Erlent

Háttsettur Palestínumaður drepinn

Palestínumaður, sem sagður var háttsettur innan hinna herskáu samtaka „Íslamska jíhad", var drepinn af ísraelskum hersveitum norðarlega á Vesturbakkanum í dag. Ísraelsk útvarpsstöð hefur þetta eftir heimildarmanni úr röðum Palestínumanna.

Erlent

Örlög ráðast í nokkrum héruðum

Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum íbúa nokkurra héraða sem geta fellt hana með því að kjósa nei.

Erlent

Gert ráð fyrir samþykki

Þrátt fyrir mikla þátttöku súnnía í þjóðarkosningum Íraka um stjórnarskrá á laugardag er talið líklegt að niðurstaðan verði sú að þjóðin samþykki nýju stjórnarskrána. Tveir þriðju hlutar kjósenda í þremur héruðum þurfa að hafna stjórnarskránni svo hún verði felld.

Erlent

Segir 50 þúsund deyja í Bretlandi

Landlæknir Bretlands, Sir Liam Donaldson, segir að fuglaflensa muni koma til Bretlands en ekki sé víst að hún geri það í vetur. Þá segir hann að ef hin banvæna fuglaflensuveira H5N1 stökkbreytist og fari að berast á milli manna megi búast við því að um 50 þúsund manns látist af hennar völdum í landinu. Hins vegar muni hún hafa mest áhrif í Austur-Asíu en þar hafa 65 þegar látist af völdum H5N1-stofnsins.

Erlent

Talning atkvæða hafin í Írak

Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum nokkurra héraða sem geta fellt hafa með því að segja nei. Tveir þriðju hlutar kjósenda í þremur héruðum þurfa að hafna stjórnarskránni til að fella hana.

Erlent

Fimm hermenn drepnir í Írak

Fimm bandarískir hermenn létust þegar sprengja sprakk nærri farartæki þeirra í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. Uppreisnarmenn létu lítið að sér kveða á flestum stöðum í landinu í gær þegar Írakar greiddu atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið en þó kom til átaka á milli uppreisnarmanna úr röðum súnníta og bandarískra og írakskra sveita í Ramadi í gær og hafði það nokkur áhrif á kjörsókn þar.

Erlent

Voru fimm daga á sporbaug

Kínverjar bjuggu sig undir komu geimfarsins Shenzhou 6 í gærdag, en búist er við lendingu farsins nú í morgunsárið. Tveir geimfarar, Nie Haisheng og Fei Junlong, voru um borð í geimfarinu, sem var skotið á loft á miðvikudag. Kínverjar voru þriðja þjóðin sem hefur sent mannað geimfar út í heim, og var þetta í annað sinn sem þeir sendu geimfar út. Hinar þjóðirnar tvær eru Rússland og Bandaríkin.

Erlent

Hefur ekki áhuga á forsetaembætti

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún hefði engan áhuga á því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í næstu forsetakosningunum, en þegar hafa verið opnaðar að minnsta kosti tvær vefsíður þar sem Rice er hvött til að gefa kost á sér sem forsetaefni repúblikana í kosningunum 2008.

Erlent

Loksins komin lögleg útgáfa

Enska útgáfan af Harry Potter and the Half-Blood Prince kom út í júlí og óleyfileg kínversk þýðing á bókinni komst í dreifingu tveimur vikum seinna.

Erlent

Eitt barn sem fannst í rústunum

Stúlka fannst í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Fyrr í dag greindi Reuters-fréttastofan frá því að fjögur börn hefðu fundust á lífi en misskilningurinn byggðist á því að þrjú börn, sem sögð eru systkini stúlkunnar, tilkynntu hjálparstarfsmönnum um hvar hana væri að finna í rústunum.

Erlent

Hundruð óþekktra líka í líkhúsunum

Hundruð óþekktra líka eru enn í líkhúsum í New Orleans og gengur hægt að bera kennsl á þau. Fjölmargir borgarbúar leita ástvina sinna og eru reiðir sökum þess hversu hægt gengur að fá upplýsingar um örlög þeirra.

Erlent

Börn finnast á lífi í rústunum

Fjögur börn fundust á lífi í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Yngsta barnið er sagt vera aðeins nokkura mánaða gamalt og það elsta níu ára.

Erlent

Gjafir streyma til nýfædds prins

Hundruð Dana hafa lagt leið sína til Amalíuborgar í Kaupmannahöfn til að færa hinum nýfædda syni Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu gjafir. Lög biðröð myndaðist í gær við höllina og tóku starfsmenn í höllinni við pökkunum. Þegar yfir lauk í gær höfðu hátt í 400 pakkar borist og meðal þess sem prinsinn ungi fékk var barnastóll, bækur, leikföng auk fjölmargra bangsa.

Erlent

Hungursneyð í Malaví

Yfirvofandi hungursneyð í Malaví mun hafa áhrif á um helming þjóðarinnar, að sögn forseta landsins, Bingu wa Mutharika, sem kallaði á hjálp frá öðrum þjóðum í ríkissjónvarpi og -útvarpi landsins á laugardag.

