Erlent

Friðsæll kjördagur

Kjörstöðum var lokað um klukkan fimm síðdegis í gær að staðartíma. Fimmtán milljónir manns af báðum kynjum voru á kjörskrá og fyrir kosningar var talið að fleiri myndu neyta atkvæðisréttar síns en gerðu í þingkosningunum í lok janúar, þar sem súnníar sniðgengu margir þær kosningar en ætluðu sér að taka þátt í þessum kosningum. Margir þeirra sögðust kjósa til að mótmæla afskiptum Bandaríkjanna af landinu. Gríðarleg öryggisgæsla var í landinu í tilefni kosninganna, en uppreisnarmenn höfðu hótað að hindra þær og óttuðust bæði Írakar og Bandaríkjamenn að dagurinn gæti orðið afar blóðugur. Afar lítið var þó um árásir og reyndist dagurinn einn sá friðsælasti á seinustu mánuðum. Uppreisnarmenn réðust að fimm af 1.200 kjörstöðum í Bagdad og særðu sjö óbreytta borgara en eingöngu þrír íraskir hermenn létust, þegar sprengja sprakk á vegi nærri Bagdad í gær. Úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×