Erlent

Hóta að myrða gísl

Félagar í lítt þekktri íraskri andspyrnuhreyfingu hóta að myrða franskan verkfræðing sem þeir halda í gíslingu. Sjónvarpsstöð sýndi fyrir skemmstu myndband af manninum þar sem hann situr fyrir framan vígamenn sem beina rifflum að höfði hans.

Vígamennirnir hóta að myrða manninn nema frönsk stjórnvöld bindu enda á það sem þeir kölluðu ólöglega nærveru þeirra í Írak. Maðurinn var tekinn í gíslingu fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×