Erlent Norskir diplómatar sendir heim frá Eþíópíu Eþíópísk stjórnvöld hafa vísað sex norskum sendiráðsstarfsmönnum af níu úr landi, en þau saka Norðmenn um að reyna að kynda undir ófriði á austurodda Afríku. Erlent 28.8.2007 13:01 Trúmaður í forsetastól í Tyrklandi í dag Fastlega er gert ráð fyrir því að Abdulla Gul verði kjörinn forseti Tyrklands, í atkvæðagreiðslu í þinginu upp úr hádegi í dag. Erlent 28.8.2007 11:54 Merkel minnir Kínverja á mikilvægi mannréttinda Angela Merkel kanslari Þýskalands varaði kínversk stjórnvöld við því að umheimurinn myndi fylgjast náið með mannréttindamálum í Kína á næstunni. Erlent 28.8.2007 11:51 Talibanar tala aftur um afdrif gísla Fulltrúar talibana og Suður-kóreustjórnar hófu samningaviðræður á ný í morgun um afdrif nítján gísla frá Suður-Kóreu, sem talibanar hafa í haldi í Afganistan. Erlent 28.8.2007 11:47 Fjölþjóðalið berst við skógarelda í Grikklandi Slökkviliðsmenn frá sautján löndum berjast nú við skógareldana í Grikklandi við hlið grískra starfsbræðra sinna. Eldar kvikna hraðar en slökkviliðsmönnum tekst að kveða þá niður. Erlent 28.8.2007 11:44 Suður-Kóreumönnunum verður sleppt Talbanar í Afganistan hafa fallist á að sleppa 19 suður-kóreskum gíslum gegn því að Suður-Kórea dragi herlið sitt frá landinu fyrir lok þessa árs. Þá samþykkti suður-kóresk sendinefnd ýmis önnur skilyrði, svo sem að yfirvöld myndu koma í veg fyrir að þegnar þeirra stunduðu trúboð í Afganistan. Kóresk yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Erlent 28.8.2007 11:42 Bróðirinn bollaði kærustuna Tveir þýskir bræður hafa verið ákærðir annarsvegar fyrir nauðgun og hinsvegar þáttöku í nauðgun í heila tvo mánuði. Konan var kærasta yngri bróðurins sem efaðist um stærð sína og getu í bólinu. Hann vildi hinsvegar ekki missa kærustuna. Erlent 28.8.2007 11:13 Vill herinn ekki heim strax Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vill ekki setja nein tímamörk á veru breska hersins í Írak. Í bréfi til Sir Menzies Campbells, leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, sagði Brown að herinn hefði enn skyldum að gegna í Írak, og því óviðeigandi að ákveða brottfarardaginn. Erlent 28.8.2007 10:36 Demantur vel yfir eitt kíló Stærsti demantur sem nokkrusinni hefur litið dagsins ljós fannst í demantanámu í Suður-Afríku í gær. Hann er sagður helmingi stærri en Cullinan demanturinn sem hefur átt metið hingaðtil. Risademanturinn verður fluttur til Jóhannesarborgar undir strangri öryggisgæslu. Erlent 28.8.2007 10:20 Missa svefn yfir græjunum Breskir unglingar eru að missa svefn vegna allra raftækjanna í svefnherberginu þeirra, og skemma þar með heilsu sína. Þrjátíu prósent unglinga á aldrinum 12-16 ára fá einungis 4 til 7 tíma svefn, í stað 8 eða 9 eins og mælt er með. Erlent 28.8.2007 09:55 Leyniþjónusta ritskoðar bók um Friðrik krónprins Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar mun að öllum líkindum lesa yfir handrit að bók sem fyrrverandi lífvörður Friðriks krónprins er að skrifa. Bókin mun bera nafnið "Í leyniþjónustu hans hátignar." Útgefandi bókarinnar segist hafa lesið um það í fjölmiðlum að leyniþjónustan hefði áhyggjur af uppljóstrunum. Erlent 28.8.2007 09:48 Bandaríkjamenn feitari en nokkru sinni fyrr