Erlent

Dönum ráðlagt frá því að ferðast til Miðausturlanda

Danska utanríkisráðuneytið hefur ráðlagt fólki að ferðast ekki til fjölmargra landa í miðausturlöndum nema nauðsyn beri til, frá og með deginum í dag. Um 3.000 manns sem voru á leið til Egyptalands, Túnis og Marakkó í dag, komast því ekki í vetrarfrí en framkvæmdarstjóri Star tour ferðaskrifstofunnar í Danmörku segir að reynt verði að bjóða viðskiptavinum ferðir til annarra landa í staðin, meðal annars til Kanaríeyja.

Erlent

Vilja áframhaldandi viðræður

Talsmaður Írana í utanríkismálum segir ekki hundrað í hættunni, þótt máli þeirra hafi verð vísað til Öryggisráðsins. Bandaríkjamenn hafa ekki útilokað árásir á landið en Íranar ákváðu í gær að meina eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar aðgang að kjarnorkuverum sínum. Þeir segjast þó reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna um málið.

Erlent

Danahatur breiðist út

Danahatur breiðist út í múslímalöndum eins og eldur í sinu. Æstur múgur réðst inn í dönsku ræðismannsskrifstofuna í Líbanon í dag og kveikti í henni. Öfgasinnaðir trúarleiðtogar hvetja liðsmenn sína til morða og hryðjuverka í Danmörku.

Erlent

Meðlimir Al Qaida sluppu úr fangelsi í Yemen

Alþjóða lögreglan Interpol lýsir eftir tuttugu og þremur mjög hættulegum föngum sem struku úr fangelsi í Yemen á föstudag. Þrettán þeirra eru meðlimir hryðjuverkamsamtakanna Al Qaida og áttu þátt í sprengjuárásum á frönsk og bandarísk herskip árið 2000 og 2002. Fangarnir grófu yfir 140 metra löng göng út úr fangelsinu og er óttast að hópurinn ætli að fremja hryðjuverkaárásir. Nöfn, myndir og fingraför hafa verið afhent Interpol og er nú mannanna leitað um allan heim.

Erlent

Fjögur ný tilfelli af H5N1 í Indónesíu.

Fjögur ný tilfelli fuglaflensu eru komin upp í Indónesíu. Staðfest hefur verið að um er að ræða H5N1 afbrigði veirunnar sem er skæðasta gerð fuglaflensunnar. Tveir sjúklinganna eru nú þegar látnir vegna veikinnar. Alls hafa því tuttugu og þrír fengið fuglaflensu í Indónesíu en þar af eru sextán látnir.

Erlent

Létust er öryggishlið féll á tónleikum

Þrír létust og yfir fjörutíu aðdáenda mexíkanskrar popphljómsveitar slösuðust þegar öryggishlið féll á þá í Sao Paolo í Brasilíu í gær. Nokkur þúsund aðdáendur voru staddir fyrir utan verslunarmiðstöð þar í borg til að hitta félaga í hljómsveitinni RBD þegar slysið varð.

Erlent

300 hefur verið bjargað

Um þrjú hundruð farþegum ferjunnar sem sökk í Rauðahafið í fyrrinótt hefur verið bjargað en enn er óttast um afdrif um ellefu hundruð manna. Alls voru um fjórtán hundruð manns um borð en litlar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi.

Erlent

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni áður en hún hvarf af ratsjá og sökk í Rauðahafið í nótt. Talið er að um þrettán hundruð manns hafi verið um borð en aðeins hefur tekist að bjarga um eitt hundrað þeirra. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent

Öfgatrúarmönnum heitt í hamsi

Öfgatrúarmenn hótuðu öllu illu í dag, á helgidegi múslíma, vegna birtinga á skopmyndum af spámanninum Múhameð. Í Indónesíu réðst múgur að danska sendiráðinu. Í Líbanon og Íran gengu þúsundir manna um götur og brenndu danska og norska fánann. Ritstjóri norska blaðsins sem birti myndirnar segist nú sjá eftir því. Og í Danmörku átti forsætisráðherrann fund með sendiherrum múslímaþjóða.

Erlent

Hæsti vinningur dreginn út í kvöld

Hæsti lottóvinningur í sögu Evrópu verður dreginn út í kvöld. Vinningurinn nemur um 14 miljörðum íslenskra króna. Íbúar í níu Evrópulöndum spila í lottóinu og eru líkur á að hreppa vinninginn einn á móti 76 milljónum. Fyrsti vinningur hefur ekki gengið út 11 vikur í röð og hefur mikil ásókn verið í miða upp á síðkastið.

Erlent

Var skotinn í olnbogann

Lítill drengur varð varð fyrir skoti í skólarútu í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag þegar bekkjarbróðir hans hleypti óvart af úr byssu sem hann var með í fórum sínum. Drengurinn, sem er á bilinu sex til níu ára gamall, er ekki í lífshættu en skotið fór í olnboga drengsins. Drengirnir voru að skoða skammbyssuna þegar óhappið varð.

