Erlent

Einn froskur, tveir froskar

 Áhugasamtök um froska hafa beðið Breta um að telja algenga froska í görðum sínum, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Ástæðan er sú að vísindamenn óttast að froskarnir þjáist af sjúkdómum sem sveppasýking veldur annars vegar, og veirusýking hins vegar. Sýkingar þessar hafa tröllriðið froskaheiminum, og er nú þriðjungur froskategunda heimsins í útrýmingarhættu vegna þeirra. Froskar eru sérlega viðkvæmir fyrir breytingum bæði á landi og í vatni. Síðustu 25 árin hefur mengun og aðrar athafnir mannfólksins útrýmt allt að 122 froskategundum úr heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×