist til Evrópu. Sextíu hafa týnt lífi í Asíu af völdum fuglaflensunnar þó að hún berist sjaldan frá dýrum í menn.

Erlent

Nýr erfðaprins í Danmörku

Danir eignuðust nýjan erfðaprins í nótt þegar María Elísabet krónprinsessa ól dreng laust fyrir klukkan tvö að dönskum tíma á Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Faðirinn, Friðrik krónprins, var viðstaddur fæðinguna og þegar hann ávarpaði blaðamenn í morgun fór hann ekki leynt með þá gleði sem hann fann fyrir þegar erfinginn kom í heiminn.

Erlent

Einn froskur, tveir froskar

 Áhugasamtök um froska hafa beðið Breta um að telja algenga froska í görðum sínum, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Ástæðan er sú að vísindamenn óttast að froskarnir þjáist af sjúkdómum sem sveppasýking veldur annars vegar, og veirusýking hins vegar.

Erlent

Níu manns í Tyrklandi ekki sýktir

Heilbrigðisyfirvöld í Tyrklandi greindu frá því í dag að níu manns, sem lagðir voru inn á sjúkrahús í vesturhluta landsins vegna gruns um að fólkið hefði smitast af fuglaflensu, hefði verið leyft að fara heim. Rannsóknir leiddu í ljós að fólkið var ekki með hina banvænu fuglaflensuveiru H5N1, en staðfest var að veiran hefði greinst í fuglum í landinu á fimmtudag.

Erlent

Bandaríkjamenn yfirgefi ekki Íraka

Bandaríkjamenn munu ekki yfirgefa Íraka eins og þeir yfirgáfu Víetnama í stríðinu þar á sínum tíma. George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir fyrir stundu. Hann fagnaði kosningunni um stjórnarskrá landsins og sagði hana skref í lýðræðisátt.

Erlent

Lítið um árásir á kjördag í Írak

Kjörstöðum í Írak vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá landsins var lokað klukkan tvö að íslenskum tíma. Flest bendir til að kjörsókn hafi verið góð. Fimmtán milljónir Íraka voru á kjörskrá og var búist við að fleiri myndu neyta atkvæðisréttar síns nú en í þingkosningum sem fóru fram í lok janúar á þessu ári.

Erlent

Berrössuð á diskói í Lundúnum

Hundruð breskra skemmtanafíkla streyma hverja helgi á næturklúbb í Lundúnum. Ástæðan er ekki endilega sú að klúbburinn er sá flottasti í borginni heldur að hann er sá eini þar sem allir skemmta sér berrassaðir.

Erlent

Sprengjutilræði í Suðvestur-Íran

Tveir létust og 50 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í borginni Ahvaz í suðvesturhluta Írans fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu við verslunarmiðstöð í miðborg Ahvaz. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum en róstursamt hefur verið á svæðinu í Khuzestan-héraði, meginolíuhéraði Írans.

Erlent

Yfir 38 þúsund látnir í Pakistan

Pakistönsk yfirvöld telja nú að yfir 38 þúsund manns hafi látist af völdum jarðskjálftans sem skók Suður-Asíu fyrir viku, en það er þrettán þúsundum fleiri en talið var í upphafi. Talsmaður Pakistanshers segir að talan hafi hækkað þar sem komið hafi í ljós að fjölmargir hefðu látist í afskekktum héruðum sem björgunarmenn komust ekki til fyrr en nokkrum dögum eftir skjálftann. Þá er tala slasaðra komin upp í 60 þúsund.

Erlent

Friðsæll kjördagur

Fyrstu tölur yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá Íraks á laugardag bentu til þess að kjörsókn hefði verið góð.

Erlent

Bresk þota hrapar

Þota úr konunglega breska flughernum hrapaði í sjóinn við austurströnd Skotlands í dag. Samkvæmt upplýsingum frá breska varnarmálaráðuneytinu hrapaði flugvélin um 16 km frá flugherstöðinni, RAF Leuchars, við austurströnd Skotlands. Flugmennirnir tveir sem voru um borð í þotunni náðu að skjóta sér úr henni áður en hún brotlenti. Ekki er vitað um orsakir slyssins.

Erlent

Engin miskunn hjá Pútín

Engin miskunn var fyrirskipunin sem Pútín Rússlandsforseti gaf sveitum sínum og þær hlýddu. Tugir hryðjuverkamanna sem gerðu árásir í bæ í Suður-Rússlandi voru þurrkaðir út í dag. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt.

Erlent

85 látnir í Naltsjik í Rússlandi

Að minnsta kosti 85 manns létust í átökum uppreisnarmanna og her- og lögreglumanna í borginni Naltsjik í Norður-Kákasus í Rússlandi í gær. 61 hinna látnu voru tsjetsjenskir uppreisnarmenn en samtök þeirra lýstu yfir að þau stæðu á bak við árásirnar í borginni. Staða samtaka herskárra múslíma hefur styrkst mjög í Suður-Rússlandi síðustu misserin, þar sem átökin eiga sér stað.

Erlent

Japanski pósturinn einkavæddur

Japanska þingið samþykkti lög í gær um einkavæðingu póstsins. Japanski pósturinn á stærsta banka heims og eignirnar eru metnar á þrjár biljónir bandaríkjdollara og því er þetta stærsta einkavæðing sögunnar. Einkvæðing póstsins hefur verið eitt af aðal stefnumálum Koizumi forseta og samkvæmt lögunum er áætlað að hún verði af fullu gengin í gegn árið 2007.

Erlent

María Elísabet á fæðingardeild

María Elísabet krónprinsessa af Danmörku var í gærkvöld lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum danskra vefmiðla benti flest til þess að hún væri komin að fæðingu, um hálfum mánuði fyrir tímann.

Erlent

Leit að eftirlifendum hætt

Björgunarmenn eru hættir að leita að eftirlifendum jarðskjálftans í Suður-Asíu. Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi úr því sem komið er.

Erlent

Neyðarfundur um fuglaflensu

Neyðarfundur um viðbrögð við fuglaflensu verður haldinn í Brüssel í dag. Öruggt þykir að flensan breiðist út um Evrópu næsta vor. Níu eru undir ströngu eftirliti í Tyrklandi vegna ótta við fuglaflensu. Fjörutíu dúfur í eigu þeirra drápust á hálfum mánuði og vaknaði þá grunur um fuglaflensu. Líkurnar á smiti í mannfólk þykja litlar en í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær þykir ástæða til að gera ítrustu varúðarráðstafanir.

Erlent