Erlent

Um eitt hundrað manns bjargað

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni áður en hún hvarf af radsjá og sökk í Rauðahafið í nótt. Talið er að um þrettán hundrið manns hafi verið um borð en aðeins hefur tekist að bjarga um eitt hundrað þeirra. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent

Árásir á Gaza halda áfram

Sjö mánaða gamalt barn slasaðist, þó ekki alvarlega, þegar eldflaug herskárra Palestínumanna lenti nærri samyrkjubúi á Gaza-svæðinu í dag. Þá slasaðist faðir barnsins einnig í árásinni. Fjölskylda barnsins flutti til samyrkjubúsins eftir að landnemabyggðir sem hún bjó í voru leystar upp í fyrrasumar.

Erlent

Íransstjórn hyggst draga úr innflutningi á bensíni

Íransstjórn hyggst framleiða tvær milljónir tunna af olíu á dag til þess að draga úr innflutningi á bensíni. Fulltrúi Írana í samtökum olíuflutningsríkja, OPEC, segir áætlun um þetta hafa verið gerða og þrjár aðrar olíuhreinsunarstöðvar verði byggðar að auki í framtíðinni. Hvert þeirra mun geta framleitt 120 þúsund tunnur á dag. Á undanförnum fimm árum hefur Íran aukið hreinsunargetu sína úr 1.350.000 tunnur í 1.640.000.

Erlent

Ákvörðunin röng og ósiðleg

Jack Straw, uanríkisráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun nokkurra ritstjórna að birta skopteikningar af Múhameð spámanni í dagblöðum ranga og ósiðlega. Hann segir ákvörðunina sýna skort á samúð. Þetta sagði hann á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Súdans, sem var á fundi með honum í Lundúnum í dag.

Erlent

Ráðist á danska sendiráðið í Jakarta

Reiðir múslimar réðust inn í sendiráð Dana í Jakarta í Indónesíu í morgun. Þeir gengu berserksgang í andyri sendiráðsins og kröfðust þess að Indónesía sliti stjórnmálasambandi við Danmörku vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í Jyllandsposten.

Erlent

Slæm mæting í öryggisráðið

Það var heldur tómlegt um að litast í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar fundur var settur í gær á slaginu tíu. John Bolton sendiherra Bandaríkjanna sem nú er í forsæti var einn mættur.

Erlent

Kjarnorkudeilan tekin fyrir á morgun

Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hefur frestað til morguns fundi um kjarnorkuáætlun Írana sem hófst í dag. Stjórnin tekur því á morgun ákvörðun um það hvort kjarnorkudeilu Írana og Vesturveldanna verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Bandrískum sendiráðsstarfsmanni vísað úr landi

Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann ætlaði að vísa úr landi bandarískum sendiráðsstarfsmanni vegna ásakana um njósnir. Maðurinn mun vera starfsmaður Bandaríkjahers og hefur verið efið að sök að hafa stundað njósnir í Venesúeal í samstarfi við þarlenda herforingja.

Erlent

4 tonn af hassi tekin

Franska lögreglan lagði í dag hald á tæp fjögur tonn af hassi. Efnið fannst í vöruflutningabíl sem kom til frönsku borgarinnar Lille frá Spáni en bílinn er sagður breskur.

Erlent

Palestínumenn hóta að ræna Evrópubúum

Erlendir sendifulltrúar og blaðamenn hafa margir hverjir yfirgefið landsvæði Palestínumanna í dag. Grímuklæddir palestínskir byssumenn hótuðu því í kvöld að ræna útlendingum vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í evrópskum dagblöðu. Þá hafa Mubarak, Egyptalandsforseti, og Ahmadinejad, forseti Írans, bæst í hóp þeirra sem gagnrýna myndbirtinguna.

Erlent

Olíuflutningaskip strandar við Alaska

Olíuflutningaskip með rúmlega 100 þúsund tunnur af olíu sigldi í strand í höfn í bænum Nikiski, suð-vestur af Anchorage í Alaska í kvöld. Svo virðist sem festar skipsins hafi losnað og þar strandað í botnleðju.

Erlent

Sprengjutilræði í Bilbao í gærkvöld

Sprengja sprakk nærri pósthúsi í útjaðri borgarinnar Bilbao í Baska-héruðum Spánar í gærkvöld. Engan sakaði í tilræðinu en basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA stóðu á bak við það og höfðu varað við sprengjunni.

Erlent

Smygluðu heróíni innvortis í hvolpum

Fíknefnalögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið 22 Kólumbíumenn fyrir að hafa reynt að smygla yfir 20 kílóum af heróíni inn í Bandaríkin, meðal annars innvortis í hvolpum.

Erlent