Erlent

Yfir 2.700 taldir látnir

Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart.

Erlent

Mótmælaganga vegna morða í Belgíu

Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum.

Erlent

Bush og Blair viðurkenna mistök

George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins.

Erlent

Kulajeff fékk ævilangt fangelsi

Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn.

Erlent

Vildi frekar sprengja skemmtistað en flugvöll

Upptökur með samtölum manna sem skipulögðu sprengjutilræði á skemmtistaðnum Ministry of Sound í Lundúnum fyrir rúmum tveimur árum voru spiluð í réttarhöldunum yfir þeim í dag. Þar kemur meðal annars fram að forsprakki hópsins ætlaði að fá sér vinnu á staðnum til að auka líkurnar á tilræðið myndi heppnast, auk þess sem honum fannst æskilegra að spregja skemmtistað en flugvöll því öryggisgæslan væri minni.

Erlent

Engar fregnir af mannfalli í Washington

Engar fregnir hafa borist af mannfalli eftir að skothvellir heyrðust í bílageymslu hinnar svokölluðu Rayburn-byggingar, í næsta nágrenni við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum, á þriðja tímanum að íslenskum tíma.

Erlent

Skothríð heyrðist í þinghúsinu í Washington

Skothríð heyrðist í eða við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær að fara inn í eða út. Ekki liggja fyrir nánari fregnir af þessu á þessari stundu en við munum að sjálfsögðu greina frá þeim um leið og þær berast.

Erlent

Sprengt við markað í Bagdad

Í það minnsta fjórir létust og 30 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk rétt eftir að forsætisráðherra Íraks sagði það eitt allra mikilvægasta verkefni nýrrar stjórnar að berjast gegn ofbeldi í höfuðborginni.

Erlent

Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku.

Erlent

Friðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær.

Aukafriðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Þessir 150 fyrstu munu tryggja öryggi flugvallarins í höfuðborginni Dili en alls hafa Ástralir sagst munu senda þrettán hundruð hermenn til þess að hjálpa til við að koma á friði í landinu unga.

Erlent

Bush og Blair óánægðir með árangur í Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja stríðið í Írak ekki hafa gengið eins vel og þeir hefðu vonast til. Bush sagði mörg mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina, þau alvarlegustu hafi verið pyntingarnar í Abu Graib fangelsinu. Blair er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.

Erlent

Dæmt í Enron-málinu

Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi.

Erlent

Nálægt því að ná samkomulagi um aðstoð til Írans

Fulltrúar sex stórvelda eru nálægt því að ná samkomulagi um endanlegt tilboð um aðstoð til Íransstjórnar, gegn því að auðgun úrans verði hætt. Ef tilboðinu verður ekki tekið á að grípa til refsiaðgerða. Þjóðirnar sex sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hafa hingað til ekki náð að koma sér saman um hvernig eigi að tækla kjarnorkudeiluna við Írana.

Erlent

Tvö stór kynferðsiafbrotamál í rannsókn í Nuuk

Tvö alvarleg kynferðisabrotamál eru nú í rannsókn lögreglunnar í Nuuk á Grænlandi. Samkvæmt danska blaðinu Politiken er talið að hátt í fimmtíu börn hafi orðið fyrir misnotkun að hálfu tveggja manna. Upp komst um fyrra málið í mars á þessu ári og hitt í apríl en tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Erlent

Rasmussen heimsækir Írak

Forsætisráðherra Danmerkur heimsótti Írak í dag - en á meðan var ekkert lát á ofbeldi í landinu. Anders Fogh Rasmussen er annar þjóðarleiðtoginn sem heimsækir Írak eftir valdatöku nýs forsætisráðherra, Al Malikis.

Erlent

Árás á Ramallah

Ísraelskir hermenn réðust inn í Ramallah, helstu borg Palestínumanna á vesturbakkanum, í dag, felldu fjóra menn og særðu um fimmtíu. Árásin var gerð daginn eftir að Bush Bandaríkjaforseti fagnaði áætlun Ísraelsstjórnar um landnám á vesturbakkanum.

Erlent

Eldhaf á flugvelli í Istanbúl

Gífurlegur eldur geisar í byggingu á flugvellinum í Istanbúl. Eldurinn kviknaði í þeim hluta flugstöðvarinnar þar sem vöruflutningar fara fram en hann er í nokkurri fjarlægð frá farþegahluta stöðvarinnar. Þykkan, svartan reyk leggur upp úr byggingunni.

Erlent

Ferðamenn hvattir til að yfirgefa Austur-Tímor

Skotbardagar geisa nú í Austur-Tímor annan daginn í röð. Erlendum ferðamönnum er nú ráðlagt að yfirgefa landið í skyndi vegna vaxandi ólgu í landinu. Forseti Austur-Tímor hét því í morgun að reyna að handsama þá sem stæðu fyrir ofbeldinu en skotbardagarnir nú hafa orðið tveimur að bana.

Erlent

Ræða viðbrögð við kjarnorkuáætlun Írans

Löndin fimm sem hafa fastasetu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna funda í dag með fulltrúum Þýskalands til að ræða viðbrögð við fastheldni Írana við kjarnorkuáætlun sína. Íbúar í Teheran biðja um að hugsanlegar refsiaðgerðir bitni ekki á almennum borgurum.

Erlent

Margra saknað eftir hamfaraflóð í Taílandi

Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Taílandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi.

Erlent

Bandaríkjamenn myndu verja Ísrael

Bush Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkjamenn myndu koma til varnar Ísraelsríki ef landið yrði fyrir árás. Þetta sagði hann á fundi hans og Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu í gær.

Erlent