Erlent

Handteknir vegna vopnasmygls

Afganska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið átta manns grunaða um vopnasmygl í höfuðborginni Kabúl í vikunni. Meðal hinna handteknu eru breskir og bandarískir ríkisborgarar, en fólkið var allt handtekið í áhlaupi lögreglu á gistihúsi í borginni. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildarmönnum innan afgönsku lögreglunnar að hinir meintu smyglarar hefðu falsað skjöl um að þeir störfuðu að friðargæslu í landinu. Lögregla lagði hald á fimm riffla og tvær skammbyssur í áhlaupinu en hún vill ekki gefa upp hvers konar vopnum hefði verið smyglað eða hvert ætlunin var að smygla þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×