Bandaríkjamenn eru feitari en nokkru sinni fyrr. Offituvandamál hafa aukist í flestum fylkjum Bandaríkjanna og þeim fækkar sem stunda reglulega hreyfingu. Erlent 28.8.2007 08:04 Asíukapphlaupið til tunglsins Japanar segja sín áform þau viðamestu síðan Bandaríkjamenn fóru til tunglsins með Apollo. Kínverjar ætla að rannsaka yfirborð tunglsins til undirbúnings þess að þeirra menn verði sendir til tunglsins. Erlent 28.8.2007 08:00 Flugfélag glímir við sama vandamál og Jóakim Aðalönd Flugfélagið SAS glímir við vandamál af sama toga og hrjáð hefur Jóakim Aðalönd um langt skeið. Félagið á erlenda smámynt sem vegur í heild 750 kíló. Verðmæti myntarinnar nemur allt að þrjátíu milljónum íslenskra króna. Vandinn er hins vegar sá að dönsku bankarnir vilja alls ekki kaupa hana. Erlent 28.8.2007 07:59 Foreldrar Madeleine að gefast upp Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, hefur misst alla trú á rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi dóttur sinnar. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan stúlkan hvarf. Gerry segist vera þreyttur á því hversu hægt rannsókninni miðar og hversu litlar upplýsingar hann fái um gang mála. Erlent 28.8.2007 07:15 Olmert og Abbas funda í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hyggjast funda á heimili Olmerts í Jerúsalem í dag. Riyad al-Malki, upplýsingaráðherra Palestínu segir að rædd verði grundvallaratriði sem snúa að stofnun palestínsk ríkis. Erlent 28.8.2007 07:14 Rússar forðist hrottaskap Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti varar rússnesk stjórnvöld við því að sýna af sér „hrottaskap“ í samskiptum við önnur ríki. „Rússar eru að snúa aftur á sjónarsviðið og leggja spilin á borðið, einkum þó olíu og gas, með ákveðnum hrottaskap,“ sagði Sarkozy í gær á fundi með rússneskum sendiherrum, þar sem hann gerði grein fyrir utanríkisstefnu sinni. Erlent 28.8.2007 04:15 Kanna hvort íkveikjur teljist hryðjuverk Skógareldarnir í Grikklandi hafa kostað meira en 60 manns lífið. Einn maður hefur verið ákærður fyrir morð og íkveikjur og nokkrir fyrir að hafa kveikt í af gáleysi. Viðbrögð stjórnvalda verða hitamál fram að kosningum 16. september. Erlent 28.8.2007 03:00 Stefnt að kosningum í árslok Bráðabirgðaforsætisráðherra Taílands, sem skipaður var af herforingjunum sem tóku völdin í landinu í fyrrahaust, lýsti því yfir í gær að halda ætti þingkosningar hinn 23. desember. Áður hafði landskjörstjórnin lagt þessa dagsetningu til. Formleg verður hún fyrst eftir að konungurinn hefur staðfest hana. Erlent 28.8.2007 02:15 Þiggjendalöndum fækkað Sænsk stjórnvöld hyggjast í áföngum hætta að veita yfir 30 löndum þróunaraðstoð, þar á meðal Suður-Afríku og Víetnam, en leggja þess í stað þeim mun meiri áherslu á stuðning við fátækustu lönd Afríku. Þetta er meðal breytinga á þróunaraðstoðarstefnu Svía sem kynntar voru í gær. Eftir breytingarnar fækkar löndum sem þiggja sænska þróunaraðstoð úr 70 í 33. Erlent 28.8.2007 02:00 Yfirmaður hersins uggandi Yasar Büyükanit, yfirhershöfðingi Tyrklandshers, lýsti því yfir í gær að veraldlegum gildum tyrkneska lýðveldisins væri ógnað af „miðstöðvum hins illa“. Erlent 28.8.2007 01:30 Reyndir íhaldsmenn taka við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, stokkaði