Erlent

Ellefu skornir á háls

Vopnaðir menn réðust inn á heimili suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, og myrtu ellefu fjölskyldumeðlimi með því að skera þá á háls. Fólkið var sjíamúslimar en bjó á svæði þar sem súnnímúslimar eru í miklum meirihluta. Fjölskyldunni hafði verið hótað öllu illu ef hún flyttist ekki á brott en brást ekki við hótununum.

Erlent

Framselja fangavörð

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að fyrrverandi fangavörður, í útrýmingarbúðum nasista, skuli framseldur til Úkraínu. Fangavörðurinn hefur barist fyrir bandarískum dómstólum í meira en þrjátíu ár.

Erlent

Sjálfsmorðsárás í Suður-Rússlandi

Sjálfsmorðsárás var gerð í bænum Makhachkala í Suður-Rússlandi í morgun. Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp við athöfn sem haldin var til minningar um öryggisvörð sem drepinn var fyrir tveimur dögum. Rússneskir fjölmiðlar segja engan hafa beðið bana í árásinni fyrir utan tilræðismanninn.

Erlent

Fjórir lögreglumenn biðu bana í Bagdad

Fjórir lögreglumenn biðu bana og fjórir aðrir særðust í sjálfsmorðsárás á lögregluvarðstöð í Bagdad í morgun. Mismunandi upplýsingar hafa borist um hvernig aðdragandi árásarinnar hafi verið; bæði er talað um að árásarmaðurinn hafi komið akandi á lögreglubíl og að hann hafi verið fótgangandi.

Erlent

Myndbandsupptaka af frönskum gísl í Írak

Mannræningjar í Írak birtu í gær myndbandsupptöku af frönskum verkfræðingi sem er í haldi þeirra. Á myndbandinu beina þeir byssum að höfði mannsins og hóta að drepa hann, ef allir Frakkar sem starfa í Írak verði ekki kallaðir heim hið fyrsta.

Erlent

116 flóttamenn á barnsaldri hafa horfið í Svíþjóð í ár

Sífellt fleiri börn sem sem koma á eigin vegum sem flóttamenn til Svíþjóðar, hverfa frá sænskum flóttamannathvörfum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggir á tölulegum upplýsingum frá flóttamannaráði þar í landi. Samkvæmt rannsókninni, sem gerð er af tímaritinu Tomb í stamstarfi við dagblaðið Metro, hafa 350 börn sem eru á eigin vegum, sótt um hæli sem flóttamaður í Svíþjóð í ár.

Erlent

Sjö létust í eldsvoða

Sjö létust og tólf eru slasaðir eftir að eldur braust út á geðsjúkrahúsi nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt. Á sjötta tug manna var á sjúkrahúsinu þegar eldurinn kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök.

Erlent

Fjórir látnir eftir skógarelda

Að minnsta kosti fjórir hafa látist í skógareldum í Texas í Bandaríkjunum undanfarna daga, auk þess sem óvíst er um afdrif þriggja. Meira en hundrað hús, meirihlutinn íbúðarhús, hafa brunnið í eldunum sem náð hafa yfir 13 þúsund ekra svæði.

Erlent

Einn lést í sprengjuárás

Sprengja sprakk við farartæki ísraelska hersins við varðstöð á Vesturbakkanum fyrir fáeinum mínútum. Einn hið minnsta lést og annar særðist í árásinni en frásagnir af henni eru misvísandi.

Erlent

Ungur Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár fannst í vikunni

25 ára gamall Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár, fannst í vikunni við umferðareftirlit í bænum Karlshavn í Svíþjóð. Mannsins hefur verið saknað í tvö ár en hann hvarf eftir að hafði farið einn út á litlum bát í skerjagarðinum fyrir utan Kragö í september árið 2003. Viðamikil leit var gerð af manninum og bátnum talið var að maðurinn hefði drukknað.

Erlent

Fá minna rafmagn en fyrir tveim mánuðum

Íbúar Bagdad fá aðeins rafmagn í sex klukkustundir á dag, það er nær helmingi minna en í október þegar borgarbúar gátu treyst á að hafa rafmagn ellefu klukkustundir dag hvern. Fólk á erfitt með hvort tveggja vinnu og heimilislíf því rafmagnið fer oft af stórum borgarhlutum.

Erlent

Innflytjendum fjölgar í Ísrael

Fleiri innflytjendur fluttu til Ísraels í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn á þeim fimm árum sem liðin eru síðan uppreisn Palestínumanna hófst að innflytjendum fjölgar milli ára. 23 þúsund gyðingar fluttu til Ísraels í ár, tvö þúsund fleiri en í fyrra.

Erlent

Mikil ofankoma í Frakklandi

Hótel og gistiskýli í Norður-Frakklandi fylltust í gærkvöldi, þegar mörg hundruð manns komust hvorki lönd né strönd vegna mikillar ofankomu og slæmrar færðar. Þá voru íbúar í austurhluta Englands hvattir til að leggja bílum sínum í dag - og víðar í Evrópu er færð á vegum með versta móti

Erlent

Einn særðist í stórskotaliðsárás

Palestínskur vígamaður særðist þegar ísraelskir hermenn skutu úr fallbyssum á nyrsta hluta Gaza, skömmu eftir að ísraelsk stjórnvöld lýstu svæðið bannsvæði til að sporna gegn flugskeytaárásum palestínskra vígamanna.

