Hungursneyð í Malaví 16. október 2005 00:01 Yfirvofandi hungursneyð í Malaví mun hafa áhrif á um helming þjóðarinnar, að sögn forseta landsins, Bingu wa Mutharika, sem kallaði á hjálp frá öðrum þjóðum í ríkissjónvarpi og -útvarpi landsins á laugardag. Að sögn forsetans skortir íbúa í öllum 28 héruðum landsins mat. Neyðarástandið má að hluta rekja til afar slæmrar uppskeru vegna þurrka og skorts á fræjum og áburði, og hefur ástandið versnað mjög í landinu seinustu vikurnar. Auk þess vega áhrif alnæmisveirunnar þungt í hörmungarástandi þjóðarinnar, því margir bændur eru of veikir til að sinna um akra sína. Ástandið er sérstaklega slæmt í suðurhluta landsins þar sem margir þorpsbúar lifa eingöngu á rótarhnýðum vatnaliljuplöntunnar, sem grær á svæðum þar sem oft er mikið um krókódíla. Á þessum tíma árs verða að minnsta kosti tveir menn í hnýðisleit krókódílunum að bráð á dag. „Fólk verður að velja annað af tvennu illu, annað hvort að sækja hnýði og taka áhættuna um að ráðist verði á það, eða að halda sig heima og fá ekkert að borða,“ segir veiðimaðurinn Khalid Hassen. Forsetinn segir Malaví munu kaupa 300.000 tonn af maísmjöli frá Suður-Afríku að verðmæti um þrjá milljarða íslenskra króna, en þörf er á að minnsta kosti 144.000 tonnum í viðbót. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Malavíbúa muni þarfnast aðstoðar áður en langt um líður, en ellefu milljónir búa í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sótt um fimm milljarða íslenskra króna aðstsoð til handa ríkinu en eingöngu tæplega tveir milljarðar króna hafa borist enn sem komið er. Mutharika hefur verið ásakaður um að neita fréttum af dauðsföllum vegna veikinda sem hungur veldur og að kalla of seint eftir hjálp. Hann neitar þessum ásökunum og segir ríkisstjórn sína hafa brugðist við á réttan hátt. Forsetinn mætir sífellt meiri andstöðu og á föstudag mótmælti þingið meintum embættisbrotum hans. Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Yfirvofandi hungursneyð í Malaví mun hafa áhrif á um helming þjóðarinnar, að sögn forseta landsins, Bingu wa Mutharika, sem kallaði á hjálp frá öðrum þjóðum í ríkissjónvarpi og -útvarpi landsins á laugardag. Að sögn forsetans skortir íbúa í öllum 28 héruðum landsins mat. Neyðarástandið má að hluta rekja til afar slæmrar uppskeru vegna þurrka og skorts á fræjum og áburði, og hefur ástandið versnað mjög í landinu seinustu vikurnar. Auk þess vega áhrif alnæmisveirunnar þungt í hörmungarástandi þjóðarinnar, því margir bændur eru of veikir til að sinna um akra sína. Ástandið er sérstaklega slæmt í suðurhluta landsins þar sem margir þorpsbúar lifa eingöngu á rótarhnýðum vatnaliljuplöntunnar, sem grær á svæðum þar sem oft er mikið um krókódíla. Á þessum tíma árs verða að minnsta kosti tveir menn í hnýðisleit krókódílunum að bráð á dag. „Fólk verður að velja annað af tvennu illu, annað hvort að sækja hnýði og taka áhættuna um að ráðist verði á það, eða að halda sig heima og fá ekkert að borða,“ segir veiðimaðurinn Khalid Hassen. Forsetinn segir Malaví munu kaupa 300.000 tonn af maísmjöli frá Suður-Afríku að verðmæti um þrjá milljarða íslenskra króna, en þörf er á að minnsta kosti 144.000 tonnum í viðbót. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Malavíbúa muni þarfnast aðstoðar áður en langt um líður, en ellefu milljónir búa í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sótt um fimm milljarða íslenskra króna aðstsoð til handa ríkinu en eingöngu tæplega tveir milljarðar króna hafa borist enn sem komið er. Mutharika hefur verið ásakaður um að neita fréttum af dauðsföllum vegna veikinda sem hungur veldur og að kalla of seint eftir hjálp. Hann neitar þessum ásökunum og segir ríkisstjórn sína hafa brugðist við á réttan hátt. Forsetinn mætir sífellt meiri andstöðu og á föstudag mótmælti þingið meintum embættisbrotum hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila