Erlent

Leit að eftirlifendum hætt

Björgunarmenn eru hættir að leita að eftirlifendum jarðskjálftans í Suður-Asíu. Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi úr því sem komið er. Athygli og kraftur hjálparliðsins beinist nú að þeim þúsundum sem lifðu af og hafast við undir berum himni við illan leik. Öflugur eftirskjálfti skók svæðið og þandi taugar fórnarlambanna enn frekar í dag. Hundruð þorpa hafa enn enga hjálp hlotið og liggur mikið við að koma fólki til hjálpar áður en það brestur þrek og deyr í næturkuldanum í Kasmír



Fleiri fréttir

Sjá meira


×