Erlent

Meintir hryðjuverkamenn tengdust al-Qaida

Mennir sem handteknir voru í Kaupmannahöfn í nótt grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, tengdust alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum, þar meðal forystumönnum innan al-Qaida. Þetta kom fram í máli Jakobs Scharf, yfirmanns dönsku leyniþjónustunnar, á blaðamannafundi í morgun.

Erlent

Efnavopna Ali hengdur innan mánaðar

Hæstiréttur í Írak hefur staðfest dauðadóm yfir Ali Hassan al-Majid frænda Saddams Hussein. Yfirsaksóknari í Írak segir að hann verði hengdur innan þrjátíu daga. Ali Hassan er þekktur undir nafninu Efnavopna Ali. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi í íraska hernum. Það voru Kúrdar sem gáfu honum nafnið Efnavopna Ali fyrir fjöldamorð á Kúrdum og sjía múslimum meðan Saddam var við völd.

Erlent

Komu Felix beðið

Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í Mið Ameríku í nótt og biðu komu felllibyljarins Felix. Um fimmtán þúsund manns komast hvorki lönd né strönd vegna skorts á eldsneyti og verða því að bíða storminn af sér á heimilum sínum.

Erlent

Hryðjuverkaárás afstýrt í Danmörku?

Leyniþjónusta Danmerkur, PET, handtók í nótt fjölda fólks, grunað um að undirbúa hryðjuverkaárásir. Gæsluvarðhalds verður krafist yfir minnst tveimur þeirra sem handteknir voru, vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja sprengjuárásir. Í tilkynningu frá leyniþjónustunni segir að hún hafi fylgst með fólkinu í lengri tíma.

Erlent

Herinn forðar ferðamönnum frá vespugeri

Stjórnarher Sri Lanka, sem alla jafna stendur í ströngu við að berja niður uppreisn Tamíla í landinu, vinnur nú að því að ferja fólk frá steinvirkinu Sigiría, eftir að vespur hafa ráðist á tugi ferðamanna þar. Virkið þekkt fyrir fjölda vespa, en þær eru óvenju árásargjarnar núna og rekja menn það til mikilla hita undanfarið og ónæðis frá ferðamönnum. Sumir heimamanna telja vespurnar holdgerving kóngsins Kaspía, sem byggði virkið árið 475 eftir krist.

Erlent

24 látnir í sprengjutilræði í Pakistan

Minnst 24 eru látnir og 66 særðir eftir að tvær öflugar sprengjur sprungu í hernaðarborginnni Ravalpindí í Pakistan í morgun. Ravalpindí er systurborg höfuðborgarinnar Islamabad og þar er alþjóðaflugvöllur landsins staðsettur. Ein sprengjan sprakk í rútu sem flutti starfsmenn varnarmálaráðuneytisins til vinnu. Hin sprengjan sprakk á mótorhjóli á fjölsóttri verslunargötu. Árásum hryðjuverkamannna hefur fjölgað frá því pakistanski herinn réðst inn í Rauðu Moskuna í júlí síðastliðnum.

Erlent

Bush segir hernaðarleg sjónarmið ráða stærð liðsafla í Írak

Ákvörðun um að fækka liðsafla Bandaríkjamanna í Írak mun ráðast af hernaðarlegum sjónarmiðum en ekki pólitískum. Þetta kom fram í ræðu sem George Bush, bandaríkjaforseti, hélt fyrir bandaríska hermenn í Írak í dag. Óvænt heimsókn forsetans til Íraks lauk í kvöld þegar hann hélt áleiðis til Sidney í Ástralíu.

Erlent

Þúsundir flýja fellibylinn Felix

Þúsundir manna á austurströnd Mið-Ameríku hafa flúið heimili sín vegna komu fellibylsins Felix. Hann stefnir nú í átt að Níkaragva en bylurinn er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur.

