Erlent

Harry prins má ekki fara í stríð

Yngri syni Karls Bretaprins, Harry, verður líklega bannað að fylgja herdeild sinni til Íraks þegar herdeildin verður send þangað á næsta ári. Breska blaðið Times greinir frá þessu í dag.

Erlent

Áframhaldandi ókyrrð í Nepal

Hundruð Maóista réðust í morgun inn í litla borg í austurhluta Nepals og skutu að opinberum byggingum. Þegar síðast fréttist höfðu skotbardagar milli maóistanna og öryggissveita staðið í sex klukkustundir, en ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli.

Erlent

Ósvikinn Bin Laden

Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að upptakan frá Ósama Bin Laden sem AlJazeera birti í gær, sé ósvikin. Á upptökunni hvatti Bin Laden fylgismenn sína til að búa sig undir langt stríð gegn Vesturlandabúum.

Erlent

Björgólfur Thor 32. auðugasti maður Bretlands

Breska blaðið Sunday Times metur eignir Björgólfs Thors Björgólfssonar á liðlega 214 milljarða króna og segir þær hafa fjórfaldast á einu ári. Hann er samkvæmt þessu þrítugasti og annar ríkasti maður Bretlandseyja.

Erlent

Aparnir fá að fara til heimkynna sinna

Allt útlit er fyrir að fimmtíu og fjórir órangútan-apar, sem taldir eru vera frá Indónesíu, fái loks að snúa aftur til heimkynna sinna. Taílensk yfirvöld fundu apana í þarlendum safarí-dýragarði fyrir nokkrum misserum en þá höfðu þeir verið látnir stunda hnefaleika, gestum garðsins til skemmtunar.

Erlent

Góð kosningaþátttaka í Ungverjalandi

Allgóð kjörsókn hefur verið í síðari umferð ungversku þingkosninganna sem hófst í morgun. Útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi meirihluta sínum. Þegar kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun höfðu þegar myndast biðraðir fyrir utan og það sem af er degi hefur kjörsókn verið býsna góð. Stöðugleiki hefur hingað til ekki verið helsta einkenni ungverskra stjórnmála því síðan járntjaldið féll árið 1990 hefur sitjandi ríkisstjórn aldrei náð að halda völdum.

Erlent

Enn mótmælt í Nepal

Enn einn daginn í röð fylktu mótmælendur liði í Katmandú, höfuðborg Nepals. Andófsmennirnir höfðu útgöngubann yfirvalda að engu heldur reyndu að komast inn á bannsvæði í miðborginni þar sem konungshöllin er.

Erlent

Bin Laden segir Vesturlönd í krossför gegn islam

Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í morgun ávarp frá Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkanetsins. Í ávarpinu sagði hann tilraunir ríkisstjórna á Vesturlöndum til að einangra Hamas-samtökin og átökin í Darfur dæmi um krossför Vesturlanda gegn íslam. Bin Laden bætti því við að almenningur á Vesturlöndum bæri einnig ábyrgð á þessari aðför gegn trú sinni.

Erlent

Skotið á nepalska mótmælendur

Nepalska lögreglan réðst í morgun gegn andófsmönnum sem reyndu að komast að konungshöllinni í Katmandú, höfuðborg landsins. Sáttatilboð konungs virðist hafa fallið í afar grýttan jarðveg hjá þegnum hans.

Erlent

Rekin frá CIA vegna uppljóstrana

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur leyst hátt settan starfsmann sinn frá störfum fyrir að leka upplýsingum um leynifangelsi erlendis og fangaflutninga þeim tengdum til fjölmiðla.

Erlent

Al-Maliki verður forsætisráðherra

Vonast er til að fjögurra mánaða stjórnarkreppa í Írak sé á enda eftir að samkomulag náðist um hver tæki við embætti forsætisráðherra landsins. Jalal Talabani var endurkjörinn forseti á íraska þinginu í dag.

Erlent

Bruni í Þrándheimi

Stórbruni varð í miðborg Þrándheims í Noregi í gærkvöld. Enginn slasaðist en nokkur hús gjöreyðilögðust.

Erlent

Sýkt kjöt í dönskum verslunum

Dönsk heilbrigðisyfirvöld rannsaka nú hvernig á því standi að níu tonn af ítölsku kalkúnakjöti hafi ratað í 173 danskar matvöruverslanir án tilskildrar vottunar.