upp í ríkisstjórninni í gær í því skyni að freista þess að endurheimta fylgi sem stjórnarflokkurinn missti í kosningum sem fram fóru í liðnum mánuði. Hann skipaði reynda íhaldsmenn í nokkur helstu áhrifaembættin í stjórninni og flokksforystunni. Erlent 28.8.2007 00:30 Bush segir ófrægingarherferð hafa hrakið Gonzales úr embætti George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að blóðþyrstir demókratar á bandaríska þinginu hefðu hrakið dómsmálaráðherrann Alberto Gonzales úr starfi sínu. Gonzales og Bush eru vinir og samstarfsmenn til margra ára. Bush lýsti í dag yfir miklum vonbrigðum með að Gonzales skuli hafa sagt af sér eftir tvö og hálft ár í starfi. Erlent 27.8.2007 23:24 Tyrkneski herinn varar við uppgangi öfgafullra múslima Yfirmaður tyrkneska hersins varaði í dag við því að ill öfl í landinu væru að grafa undan tyrkneska ríkinu. Hershöfðinginn, Yasar Buyukanit sagði þetta í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Hann tilgreindi ekki hvaða öfl hann ætti við en á morgun er búist við því að þingmenn á tyrkneska þinginu kjósi Abdullah Gul sem forseta landsins. Gul er fyrrverandi íslamisti. Erlent 27.8.2007 22:40 Heiðruðu minningu Rhys Jones Tveimur ungum mönnum sem grunaðir eru um að hafa skotið Rhys Jones, ellefu ára pilt, til bana í Liverpool í síðustu viku hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. Liðsmenn knattspyrnuliðsins Everton, uppháhaldsliðs drengsins, heiðruðu minningu hans í dag. Erlent 27.8.2007 19:07 Hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda Yfirvöld í Grikklandi hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda sem geisað hafa þar í landi síðan á föstudag. Að minnsta kosti sextíu manns hafa látið lífið í eldunum. Erlent 27.8.2007 18:55 Íranar mótmæla múhameðsmyndum Írönsk yfirvöld kölluðu ræðismann Svíþjóðar á sinn fund í dag til að mótmæla formlega óviðeigandi teikningum af Múhameð spámanni í sænsku dagblaði. Myndirnar, sem eru eftir sænskan listamann, birtust í héraðsfréttablaðinu Nerikes Allehanda. Blaðið ver birtinguna og ber við málfrelsi. Erlent 27.8.2007 16:37 Páfi stofnar lággjaldaflugfélag Benedikt 16. páfi vill hjálpa hinum trúuðu að komast á helga staði kaþólskrar trúar. Því hefur Páfagarður gert fimm ára samning við flugfélagið Mistral Air um leigu á flugvélum. Venjulega flytur þetta flugfélag bréf og pakka fyrir ítölsku póstþjónustuna. Erlent 27.8.2007 16:24 Hljóp tvö maraþon á dag Átta ára kínversk stúlka kom í gær til Peking, eftir að hafa hlaupið þangað um 3550 kílómetra vegalengd á innan við tveimur mánuðum. Zhang Huimin lagði af stað frá Hainan sýslu þriðja júlí síðastliðinn. Hún vaknaði klukkan hálf þrjú á hverjum morgni og hljóp meira en 84 kílómetra, eða um tvö maraþon, á hverjum degi. Erlent 27.8.2007 15:46 Leyniþjónustumenn myrtu Politkovskayu Það voru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar FSB sem stóðu að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Ríkissaksóknari Rússlands upplýsti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að tíu menn hefðu verið handteknir vegna málsins. Þeirra á meðal maðurinn sem framdi morðið. Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt á síðasta ári. Erlent 27.8.2007 15:34 « ‹ ›
Norskir diplómatar sendir heim frá Eþíópíu Eþíópísk stjórnvöld hafa vísað sex norskum sendiráðsstarfsmönnum af níu úr landi, en þau saka Norðmenn um að reyna að kynda undir ófriði á austurodda Afríku. Erlent 28.8.2007 13:01
Trúmaður í forsetastól í Tyrklandi í dag Fastlega er gert ráð fyrir því að Abdulla Gul verði kjörinn forseti Tyrklands, í atkvæðagreiðslu í þinginu upp úr hádegi í dag. Erlent 28.8.2007 11:54
Merkel minnir Kínverja á mikilvægi mannréttinda Angela Merkel kanslari Þýskalands varaði kínversk stjórnvöld við því að umheimurinn myndi fylgjast náið með mannréttindamálum í Kína á næstunni. Erlent 28.8.2007 11:51
Talibanar tala aftur um afdrif gísla Fulltrúar talibana og Suður-kóreustjórnar hófu samningaviðræður á ný í morgun um afdrif nítján gísla frá Suður-Kóreu, sem talibanar hafa í haldi í Afganistan. Erlent 28.8.2007 11:47
Fjölþjóðalið berst við skógarelda í Grikklandi Slökkviliðsmenn frá sautján löndum berjast nú við skógareldana í Grikklandi við hlið grískra starfsbræðra sinna. Eldar kvikna hraðar en slökkviliðsmönnum tekst að kveða þá niður. Erlent 28.8.2007 11:44
Suður-Kóreumönnunum verður sleppt Talbanar í Afganistan hafa fallist á að sleppa 19 suður-kóreskum gíslum gegn því að Suður-Kórea dragi herlið sitt frá landinu fyrir lok þessa árs. Þá samþykkti suður-kóresk sendinefnd ýmis önnur skilyrði, svo sem að yfirvöld myndu koma í veg fyrir að þegnar þeirra stunduðu trúboð í Afganistan. Kóresk yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Erlent 28.8.2007 11:42
Bróðirinn bollaði kærustuna Tveir þýskir bræður hafa verið ákærðir annarsvegar fyrir nauðgun og hinsvegar þáttöku í nauðgun í heila tvo mánuði. Konan var kærasta yngri bróðurins sem efaðist um stærð sína og getu í bólinu. Hann vildi hinsvegar ekki missa kærustuna. Erlent 28.8.2007 11:13
Vill herinn ekki heim strax Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vill ekki setja nein tímamörk á veru breska hersins í Írak. Í bréfi til Sir Menzies Campbells, leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, sagði Brown að herinn hefði enn skyldum að gegna í Írak, og því óviðeigandi að ákveða brottfarardaginn. Erlent 28.8.2007 10:36
Demantur vel yfir eitt kíló Stærsti demantur sem nokkrusinni hefur litið dagsins ljós fannst í demantanámu í Suður-Afríku í gær. Hann er sagður helmingi stærri en Cullinan demanturinn sem hefur átt metið hingaðtil. Risademanturinn verður fluttur til Jóhannesarborgar undir strangri öryggisgæslu. Erlent 28.8.2007 10:20
Missa svefn yfir græjunum Breskir unglingar eru að missa svefn vegna allra raftækjanna í svefnherberginu þeirra, og skemma þar með heilsu sína. Þrjátíu prósent unglinga á aldrinum 12-16 ára fá einungis 4 til 7 tíma svefn, í stað 8 eða 9 eins og mælt er með. Erlent 28.8.2007 09:55
Leyniþjónusta ritskoðar bók um Friðrik krónprins Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar mun að öllum líkindum lesa yfir handrit að bók sem fyrrverandi lífvörður Friðriks krónprins er að skrifa. Bókin mun bera nafnið "Í leyniþjónustu hans hátignar." Útgefandi bókarinnar segist hafa lesið um það í fjölmiðlum að leyniþjónustan hefði áhyggjur af uppljóstrunum. Erlent 28.8.2007 09:48