Erlent

9 ára barnshafandi stúlka í mæðrahúsi ÞSSÍ

Níu ára barnshafandi stúlka hefur dvalið í mæðrahúsi sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja í Bluefields í Níkaragva. Stúlkunni var nauðgað af frænda sínum og eru fóstureyðingar með öllu bannaðar í landinu. Líkur eru á að stúlkan lifi ekki fæðinguna af.

Erlent

Þorskurinn að hverfa úr Eystrasalti

Fiskimenn á Eystrasalti verða að minnka þorskveiðar sínar um þriðjung á þessu ári ef stofninn á ekki að hverfa, að sögn Evrópusambandsins. Vísindamenn hafa lengi varað við því að ofveiði sé að útrýma þorskstofninum í austurhluta Eystrasaltsins og hafa viljað setja algert veiðibann. Þeir hafa einnig viljað minnka veiðarnar í vesturhlutanum um helming.

Erlent

Bandarískur almenningur óánægður með þingið

Bandarískur almenningur er ekki hrifinn af stjórn demokrata á þingi landsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er aðeins einn af hverjum fimm ánægður. Það er jafnvel verri einkunn en George Bush fær hjá þjóðinni. Demokratar unnu meirihluta í báðum deildum í janúar síðastliðnum og hafa síðan gert hvað þeir hafa getað til þess að þvælast fyrir forsetanum.

Erlent

Bush í óvæntri heimsókn í Írak

George Bush forseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Íraks, í dag. Robert Gates, varnarmálaráðherra landsins er með honum í ferðinni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að forsetinn og ráðherrann muni eiga fundi með æðstu foringjum hersins í Írak.

Erlent

Tjónið á Norðurbrú eftir mótmælin nemur tugum milljóna

Talið er að tjónið og eyðileggingin vegna mótmælanna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn um helgina nemi tugum milljónum króna og eru íbúar og verslunareigendur á Norðurbrú orðnir langþreyttir á ástandinu. Sextíu og fjögur ungmenni voru handtekin aðfaranótt sunnudags og þrjú þeirra sitja í fangelsi.

Erlent

Ahmadinejad „sannar" að ekki verði ráðist inn í Íran

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans segist þess fullviss að Bandaríkin muni ekki ráðast inn í landið þrátt fyrir sögusagnir um að slík aðgerð sé yfirvofandi. Hann vísar í hæfileika sína sem verkfræðings og staðfasta trú á orð guðs máli sínu til stuðnings.

Erlent

Fáránlega frábærir

Elsa María Jakobsdóttir sjónvarpskona mætir alltaf með rafmagnskjuða í partí. „Ég sá kjuðana fyrst á www.iwantoneofthose.com þar sem eru margir frábærir og fáránlegir hlutir sem eru mispraktískir. Einar Baldvin vinur minn pantaði þá og gaf mér í jólagjöf,“ segir Elsa María, umsjónarmaður í nýjum menningarþætti Sjónvarpsins sem heitir 07-08, bíó og leikhús.

Erlent

Það er þetta með hann séra Jón

Mikil heræfing var haldin á Íslandi í síðasta mánuði. Meðal annars voru sendar hingað þrjár orrustuþotur....gott ef þær voru ekki fjórar. Í dag hófst heræfing NATO í Noregi. Norska blaðið Aftenposten upplýsir að yfir eitthundrað herflugvélar verði á lofti yfir Noregi dag og nótt til fimmtánda september.

Erlent

Á skilið að deyja fyrir að eyðileggja orðstír Tælands

Tælenskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær rússneskar konur sem sátu á Pattaya ströndinni og fylgdust með sólarupprásinni. Morðin voru framin í febrúar síðastliðnum. Ekki hefur verið gefin ástæða fyrir ódæðinu, ef hún var þá einhver. Ofursti í Tælensku lögreglunni sagði að morðinginn ætti dauðadóminn skilið fyrir að hafa eyðilagt orðstír landsins.

