Erlent

Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun

Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki.

Erlent

Bíllaust í Brussel

Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík.

Erlent

Meta skemmdir eftir skýstróka

Húseigendur og fyrirtæki í Bretlandi meta nú skemmdir eftir að skýstrókar gengu yfir í miðhéruð-og suðurhluta Englands og ollu nokkurri eyðileggingu. Tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu og skemmdu bæði hús og bíla.

Erlent

Frakkar mestu eyðsluseggir Evrópu

Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans ásakar Frakka um að vera mestu eyðsluseggi í Evrópu. Trichet varaði við því að samanburði við verga landsframleiðslu myndu Frakkar eyða meira en nágrannar þeirra árið 2007. Viðvörunin kemur á sama tíma og Francois Fillon forsætisráðherra sagði stöðu fjármála í landinu alvarlega.

Erlent

Ný tegund glæpamanna

Ný tegund glæpamanna hefur stungið upp kollinum á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku. Um er að ræða hóp bavíana sem er kennt um röð innbrota á heimili. Aparnir lifa villtir á svæðinu og fara um í leit að æti. Þeir hafa valdið skemmdum fyrir hundruð þúsunda íslenskra króna.

Erlent

iPhone til Evrópu í nóvember

iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple.

Erlent

Rannsókn á húsakaupum Olmerts

Dómsmálaráðuneyti Ísraels hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fasteignakaupum Ehud Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem. Olmert keypti eign fyrir um 20 milljónir íslenskra króna, sem er um 10 milljónum undir markaðsvirði.

Erlent

Máttu líkja múslímum við nasista

Saksóknari í Kaupmannahöfn hefur komist að því að félagar í Danska þjóðarflokknum hafi ekki gerst sekir um kynþáttahatur þegar þeir líktu slæðum múslíma við hakakrossinn og múslímum við nasista.

Erlent

Ítalir úr haldi afganskra mannræningja

Tveimur ítölskum hermönnum sem mannræningjar tóku höndum í vesturhluta Afganistans á laugardag var bjargað af herafla NATO í dag. Ítalska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu og sagði að báðir mennirnir væru slasaðir, annar alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi.

Erlent

Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn

Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak.

Erlent

Einn lést í flóðum á Spáni

Einn lést í flóðum á Spáni eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Strandbærinn Almunecar á suðurhluta landsins varð vest úti en talið er að tjón af völdum flóðanna þar hlaupi á sex hundruð milljónum króna.

Erlent

Höfuðklútar bannaðir í skólum í Kosovo

Þrír nemendur í Kosovo hafa verið reknir úr skóla fyrir að bera höfuðklút. Ákvörðunin endurspeglar umræður um höfuðklúta sem ganga nú um Evrópu. Umræðan flækir baráttu fyrir sjálfstæði Kosovo, en héraðið hefur verið undir stórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999.

Erlent

Abe biðst afsökunar á afsögn

Fráfarandi forsætisráðherra Japan Shinzo Abe sagði í dag að hrakandi heilsa hefði orðið til þess að hann ákvað svo skyndilega að segja af sér. Hann bað þjóðina afsökunar á því að stuðla að pólitísku uppnámi.

Erlent

Uppreisnarmenn í Nígeríu rjúfa vopnahlé

Uppreisnarmenn á Deltasvæðinu í Nígeríu sem ríkt er af olíu hafa tilkynnt að frá miðnætti muni þeir ekki virða vopnahlé sem verið hefur í gildi. Árásir munu þá hefjast að nýju á olíuvinnslustöðvar. Þá hóta uppreisnarmennirnir frekari mannránum á starfsmönnum við olíuvinnslu á svæðinu.

Erlent

Skýstrókar gengu yfir England

Röð skýstróka hefur gengið yfir England í morgun og gjöreyðilagt heimili á nokkrum stöðum. Bresku fréttastofurnar Sky og BBC greina frá því að skýstrókarnir hafi gengið yfir á sjöunda tímanum í morgun. Íbúar segja tré hafa rifnað upp með rótum og skemmt heimili og bíla.

Erlent

Munkar leiða mestu mótmæli í Burma

Þúsundir munka og almennra borgara marsera um götur Yangon fyrrum höfuðborgar Burma og mótmæla þannig herstjórninni í landinu. Vitni segja allt að 30 þúsund manns á götum borgarinnar, sem er mesti mannfjöldi í mótmælum í 20 ár. Mótmælin í dag fylgja í kjölfar mótmæla í gær sem 20 þúsund munkar og nunnur tóku þátt í.

Erlent

Hillary segist ekki vera lesbía

Andstæðingar Hillary Clinton í slagnum um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að sverta ímynd hennar. Í nýjasta tölublaði The Advocate neitar hún til að mynda því að hún sé lesbía.

Erlent

Mikið af olíu og jarðgasi við Grænland

Rannsóknir olíuleitarmanna benda til þess að gríðarlega mikið af olíu og jarðgasi sé að finna við Norðausturströnd Grænlands. Er talið að verðmæti olíunnar nemi eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna.

Erlent

Kveikti í skattstofunni

Þolinmæði tæplega fimmtugs dana gagnvart skattstofunni í Árósum, þraut gersamlega í gær. Hann hélt með blaðabunka að húsi skattstofunnar, vætti blöðin eldfimum vökva og bar að húsinu.

Erlent

Ungir Danir heillast af íslamstrú

Unglingar í Danmörku tilheyra þeim hópi sem er hvað móttækilegastur fyrir íslamstrú þar í landi samkvæmt nýrri rannsókn. Þriðjungur þeirra sem snýst til íslamstrúar í Danmörku eru á aldrinum fjórtán til nítján ára.

Erlent

Foreldrar Madeleine ráða einkaspæjara

Foreldrar stúlkunnar Madeleine McCann hafa ráðið til sín einkaspæjara til að rannsaka hvarf hennar. Hefur einkaspæjurunum meðal annars verið gert að taka saman allar ábendingar í málinu frá þeim fjölmörgum vitnum sem segjast hafa séð stúlkuna.

Erlent

Tveir látast í sprengingu í Kosovo

Tveir létust og ellefu særðust þegar sprengja sprakk í Pristina, höfuðstað Kosovohéraðs í Serbíu, í morgun. Sprengjan sprakk við fjölfarna verslunargötu í miðborginni.

Erlent

Tvö vitni segjast hafa séð Madeleine

Breskur karlmaður segist hafa séð unga stúlku sem líktist Madeleine McCann í Marrakech þann níunda maí síðastliðinn, eftir meint hvarf hennar af hótelherberginu. Norsk kona fullyrðir einnig að hún hafi séð Madeleine þennan dag,

Erlent

Nunnur bætast í hóp mótmælenda í Myanmar

Nunnur bættust í dag í hóp Búddamunka sem mótmæla herforingjastjórninni í Myanmar. Sjötta daginn í röð mótmæltu Búddamunkar á friðsamlegan hátt með því að ganga um götur Yangon höfuðborgar Myanmar.

Erlent

Þekktasti látbragðsleikari heims látinn

Þekktasti látbragðsleikari heims, Marcel Marceau, er látinn. Skrifstofa forsætisráðherra Frakklands skýrði frá þessu í dag. Marceau var 84 ára. Hann var heimsþekktur fyrir list sína og gat galdrað fram bæði hlátur og grát hjá áhorfendum.

Erlent