Erlent

Rangar líkamsleifar afhentar

Chilesk yfirvöld hafa beðið ættingja 126 fórnarlamba herforingjastjórnarinnar illræmdu afsökunar eftir að í ljós kom að þeim voru afhentar rangar líkamsleifar.

Erlent

Al-Maliki í stað al-Jaafari

Vonast er til að höggvið hafi verið á hnútinn í stjórnarmynduninni í Írak eftir að tilkynnt var um að Jawad al-Maliki, yrði forsætisráðherraefni fylkingar sjía, í stað Ibrahims al-Jaafari, núverandi forsætisráðherra.

Erlent

Skotið á mótmælendur nærri konungshöll

Lögregla í Nepal skaut á mótmælendur í miðbæ Katmandú í morgun og særði að minnsta kosti átta menn. Tugþúsundir manna hundsuðu útgöngubann og gengu um götur borgarinnar í átt að konungshöllinni.

Erlent

Bauð ókeypis brjóstaskoðun án þess að vera læknir

Lögregla á Florída handtók í gær mann á áttræðisaldri sem hafði gengið hús úr húsi í gervi læknis og boðið konum uppá ókeypis brjóstaskoðun. Upp um manninn komst þegar kona sem hann var að skoða grunaði að eitthvað misjafnt væri á ferðinni þegar maðurinn bað hana um að fara úr öllum fötunum

Erlent

Sturtaði seðlunum niður

Í Þýskalandi eru ekki allir með það á hreinu hvort enn sé hægt að skipta þýska markinu í Evrur. Það var í það minnsta ekki elllilífeyrisþegi einn í Berlín sem fleygði andvirði 30.000 Evra í klósettið heima hjá sér og sturtaði niður.

Erlent

Gyanendra vill sættir

Ekkert útlit er fyrir að ólgunni í Nepal linni á næstunni þrátt fyrir að konungur landsins hafi heitið því í dag að koma á lýðræði þar á ný. Stærsti flokkur landsins segir sáttatilboð kóngsins ganga alltof skammt og því verði mótmælum haldið áfram.

Erlent

Deilt um skipan þingforseta á Ítalíu

Hveitibrauðsdagar sigurvegara þingkosninganna á Ítalíu urðu töluvert færri en búist var við. Brestir eru komnir í Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, sem staðfest var í vikunni að náð hefði naumum meirihluta í báðum deildum þings.

Erlent

Stjórnarandstæðingar fá að bjóða fram í Nepal

Gyanendra, konungur Nepals, hefur ákveðið að leyfa stjórnarandstöðuflokkum í landinu að bjóða fram eigin forsætisráðherraefni. Hann segir þó að starfandi ríkisstjórn verði áfram við völd enn um sinn. Nepal hefur logað í óeirðum í rúman hálfan mánuð og hafa fjórtán fallið í átökum við öryggissveitir á þeim tíma. Mótmælendur hafa krafist þess að konungur afsalaði sér alræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rétt rúmu ári.

Erlent

Nígerumenn ætla að gera upp við lánadrottna

Stjórnvöld í Nígeríu stefna að því að greiða margra milljarða skuld sína við hinn svokallaða Parísarklúbb sem nítján lánadrottnar tilheyra, þar á meðal Bretar, Rússar og Þjóðverjar. Þar með yrðu Nígeríumenn fyrsta Afríkuríkið til að gera upp alþjóðlega lánadrottna. Um er að ræða greiðslu sem nemur jafnvirði rúmlega 350 milljarða íslenskra króna. Eftir það skulda þó Nígeríumenn áfram jafnvirði tæplega 400 milljarða króna.

Erlent

Tveir létust í eldsvoða

Að minnsta kosti tveir stúdentar létu lífið og fjórir slösuðust þegar eldur kviknaði í Ríkisháskólanum í Moskvu í morgun. Byggingin er eitt eftirtektarverðasta kennileiti höfuðborgar Rússlands. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kviknaði á tótfu hæð í heimavist skólans.

Erlent

Elísabet Bretlandsdrottning fagnar 80 ára afmæli

Elísabet önnur Bretlandsdrottning fagnar áttræðis afmæli sínu í dag. Opinber hátíðarhöld í tilefni af afmælinu hefjast fyrir hádegi í dag en drottningin mun halda upp á afmæli sitt í Windsor kastala í dag.

Erlent