Erlent

Sprengingar heyrðust á Gaza

Þessi öfluga fallbyssa er meðal þess herliðs sem Ísraelar hafa nærri Gaza.
Þessi öfluga fallbyssa er meðal þess herliðs sem Ísraelar hafa nærri Gaza. MYND/AP

Ísraelsk yfirvöld hafa varað Palestínumenn við því að hver sá sem sést á ferli nærri fyrrum landnemabyggðum Ísraela nyrst á Gazasvæðinu eigi á hættu að vera skotinn.

Rétt upp úr klukkan fjögur heyrðust í það minnsta þrjár sprengingar á svæðinu, fáeinum mínútum eftir að Ísraelar lýstu það bannsvæði. Þetta segja þeir gert til að koma í veg fyrir flugskeytaárásir palestínskra vígamanna á Ísrael.

Talsmenn ísraelska hersins sögðust verða að kanna málið nánar áður en þeir gætu tjáð sig um sprengingarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×