Erlent

Stjórnarskráin líklega samþykkt

Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir.

Erlent

Þurrkar á Amason-svæðum

Fjárskortur hamlar flutningum á nauðsynjavörum til Amason-svæða Brasilíu, sem miklir þurrkar hafa hrjáð síðustu mánuði, að sögn talsmanna brasilíska hersins.

Erlent

Syrgjendur vilja fá líkin

Hundruð svartklæddra syrgjenda söfnuðust saman í gær fyrir utan skrifstofur saksóknara í borginni Naltjik í rússneska hluta Kákasus og kröfðust þess að lík ættingja þeirra yrðu látin af hendi, svo hægt væri að grafa þau.

Erlent

Bretar neita aðild að árás í Íran

Bretar neituðu í dag ásökunum íranskra yfirvalda um aðild að sprengjutilræðum í suðurvesturhluta Írans í gær sem kostuðu fimm manns lífið. Tvær heimatilbúnar sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í miðbæ borgarinnar Ahvaz í Khuzestan-héraði og auk þeirra fimm sem létust særðust ríflega 80 manns.

Erlent

Ráðherralisti tilbúinn í Noregi

Jens Stoltenberg, tilvonandi forsætisráðherra Noregs, segist hafa komist að samkomulagi um hvert ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn en hann hyggst ekki greina frá því hverjir sitja í henni fyrr en hann hefur látið Harald konung fá lista yfir ráðherrana í fyrramálið.

Erlent

Fimm bandarískir hermenn falla

Fimm bandarískir hermenn létust er sprengja sprakk á vegi í Írak á laugardag, þegar Írakar kusu um stjórnarskrá sína. Bandaríski herinn sagði frá þessu í gær en áður hafði herinn sagt að kosningarnar hafi farið friðsamlega fram.

Erlent

Ný stjórn

Jens Stoltenberg, nýr forsætisráðherra Noregs, skipar í ráðherrastóla í Osló í dag, en ráðherralaust hefur verið í Noregi nú um helgina, þar sem síðasta ríkisstjórn sagði af sér á föstudag.

Erlent

Unglingur handtekinn vegna hótana

Lögregla í Árósum handtók í gær 17 ára pilt fyrir að hóta teiknurum hjá danska blaðinu Jótlandspóstinum lífláti vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í blaðinu. Myndirnar, sem voru tólf talsins og birstust í blaðinu 30. september, vöktu mikla reiði hjá múslímum í Danmörku sem sögðu þær guðlast og gengu um 3500 þeirra um götur Kaupmannahafnar og mótmæltu þeim á föstudag.

Erlent

Jarðskjálfti skekur Tókýó

Jarðskjálfti skók Tókýó og nærliggjandi byggðir í morgun en engar fregnir hafa borist af skemmdum. Japanska veðurstofan gef heldur ekki út viðvörun vegna sjávarskafls eða flóðbylgju. Skjálftinn reyndist 5,1 að styrkleika og átti upptök sín skammt norður af Tókýó.

Erlent

Einstök lest tekin í gagnið í Kína

Hún fer hærra en nokkur hefur farið á undan henni, lestin sem Kínverjar vígðu með stolti um helgina. Eftir áratuga starf hefur loksins verið lokið við að leggja lestarteina þvert yfir Tíbet. Þar brunar lest sem á engan sinn líka. 

Erlent

Barist um hjálpargögn

Neyðarhjálp berst á ný til fórnarlamba jarðskjálftans í Kasmír en eymdin og örvilnunin er umtalsverð. Eftir úrhellisrigningu undanfarna sólarhringa hefur stytt upp en á stundum er barist um hjálpargögn.

Erlent

Berrössuð á diskói í Lundúnum

Hundruð breskra skemmtanafíkla streyma hverja helgi á næturklúbb í Lundúnum. Ástæðan er ekki endilega sú að klúbburinn er sá flottasti í borginni heldur að hann er sá eini þar sem allir skemmta sér berrassaðir.

Erlent

Sprengjutilræði í Suðvestur-Íran

Tveir létust og 50 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í borginni Ahvaz í suðvesturhluta Írans fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu við verslunarmiðstöð í miðborg Ahvaz. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum en róstursamt hefur verið á svæðinu í Khuzestan-héraði, meginolíuhéraði Írans.

Erlent

Yfir 38 þúsund látnir í Pakistan

Pakistönsk yfirvöld telja nú að yfir 38 þúsund manns hafi látist af völdum jarðskjálftans sem skók Suður-Asíu fyrir viku, en það er þrettán þúsundum fleiri en talið var í upphafi. Talsmaður Pakistanshers segir að talan hafi hækkað þar sem komið hafi í ljós að fjölmargir hefðu látist í afskekktum héruðum sem björgunarmenn komust ekki til fyrr en nokkrum dögum eftir skjálftann. Þá er tala slasaðra komin upp í 60 þúsund.

Erlent

Friðsæll kjördagur

Fyrstu tölur yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá Íraks á laugardag bentu til þess að kjörsókn hefði verið góð.

Erlent