Bandaríkjamenn feitari en nokkru sinni fyrr Bandaríkjamenn eru feitari en nokkru sinni fyrr. Offituvandamál hafa aukist í flestum fylkjum Bandaríkjanna og þeim fækkar sem stunda reglulega hreyfingu. Erlent 28.8.2007 08:04
Asíukapphlaupið til tunglsins Japanar segja sín áform þau viðamestu síðan Bandaríkjamenn fóru til tunglsins með Apollo. Kínverjar ætla að rannsaka yfirborð tunglsins til undirbúnings þess að þeirra menn verði sendir til tunglsins. Erlent 28.8.2007 08:00
Flugfélag glímir við sama vandamál og Jóakim Aðalönd Flugfélagið SAS glímir við vandamál af sama toga og hrjáð hefur Jóakim Aðalönd um langt skeið. Félagið á erlenda smámynt sem vegur í heild 750 kíló. Verðmæti myntarinnar nemur allt að þrjátíu milljónum íslenskra króna. Vandinn er hins vegar sá að dönsku bankarnir vilja alls ekki kaupa hana. Erlent 28.8.2007 07:59
Foreldrar Madeleine að gefast upp Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, hefur misst alla trú á rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi dóttur sinnar. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan stúlkan hvarf. Gerry segist vera þreyttur á því hversu hægt rannsókninni miðar og hversu litlar upplýsingar hann fái um gang mála. Erlent 28.8.2007 07:15
Olmert og Abbas funda í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hyggjast funda á heimili Olmerts í Jerúsalem í dag. Riyad al-Malki, upplýsingaráðherra Palestínu segir að rædd verði grundvallaratriði sem snúa að stofnun palestínsk ríkis. Erlent 28.8.2007 07:14
Rússar forðist hrottaskap Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti varar rússnesk stjórnvöld við því að sýna af sér „hrottaskap“ í samskiptum við önnur ríki. „Rússar eru að snúa aftur á sjónarsviðið og leggja spilin á borðið, einkum þó olíu og gas, með ákveðnum hrottaskap,“ sagði Sarkozy í gær á fundi með rússneskum sendiherrum, þar sem hann gerði grein fyrir utanríkisstefnu sinni. Erlent 28.8.2007 04:15
Kanna hvort íkveikjur teljist hryðjuverk Skógareldarnir í Grikklandi hafa kostað meira en 60 manns lífið. Einn maður hefur verið ákærður fyrir morð og íkveikjur og nokkrir fyrir að hafa kveikt í af gáleysi. Viðbrögð stjórnvalda verða hitamál fram að kosningum 16. september. Erlent 28.8.2007 03:00
Stefnt að kosningum í árslok Bráðabirgðaforsætisráðherra Taílands, sem skipaður var af herforingjunum sem tóku völdin í landinu í fyrrahaust, lýsti því yfir í gær að halda ætti þingkosningar hinn 23. desember. Áður hafði landskjörstjórnin lagt þessa dagsetningu til. Formleg verður hún fyrst eftir að konungurinn hefur staðfest hana. Erlent 28.8.2007 02:15
Þiggjendalöndum fækkað Sænsk stjórnvöld hyggjast í áföngum hætta að veita yfir 30 löndum þróunaraðstoð, þar á meðal Suður-Afríku og Víetnam, en leggja þess í stað þeim mun meiri áherslu á stuðning við fátækustu lönd Afríku. Þetta er meðal breytinga á þróunaraðstoðarstefnu Svía sem kynntar voru í gær. Eftir breytingarnar fækkar löndum sem þiggja sænska þróunaraðstoð úr 70 í 33. Erlent 28.8.2007 02:00
Yfirmaður hersins uggandi Yasar Büyükanit, yfirhershöfðingi Tyrklandshers, lýsti því yfir í gær að veraldlegum gildum tyrkneska lýðveldisins væri ógnað af „miðstöðvum hins illa“. Erlent 28.8.2007 01:30
Reyndir íhaldsmenn taka við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, stokkaði upp í ríkisstjórninni í gær í því skyni að freista þess að endurheimta fylgi sem stjórnarflokkurinn missti í kosningum sem fram fóru í liðnum mánuði. Hann skipaði reynda íhaldsmenn í nokkur helstu áhrifaembættin í stjórninni og flokksforystunni. Erlent 28.8.2007 00:30
Bush segir ófrægingarherferð hafa hrakið Gonzales úr embætti George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að blóðþyrstir demókratar á bandaríska þinginu hefðu hrakið dómsmálaráðherrann Alberto Gonzales úr starfi sínu. Gonzales og Bush eru vinir og samstarfsmenn til margra ára. Bush lýsti í dag yfir miklum vonbrigðum með að Gonzales skuli hafa sagt af sér eftir tvö og hálft ár í starfi. Erlent 27.8.2007 23:24
Tyrkneski herinn varar við uppgangi öfgafullra múslima Yfirmaður tyrkneska hersins varaði í dag við því að ill öfl í landinu væru að grafa undan tyrkneska ríkinu. Hershöfðinginn, Yasar Buyukanit sagði þetta í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Hann tilgreindi ekki hvaða öfl hann ætti við en á morgun er búist við því að þingmenn á tyrkneska þinginu kjósi Abdullah Gul sem forseta landsins. Gul er fyrrverandi íslamisti. Erlent 27.8.2007 22:40
Heiðruðu minningu Rhys Jones Tveimur ungum mönnum sem grunaðir eru um að hafa skotið Rhys Jones, ellefu ára pilt, til bana í Liverpool í síðustu viku hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. Liðsmenn knattspyrnuliðsins Everton, uppháhaldsliðs drengsins, heiðruðu minningu hans í dag. Erlent 27.8.2007 19:07
Hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda Yfirvöld í Grikklandi hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda sem geisað hafa þar í landi síðan á föstudag. Að minnsta kosti sextíu manns hafa látið lífið í eldunum. Erlent 27.8.2007 18:55
Íranar mótmæla múhameðsmyndum Írönsk yfirvöld kölluðu ræðismann Svíþjóðar á sinn fund í dag til að mótmæla formlega óviðeigandi teikningum af Múhameð spámanni í sænsku dagblaði. Myndirnar, sem eru eftir sænskan listamann, birtust í héraðsfréttablaðinu Nerikes Allehanda. Blaðið ver birtinguna og ber við málfrelsi. Erlent 27.8.2007 16:37
Páfi stofnar lággjaldaflugfélag Benedikt 16. páfi vill hjálpa hinum trúuðu að komast á helga staði kaþólskrar trúar. Því hefur Páfagarður gert fimm ára samning við flugfélagið Mistral Air um leigu á flugvélum. Venjulega flytur þetta flugfélag bréf og pakka fyrir ítölsku póstþjónustuna. Erlent 27.8.2007 16:24
Hljóp tvö maraþon á dag Átta ára kínversk stúlka kom í gær til Peking, eftir að hafa hlaupið þangað um 3550 kílómetra vegalengd á innan við tveimur mánuðum. Zhang Huimin lagði af stað frá Hainan sýslu þriðja júlí síðastliðinn. Hún vaknaði klukkan hálf þrjú á hverjum morgni og hljóp meira en 84 kílómetra, eða um tvö maraþon, á hverjum degi. Erlent 27.8.2007 15:46
Leyniþjónustumenn myrtu Politkovskayu Það voru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar FSB sem stóðu að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Ríkissaksóknari Rússlands upplýsti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að tíu menn hefðu verið handteknir vegna málsins. Þeirra á meðal maðurinn sem framdi morðið. Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt á síðasta ári. Erlent 27.8.2007 15:34