Erlent

Kardinálarnir læstir inni á morgun
Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn.

Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns
Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni.

Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu
Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu.

Fækkar herforingjum um fimmtung
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent.

Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna
Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa þurft að loka flugvöllum í Moskvu í nokkrar klukkustundir vegna drónaárása Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 105 dróna hafa verið skotna niður í nótt, víðsvegar yfir Rússlandi.

„Ástandið er að versna“
Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða.

Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“

Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa
Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014.

Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld
Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn.

Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa
Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“.

Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn
Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni.

Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi
Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran.

Með bæði betri og fleiri vopn en síðast
Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt.

Ætla að hernema Gasaströndina
Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu.

Segir réttarríkið standa í vegi sínum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum.

Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga
Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær.

Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða
Fjórtán börn hafa verið handtekin í tengslum við andlát fjórtán ára drengs sem brann inni í geymsluhúsnæði í bænum Gateshead í Bretlandi á föstudag.

Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim
Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim.

Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki
Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta.

Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur
Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi.

Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena
Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum.

Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka
Fimm menn, þar af fjórir íranskir ríkisborgarar, voru handteknir í Englandi í tengslum við rannsókn á undirbúningi hryðjuverka.

Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“
Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu.

PAP vann stórsigur í Singapúr
People’s Action flokkurinn, PAP, vann stórsigur í þingkosningum í Singapúr í dag. Flokkurinn hefur verið við völd í landinu í 66 ár. Lawrence Wong, forsætisráðherra landsins, tók við fyrir um ára síðan þegar þáverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér.

Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld
Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við.

Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum
Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt.

Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund
Íbúafjöldi Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, hefur náð tuttugu þúsund manns í fyrsta sinn. Tilkynnt var um tímamótin þann 1. maí á heimasíðu sveitarfélagsins sem heitir Sermersooq.

Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri
Blóð bandarísks manns, sem lét snáka bíta sig 200 sinnum og sprautaði sig með snákaeitri oftar en 700 sinnum yfir átján ára tímabil, hefur leitt til móteiturs „sem á sér enga hliðstæðu“ að sögn vísindamanna.

Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu
Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins.

Birti mynd af sér í páfaskrúða
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega.