Erlent Öryggisráðið heldur neyðarfund vegna Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna. Erlent 26.12.2006 15:32 Refaveiðimenn elta lyktina af ref Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum. Erlent 26.12.2006 15:20 15 farast í sprengingu í Írak Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar. Erlent 26.12.2006 15:06 Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016 Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð.“ og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020. Erlent 26.12.2006 14:32 Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis. Erlent 26.12.2006 14:19 Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins. Erlent 26.12.2006 13:53 Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands. Erlent 26.12.2006 13:25 Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar. Erlent 26.12.2006 13:16 Kastró á batavegi Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða. Erlent 26.12.2006 12:49 Hættir öllu samstarfi Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Erlent 26.12.2006 12:00 Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu. Erlent 26.12.2006 11:49 Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. Erlent 26.12.2006 11:15 25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Erlent 26.12.2006 11:06 Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. Erlent 26.12.2006 10:45 Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. Erlent 26.12.2006 10:30 Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. Erlent 26.12.2006 10:15 Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir. Erlent 26.12.2006 09:14 Stríðsátök magnast í Sómalíu Stríðsátök mögnuðust enn í Sómalíu (IMK) í dag þegar Eþíópíuher gerði loftárásir á herflugvelli sem íslamistar halda. Eþíópíumenn styðja sómölsku ríkisstjórnina gegn árásum byssumanna sem taldir eru tengjast Al Kaída-samtökunum. Erlent 25.12.2006 19:39 Hungur á tímum allsnægta Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. Erlent 25.12.2006 18:55 Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 25.12.2006 16:46 Búdda snúinn aftur? Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum. Erlent 25.12.2006 16:18 Átta ára atvinnumaður Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Erlent 25.12.2006 16:00 Drottningin vill brúa kynslóðabilið Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða. Erlent 25.12.2006 15:44 Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum. Erlent 25.12.2006 14:42 Hópslagsmál í Kína Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum. Erlent 25.12.2006 14:00 Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Erlent 25.12.2006 13:45 Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem. Erlent 25.12.2006 13:16 Fjárframlög vegna flóðbylgjunnar rannsökuð Bandaríkin og sex Evrópulönd hafa þrýst á Tælendinga að rannsaka hvort fjárframlög sem fara áttu til að bera kennsl á lík eftir flóðbylgjuna fyrir nær tveimur árum, hafi verið misnotuð, en um var að ræða framlög til viðamestu réttarlæknisrannsókn allra tíma. Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Erlent 25.12.2006 12:29 Páfi biður fólk um muna eftir þeim sem minna mega sín Benedikt páfi sagði í jólaræðu sinni í dag að þó svo mannkynið hefði náð til annarra hnatta og leyst mörg af leyndarmálum náttúrunnar, ætti það ekki að gera ráð fyrir því að geta lifað án Guðs. Hann sagði það skammarlegt að þessum tímum neysluæðis myndu fáir eftir þeim sem væru að deyja úr hungri, þorsta, sjúkdómum, fátækt, stríði og hryðjuverkum. Erlent 25.12.2006 12:24 Tortímandinn er mannlegur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu varð fyrir því óláni í gær að fótbrotna í skíðafríi sem hann er í ásamt fjölskyldu sinni í Sun Valley í Idahó í Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað hvort fyrrum kvikmyndastjarnan þarf að gangast undir aðgerð á lærlegg vegna brotsins, en hann er ekki í gifsi. Erlent 25.12.2006 12:00 « ‹ ›
Öryggisráðið heldur neyðarfund vegna Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna. Erlent 26.12.2006 15:32
Refaveiðimenn elta lyktina af ref Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum. Erlent 26.12.2006 15:20
15 farast í sprengingu í Írak Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar. Erlent 26.12.2006 15:06
Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016 Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð.“ og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020. Erlent 26.12.2006 14:32
Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis. Erlent 26.12.2006 14:19
Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins. Erlent 26.12.2006 13:53
Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands. Erlent 26.12.2006 13:25
Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar. Erlent 26.12.2006 13:16
Kastró á batavegi Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða. Erlent 26.12.2006 12:49
Hættir öllu samstarfi Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Erlent 26.12.2006 12:00
Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu. Erlent 26.12.2006 11:49
Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. Erlent 26.12.2006 11:15
25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Erlent 26.12.2006 11:06
Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. Erlent 26.12.2006 10:45
Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. Erlent 26.12.2006 10:30
Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. Erlent 26.12.2006 10:15
Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir. Erlent 26.12.2006 09:14
Stríðsátök magnast í Sómalíu Stríðsátök mögnuðust enn í Sómalíu (IMK) í dag þegar Eþíópíuher gerði loftárásir á herflugvelli sem íslamistar halda. Eþíópíumenn styðja sómölsku ríkisstjórnina gegn árásum byssumanna sem taldir eru tengjast Al Kaída-samtökunum. Erlent 25.12.2006 19:39
Hungur á tímum allsnægta Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. Erlent 25.12.2006 18:55
Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 25.12.2006 16:46
Búdda snúinn aftur? Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum. Erlent 25.12.2006 16:18
Átta ára atvinnumaður Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Erlent 25.12.2006 16:00
Drottningin vill brúa kynslóðabilið Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða. Erlent 25.12.2006 15:44
Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum. Erlent 25.12.2006 14:42
Hópslagsmál í Kína Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum. Erlent 25.12.2006 14:00
Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Erlent 25.12.2006 13:45
Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem. Erlent 25.12.2006 13:16
Fjárframlög vegna flóðbylgjunnar rannsökuð Bandaríkin og sex Evrópulönd hafa þrýst á Tælendinga að rannsaka hvort fjárframlög sem fara áttu til að bera kennsl á lík eftir flóðbylgjuna fyrir nær tveimur árum, hafi verið misnotuð, en um var að ræða framlög til viðamestu réttarlæknisrannsókn allra tíma. Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Erlent 25.12.2006 12:29
Páfi biður fólk um muna eftir þeim sem minna mega sín Benedikt páfi sagði í jólaræðu sinni í dag að þó svo mannkynið hefði náð til annarra hnatta og leyst mörg af leyndarmálum náttúrunnar, ætti það ekki að gera ráð fyrir því að geta lifað án Guðs. Hann sagði það skammarlegt að þessum tímum neysluæðis myndu fáir eftir þeim sem væru að deyja úr hungri, þorsta, sjúkdómum, fátækt, stríði og hryðjuverkum. Erlent 25.12.2006 12:24
Tortímandinn er mannlegur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu varð fyrir því óláni í gær að fótbrotna í skíðafríi sem hann er í ásamt fjölskyldu sinni í Sun Valley í Idahó í Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað hvort fyrrum kvikmyndastjarnan þarf að gangast undir aðgerð á lærlegg vegna brotsins, en hann er ekki í gifsi. Erlent 25.12.2006 12:00