Erlent

Beckham kom til þess að spila fótbolta

Eigendur fótboltaliðsins LA Galaxy hafa í dag varið þá ákvörðun sína að semja við David Beckham en margir vilja meina að sú ákvörðun sé ekki tekin vegna hæfileika hans í knattspyrnu. Samningurinn sem var gerður við Beckham er 18 milljarða virði.

Erlent

Bjór gegn glæpum

Tveir hjálpsamir menn í Flórída í Bandaríkjunum náðu að handsama ræningja sem lögregla var að leita að. Og hvernig? Jú, með því að gefa honum bjór.

Erlent

Blair ver utanríkisstefnu sína

Tony Blair sagði í ræðu í dag að utanríkisstefna hans, sem felst í fyrirbyggjandi árásum, væri kannski umdeild en að hún væri rétt og að nauðsynlegt væri að halda henni áfram. Hann viðurkenndi þó að breski herinn væri of upptekinn um þessar mundir en íhaldsmenn í Bretlandi hafa sagt það vera hans einu arfleifð.

Erlent

Leiðtogi norsku launþegasamtakanna sökuð um einelti

Gerd Liv Valla, leiðtogi norsku launþegasamtakanna LO, hefur verið sökuð um að leggja einstaka undirmenn sína í samtökunum í einelti. Í gær sagði Ingunn Yssen, alþjóðlegur ritari samtakanna, upp störfum eftir að hafa verið lögð í einelti af formanninum í þrjú og hálft ár. Hún hafði verið í veikindafríi í hálft ár áður en hún sagði upp starfinu.

Erlent

Peron framseld til Argentínu

Isabel Peron var í dag framseld yfirvöldum í Argentínu vegna gruns um að hún hafi fyrirskipað fjölmörg morð og mannrán á valdatíma sínum sem forseti Argentínu. Hún tók við embætti á forseta áttunda áratug síðustu aldar eftir að eiginmaður hennar, Juan Peron, þáverandi forseti Argentínu, lést.

Erlent

Kínverjar og Rússar beita neitunarvaldi

Kínverjar og Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðana gegn ályktun Bandaríkjamanna sem átti að setja þrýsting á stjórnvöld í Myanmar en réttindi minnihluta og stjórnarandstöðu eru virt að vettugi þar í landi.

Erlent

Handteknir fyrir að fita hundinn

Tveir breskir bræðir hafa verið dæmdir fyrir brot á dýraverndunarlögum en þeir gáfu hundinum sínum Rusty meira að éta en honum var gott. Vesalings Labradorhundurinn þyngdist um næstum fjórtán kíló á tveimur árum og eins og sjá má líkist hann meira rostungi en venjulegum hvutta.

Erlent

Ætla ekki að ráðast á Íran

Bandaríkin neituðu því í dag að þeir væru að undirbúa árásir gegn Íran og Sýrlandi þrátt fyrir að George W. Bush hafi varað löndin sterklega við á miðvikudaginn var. Þá sakaði hann stjórnvöld í löndunum tveim um að leyfa hryðjuverkamönnum að nota lönd sín sem grunnbúðir við árásir í Írak.

Erlent

Samráð á tortilla markaðnum

Forseti Mexíkó, Felipe Calderon, hefur lofað því að reyna að koma í veg fyrir hækkandi verð á tortilla-kökum en þær uppistaða í fæðu margra fátækra íbúa Mexíkó. Verðið á kökunum hefur alls hækkað um 10% á síðastliðnu ári.

Erlent

Dómsdagsklukkan færist nær miðnætti

Varðmenn Dómsdagsklukkunnar svokölluðu hafa ákveðið að færa hendur hennar fram á miðvikudaginn kemur vegna aukinnar kjarnorkuógnar og gróðurhúsaáhrifanna. Klukkunni, sem er viðhaldið af Fréttablaði kjarnorkusérfræðinga, er sem stendur sjö mínútur í miðnætti en miðnætti á að marka hamfarir á heimsvísu.