Erlent

Alvarleg mistök gerð í Beslan í fyrra

Lögreglu- og sérsveitarmenn gerðu mörg alvarleg mistök þegar meira en þrjú hundruð gíslar týndu lífi í Beslan í september í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar rússneska þingsins vegna málsins.

Erlent

Hyggst lækka laun forseta um helming

Evo Morales, nýkjörinn forseti Bólivíu, hyggst skerða eigin laun um helming þegar hann tekur við völdum í næsta mánuði og segir að ríkisstjórn hans muni gera slíkt hið sama. Þá væntir hann þess að laun þingmanna lækki einnig en þetta er liður í því að takast á við bágt efnahagslíf landsins en þar fátækt mikil.

Erlent

Hóta að myrða gísl

Félagar í lítt þekktri íraskri andspyrnuhreyfingu hóta að myrða franskan verkfræðing sem þeir halda í gíslingu. Sjónvarpsstöð sýndi fyrir skemmstu myndband af manninum þar sem hann situr fyrir framan vígamenn sem beina rifflum að höfði hans.

Erlent

Reykingafólk í meiri áhættu

Reykingar geta aukið áhættuna á að fólk fái psoriasis og gert einkenni sjúkdómsins alvarlegri en ef fólk reykir ekki. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem birtust í dag.

Erlent

Sprengingar heyrðust á Gaza

Ísraelsk yfirvöld hafa varað Palestínumenn við því að hver sá sem sést á ferli nærri fyrrum landnemabyggðum Ísraela nyrst á Gazasvæðinu eigi á hættu að vera skotinn.

Erlent

Fangi skaut átta til bana

Átta féllu þegar fangi hrifsaði hríðskotariffil af fangaverði í Al-Adala fangelsinu í Bagdad fyrr í dag og hóf skothríð á fangaverði og fanga.

Erlent

Hafa engan rétt á aðgerðum á Gaza

Ísraelar hafa engan rétt á að grípa til aðgerða á Gaza eftir brotthvarf þeirra þaðan segir Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Hann segir flugskeytaárásir palestínskra vígamanna á Ísrael af Gaza engu breyta um það.

Erlent

Þremur rænt á Gazaströndinni

Þremur mönnum var rænt á suðurhluta Gaza fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hverrar þjóðar mennirnir eru né hverjir stóðu fyrir mannráninu. Fyrr í dag var fimm Þjóðverjum rænt í arabaríkinu Yemen. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið.

Erlent

Fimm Þjóðverjum rænt í Jemen

Fimm Þjóðverjum var rænt í arabaríkinu Jemen í dag. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. Mannránið er það þriðja í Jemen þar sem vestrænum ferðamönnum er rænt á þessu ári.

Erlent

Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefninu

Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefni Evrópusambandsins sem kostar hátt í þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Fyrsta gervihnettinum í verkefninu, sem sagt er vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna, var skotið á loft í morgun.

Erlent

Fyrsta gervihnettinum í sérstöku ESB verkefni skotið á loft í morgun

Fyrsta gervihnettinum í sérstöku verkefni Evrópusambandsins var skotið á loft í Kazakstan í morgun. Verkefnið, sem gengur undir nafninu Galíleó, er sagt vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna sem byggist á móttöku merkja frá gervitunglum í sérstaka móttakara og staðsetur þá með mikilli nákvæmni í heiminum.

Erlent

Tólf létust í sprengingu í vopnaverslun í Venesúela

Að minnsta kosti tólf létust þegar eldur kom upp í vopnaverslun í suðausturhluta Venesúela í gær. Þegar eldurinn kom upp varð mikil sprenging í versluninni með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að nokkuð magn flugelda hafi verið geymt í versluninni. Fimm verslanir í nágrenninu urðu fyrir töluverðu tjóni við sprengingunna. Hugsanlegt er að mannfallið hafi verið nokkru meira og herma sumar fregnir að allt að átján hafi látist.

Erlent

Mótmæla fyrirhuguðu framboði í þingkosningunum í Palestínu

Stuðningsmenn Fatah-flokksins í Palestínu mótmæltu í gærkvöldi því að sumir eldri og reyndari áhrifamenn innan flokksins hafa hótað að kljúfa flokkinn og bjóða fram nýtt framboð í fyrirhuguðum þingkosningum. Deilurnar innan Fatah eru til talsverðra vandræða fyrir Mahmoud Abbas forseta heimastjórnar Palestínumanna sem reynir nú hvað hann getur til að sameina fylkingar innan flokksins fyrir kosningarnar.

Erlent

Bandaríkjamenn versluðu meira fyrir jólin en áður

Aukning er í jólaverslun í Bandaríkjunum en tölur um jólaverslun þar í landi voru birtar í Wall Street Journal í dag. Tölurnar benda til þess að aukning í jólverslun milli ára hafi verið 8,7% en þarna vegur þungt mikill vöxtur í sölu húsbúnaðar ásamt aukinni sókn bandarískra neytenda í raftæki á borð við sjónvörp, MP3 spilara og stafrænar myndavélar.

Erlent