Erlent

Sjálfsvíg í Páfagarði

Tuttugu og fimm ára gamall lögreglumaður í Páfagarði lést í dag af skotsárum og er talið að hann hafi framið sjálfsvíg. Lögreglusveit Páfagarðs er talin til úrvalssveita og meðlimir hennar vandlega valdir og þjálfaðir. Ekki síst er fylgst með andlegri heilsu þeirra eftir mikið ofbeldisverk sem var framið í Páfagarði árið 1998.

Erlent

Yfirtökur hafnar í Zimbabwe

Ríkisstjórn Zimbabwes hefur yfirtekið 49 prósenta hlut bandaríska matvælarisans Heinz í stærsta matarolíuframleiðanda landsins. Fyrir þennan hlut voru greiddar 6,8 milljónir dollara. Þetta er fyrsta stóra yfirtakan í Zimbabwe eftir að Robert Mugabe lýsti því yfir að heimamenn myndu fá meiri stjórn á erlendum fyrirtækjum sem starfa í landinu.

Erlent

Páfi hvetur til umhverfisverndar

Íklæddur grænum hökli hvatti Benedikt páfi í gær hálfa milljón ungmenna sem voru saman komin á umhverfisverndarhátíð á Ítalíu til að bjarga jörðinni áður en það væri um seinan. Í ræðu páfa voru innan um hefðbundnari tilmæli um að viðhalda fjölskyldugildum og lifa dyggðugu lífi ábendingar um að fara betur með umhverfið. Þá bauð páfi upp á meira en innantóm orð. Hann hyggst koma fyrir sólarrafhlöðum í Vatíkaninu, og mun greiða fyrir skógræktarverkefni til að vinna á móti kolefnislosun höfuðstöðva kaþólsku kirkjunnar.

Erlent

Fellibylurinn Felix sækir í sig veðrið

Hitabeltisstormurinn Felix sækir í sig veðrið og er nú orðinn fimmta stigs fellibylur. Hann fór í nótt þvert yfir suður Karíbahaf og stefnir hraðbyri á Yukatan skaga í Mexíkó. Vindhraði í bylnum er nú um 270 kílómetrar á klukkustund. Stutt er síðan fellibylurinn Dean reið yfir karíbahafið og Miðameríku með þeim afleiðingum að 27 manns létust. Hann var einnig fimmta stigs, en svo sterkir fellibyljir eru afar sjaldgæfir.

Erlent

Fótboltabullur réðust að 14 ára dreng í Danmörku

Hópur drukkinna áhangenda AGF fótboltaliðsins í Danmörku réðst að fjórtán ára dreng af írökskum uppruna í lest á leið til Árhúsa í gær. Hvorki lestarstjórinn né aðrir starfsmenn lestarinnar brugðust við þegar mennirnir hreyttu fúkyrðum og hentu rusli í drenginn og rúmlega áttræða konu sem ferðaðist með honum. Aðrir áhangendur liðsins komu drengnum til bjargar, en enginn slasaðist í hamagangnum.

Erlent

Leit að námamönnum hætt

Leit að námuverkamönnunum sex sem festust inni í námu í Utah þegar hún féll saman fyrir 28 dögum hefur verið hætt. Mennirnir voru um 600 metra undir yfirborði jarðar þegar göngin sem þeir voru að vinna í féllu saman.

Erlent

Undirbúa árásir á Íran

Bandaríkjaher hefur sett saman ítarlega hernaðaráætlun um öflugar loft­árásir á Íran. Þetta fullyrðir breska blaðið The Sunday Times í gær og segir að George Bush Bandaríkjaforseti hafi undan­farið unnið að því að afla stuðnings innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við aðgerðir gegn Íran. Íranar hafa þrátt fyrir þrýsting Bandaríkjamanna ekki viljað hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Þeir segjast ætla að nota kjarnorkuna til að framleiðslu raforku en Bandaríkjamenn gruna þá um að vinna að smíði kjarnorkusprengju.

Erlent

Þriggja daga leifturárás

Bandaríkjaher hefur sett saman ítarlega hernaðaráætlun um öflugar loft­árásir á Íran. Hugmyndin er sú að eyðileggja hernaðarmátt Írana á aðeins þremur dögum.

Erlent