Erlent

Forseti Írans heimsækir Venesúela

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fór í dag í sína aðra ferð til Suður Ameríku á síðastliðnum fjórum mánuðum. Þar mun hann heimsækja Venesúela, Níkaragúa og Ekvador en forsetar þeirra landa eru eins og Ahmadinejad sjálfur, ósáttir við Bandaríkin og forseta þeirra George W. Bush.

Erlent

Flutningaskip strandar við Noregsstrendur

Stórt flutningaskip strandaði rétt í þessu fyrir utan Bergen og hefur norska strandgæslan hafið björgunaraðgerðir til þess að koma skipverjum í land. Skipið var ekki með farm en það var á leið til Murmansk að ná í farm. Einhver hætta er talin á því að olía geti lekið úr vélarrúminu. Leki er þegar kominn að vélarrúmi skipsins en veður er slæmt á strandstað.

Erlent

Ferguson tjáir sig um vistaskipti Beckhams

Sir Alex Ferguson segist hafa séð það fyrir að fyrrum leikmaður hans David Beckham færi til Bandaríkjanna eftir að hann féll úr náðinni hjá Real Madrid. Félagar hans á Spáni segjast muni sakna hans þegar hann heldur vestur um haf. Adriano Galliani, yfirmaður AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hefði klárlega gert David Beckham tilboð ef hann hefði ekki ákveðið að fara til Bandaríkjanna.

Erlent

90 handteknir í Guantanamo-mótmælum

90 mótmælendur voru handteknir í Washington í dag, þar sem þeir mótmæltu fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo. Fólkið var að reyna að ryðjast inn í byggingu alríkisdómstólsins þegar það var handtekið.

Erlent

Varað við ferðalögum til Bangladesh

Breska utanríkisráðuneytið hefur varað Breta við ferðalögum til Bangladesh. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að talsvert sé um hryðjuverkaárásir í landinu og að Vesturlandabúar gætu átt á hættu að vera rænt af öfgamönnum og mótmælendum.

Erlent

Starfsmaður S.þ. myrtur í Súdan

Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna var myrtur í fyrirsát í suðurhluta Súdans í dag. Maðurinn vann fyrir Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Hann var farþegi í bíl sem setið var fyrir þrátt fyrir að bílnum fylgdu hermenn frá suður-súdanska hernum.

Erlent

Rússar fordæma árás á íranska ræðisskrifstofu

Rússar fordæmdu í dag árás Bandaríkjamanna á ræðisskrifstofu Írana í gærmorgun. Yfirlýsingin sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér var harðorð, þar sem árás Bandaríkjamanna í gær var meðal annars kölluð "algjörlega óásættanleg" og "brot á alþjóðalögum".

Erlent

Hilary heldur til Íraks

Hillary Clinton, öldungardeildarþingmaður Demókrata, er á leiðinni til Íraks um helgina. Hilary fer ásamt tveimur öðrum þingmönnum til að kynna sér ástandið í landinu eftir mjög umdeilda ákvörðun George Bush að auka herstyrk Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns.

Erlent

Norsk börn smíðuðu gálga í "Saddams-leik"

Árvakur kennari í Follo í Noregi náði að grípa í taumana í tæka tíð þar sem hópur skólabarna í þriðja bekk voru úti á skólalóðinni í Saddams-leik. Leikurinn gekk út á að taka einhvern af hinum börnunum til fanga og þegar kennarinn kom að stóð einn "fanginn" með snöru um hálsinn.

Erlent

Sýfilistilfellum fjölgar ört í Kína

Ný skýrsla sem birtist í virtu læknatímariti leiðir í ljós að Kínverjar glíma nú við ört hækkandi tíðni kynsjúkdómsins syphilis. Sjúkdómnum var nánast útrýmt í Kína á sjöunda og áttunda áratugnum en nú þarf að bregðast við vaxandi útbreiðslu á ný. Sérstaklega vekur ugg að leiða má líkur að því að nýsmit annarra kynsjúkdóma haldist í hendur við vaxandi tíðni sýfilis.

