Erlent Þrjú til fimm þúsund heimili eldinum að bráð í San Diego Talið er að á milli þrjú til fimm þúsund heimili hafi orðið eldinum að bráð í San Diego borg í Kaliforníu. Erlent 25.10.2007 19:12 Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar. Erlent 25.10.2007 18:54 Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal. Erlent 25.10.2007 17:54 Yfir tuttugu láta lífið í sprengjuárás í Pakistan Tuttugu og einn lét lífið í sprengjuárás í norðvesturhluta Pakistan í dag. Svo virðist sem um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. Erlent 25.10.2007 17:38 Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“ Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“. Erlent 25.10.2007 17:00 Mattel innkallar fleiri leikföng Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. Erlent 25.10.2007 16:41 Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag. Erlent 25.10.2007 14:44 London og Berlín hægustu borgir Evrópu London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund. Erlent 25.10.2007 14:32 Gorbachev neitaði að fjarlægja valbrána Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna upplýsti í danska sjónvarpinu í gærkvöldi að sér hefði aldrei komið til hugar að láta fjarlægja valbrána af höfði sér. Erlent 25.10.2007 14:11 Eldar loga á svæði sem er stærra en Reykjanesskaginn Eldarnir í Kaliforníu hafa brunnið á sautján hundruð ferkílómetra svæði sem jafngildir því að eldar loguðu frá tánni á Reykjanesskaga, allan skagann og að þjóðgarðinum á Þingvöllum. Erlent 25.10.2007 13:16 Suu Kyi á fund herforingja Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar. Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið. Erlent 25.10.2007 13:05 Fyrsta farþegaflug ofurþotu Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. Erlent 25.10.2007 12:59 Rosalegt mannfall í Ríó Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Erlent 25.10.2007 11:31 Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. Erlent 25.10.2007 11:03 Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. Erlent 25.10.2007 10:06 Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu. Erlent 25.10.2007 08:31 Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu. Erlent 25.10.2007 08:29 Móðirin fannst látin Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin. Erlent 25.10.2007 08:23 Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun. Erlent 25.10.2007 08:19 Santa Ana vindurinn í rénun Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri. Erlent 25.10.2007 08:06 Lítil skerðing þorskkvóta Ráðherrar Evrópusambandslandanna ákváðu í gær að skerða þorskkvóta næsta fiskveiðiárs í austanverðu Eystrasalti aðeins um 5 prósent, þótt vísindaráðgjöf hljóðaði upp á að stofninum skyldi algerlega hlíft við veiðum í bili. Erlent 25.10.2007 00:01 Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað. Erlent 24.10.2007 20:32 Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni. Erlent 24.10.2007 20:05 Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak. Erlent 24.10.2007 19:45 Milljón manns í hrakningum vegna skógarelda Nærri milljón manns er á hrakhólum vegna mikilla skógarelda í Kaliforníu. Óttast er að tjónið sem komið er verði metið á jafnvirði rúmlega sextíu milljarða íslenskra króna. Erlent 24.10.2007 19:37 Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins Erlent 24.10.2007 19:22 Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi. Erlent 24.10.2007 19:16 Vilja auka umhverfisvitund Frakka Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega. Erlent 24.10.2007 18:36 Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna. Erlent 24.10.2007 17:31 Tveir féllu í átökum í Palestínu Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael. Erlent 24.10.2007 17:07 « ‹ ›
Þrjú til fimm þúsund heimili eldinum að bráð í San Diego Talið er að á milli þrjú til fimm þúsund heimili hafi orðið eldinum að bráð í San Diego borg í Kaliforníu. Erlent 25.10.2007 19:12
Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar. Erlent 25.10.2007 18:54
Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal. Erlent 25.10.2007 17:54
Yfir tuttugu láta lífið í sprengjuárás í Pakistan Tuttugu og einn lét lífið í sprengjuárás í norðvesturhluta Pakistan í dag. Svo virðist sem um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. Erlent 25.10.2007 17:38
Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“ Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“. Erlent 25.10.2007 17:00
Mattel innkallar fleiri leikföng Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. Erlent 25.10.2007 16:41
Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag. Erlent 25.10.2007 14:44
London og Berlín hægustu borgir Evrópu London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund. Erlent 25.10.2007 14:32
Gorbachev neitaði að fjarlægja valbrána Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna upplýsti í danska sjónvarpinu í gærkvöldi að sér hefði aldrei komið til hugar að láta fjarlægja valbrána af höfði sér. Erlent 25.10.2007 14:11
Eldar loga á svæði sem er stærra en Reykjanesskaginn Eldarnir í Kaliforníu hafa brunnið á sautján hundruð ferkílómetra svæði sem jafngildir því að eldar loguðu frá tánni á Reykjanesskaga, allan skagann og að þjóðgarðinum á Þingvöllum. Erlent 25.10.2007 13:16
Suu Kyi á fund herforingja Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar. Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið. Erlent 25.10.2007 13:05
Fyrsta farþegaflug ofurþotu Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. Erlent 25.10.2007 12:59
Rosalegt mannfall í Ríó Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Erlent 25.10.2007 11:31
Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. Erlent 25.10.2007 11:03
Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. Erlent 25.10.2007 10:06
Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu. Erlent 25.10.2007 08:31
Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu. Erlent 25.10.2007 08:29
Móðirin fannst látin Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin. Erlent 25.10.2007 08:23
Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun. Erlent 25.10.2007 08:19
Santa Ana vindurinn í rénun Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri. Erlent 25.10.2007 08:06
Lítil skerðing þorskkvóta Ráðherrar Evrópusambandslandanna ákváðu í gær að skerða þorskkvóta næsta fiskveiðiárs í austanverðu Eystrasalti aðeins um 5 prósent, þótt vísindaráðgjöf hljóðaði upp á að stofninum skyldi algerlega hlíft við veiðum í bili. Erlent 25.10.2007 00:01
Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað. Erlent 24.10.2007 20:32
Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni. Erlent 24.10.2007 20:05
Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak. Erlent 24.10.2007 19:45
Milljón manns í hrakningum vegna skógarelda Nærri milljón manns er á hrakhólum vegna mikilla skógarelda í Kaliforníu. Óttast er að tjónið sem komið er verði metið á jafnvirði rúmlega sextíu milljarða íslenskra króna. Erlent 24.10.2007 19:37
Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins Erlent 24.10.2007 19:22
Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi. Erlent 24.10.2007 19:16
Vilja auka umhverfisvitund Frakka Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega. Erlent 24.10.2007 18:36
Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna. Erlent 24.10.2007 17:31
Tveir féllu í átökum í Palestínu Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael. Erlent 24.10.2007 17:07