Erlent

Engin miskunn hjá Pútín

Engin miskunn var fyrirskipunin sem Pútín Rússlandsforseti gaf sveitum sínum og þær hlýddu. Tugir hryðjuverkamanna sem gerðu árásir í bæ í Suður-Rússlandi voru þurrkaðir út í dag. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt. Að þurrka út þýðir í raun að mennirnir voru drepnir. Atburðarásin hófst í gær, þegar yfir hundrað byssumenn réðust á lögreglustöðvar, stöðvar öryggissveita og aðrar mikilvægar byggingar í bænum Nalchik í Suður-Rússlandi, skammt frá landamærunum að TT9. Miklir bardagar brutust út með byssugelti og ringulreið frá á morgun. Fljótlega varð ljóst að um sveitir hliðhollar aðskilnaðarsinnum í TT9 var að ræða og í yfirlýsingu frá þeim sagði að andstæðingar stjórnvalda í Kreml hefðu aðstoðað. Þetta er áfall fyrir Pútín forseta, sem hét því árið 2000 að klekkja á aðskilnaðarsinnunum og tryggja öryggi rússneskra borgara. Honum hefur ekki tekist það nema síður sé og þykja atburðirnir í gær og dag undirstrika það. Það kemur því ekki á óvart að hann hafi gefið út skipun um hörð viðbrögð. "Héðan í frá munum við svara í sömu mynt, öllum  þeim sem með vopnavaldi ógna rússnesku samfélagi. Við munum bregðast við á sama hátt og núna," sagði Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Talsmenn öryggissveita sögðu í dag að þeir árásarmannanna sem streyttust á móti hefðu nú allir verið drepnir, sjötíu og tveir talsins. Þrjátíu og einn er í haldi yfirvalda og sérsveitir eru nú á hælum þeirra sem reyna að flýja. Tuttugu og fjórir lögreglumenn féllu í átökunum og tólf óbreyttir borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×