Erlent

Stríðsherrar skila vopnunum

Nokkrir stríðsherranna sem barist hafa í Sómalíu síðustu 16 árin hafa samþykkt að leggja niður vopn eftir að bardagar í morgun urðu að minnsta kosti 5 manns að bana. Stríðsherrarnir funduðu með forsetanum Abdullahi Yusuf í höfuðborginni Mogadishu í dag þar sem þetta varð niðurstaðan.

Erlent

Átök eftir föstudagsbænir í Bagdad

Hópur vígamanna sem grunað er að hafi verið sjíamúslimar réðust til atlögu á súnnímosku þegar föstudagsbænum var að ljúka í Bagdad í dag. Tveir verðir sem vörnuðu þeim inngöngu særðust í árásinni en enginn særðist alvarlega. Mennirnir virtu að vettugi vikulegt bílabann í kringum föstudagsbænir á götum Bagdad.

Erlent

Al-Kaída-menn sagðir í Pakistan

Leiðtogar al-Kaída hryðjuverkanetsins hafast við í Pakistan og þaðan vinna þeir að því að styrkja samtökin um allan heim. Þetta er mat Johns Negroponte, yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og verðandi aðstoðarutanríkisráðherra.

Erlent

Lofar reiðum hermönnum bættum aðstæðum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði í dag að bæta aðstæður hermanna í Bretlandi um leið og hann sagði hermönnum að þeir yrðu að halda áfram að berjast til þess að Bretar töpuðu ekki áhrifum sínum á alþjóðavísu. Þetta var í fyrsta skipti sem forsætisráðherrann viðurkennir reiði hermanna og lofar að bregðast við.

Erlent

Karlmenn 30 milljónum fleiri en konurnar

Fullorðnir kínverskir karlmenn verða 30 milljónum fleiri en konur á sama aldri innan 15 ára. Þetta orsakast af strangri stefnu stjórnvalda til að ná tökum á fólksfjölgun í Kína, með því að takmarka barneignir við eitt barn á hvert par. Kynbundnar fóstureyðingar hafa verið stundaðar markvisst síðan þá.

Erlent

Nóbelsverðlaunahafi vill ekki stjórna landinu

Mohammed Yunus, sem deildi friðarverðlaunum Nóbels með smálánabankanum Grameen sem hann stofnaði, hefur afþakkað að taka við leiðtogasæti í bráðabirgðastjórn heimalands síns Bangladesh. Tilboðið barst Yunus eftir að forseti landsins vék úr forsætisráðherraembætti í bráðabirgðastjórn landsins.

Erlent

Grikkir sprengdu bandaríska sendiráðið

Vinstrisinnaðir Grikkir sem kalla sig Byltingarliðarnir hafa lýst ábyrgð á hendur sér fyrir sprengjuárásina í Aþenu árla í morgun. Enginn særðist í sprengingunni í morgun þegar sprengu var varpað í gegnum rúðugler og sprakk hún inni á klósetti. Ekki eru miklar skemmdir á byggingunni heldur. Bandaríska sendiráðið er eitt þeirra húsa sem best er gætt í Aþenu og má búast við að frekar verði hert en slakað á öryggiskröfum nú.

Erlent

Brown gefur gott fordæmi

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands og líklegasti eftirmaður Tonys Blairs í forsætisráðherrastólnum, sagðist í dag sjálfur ætla að ganga á undan með góðu fordæmi í umhverfismálum. Brown er mjög umhugað um umhverfismál og hlýnun andrúmsloftsins og segir hann reglugerðir og stjórnvaldsákvarðanir duga skammt ef stjórnmálamenn taki ekki persónulega ábyrgð.

Erlent