Erlent Forsetafrúin sigraði í forsetakosningunum Cristina Fernandes de Kirchner sigraði í forsetakosningunum í Argentínu. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í kvöld hafði Kirchner fengið 44,91 prósent atkvæða en helsti keppinautur hennar Elisa Carrio 22,95 prósent atkvæða. Erlent 29.10.2007 23:45 Sökkti tveimur sjóræningjaskipum Bandarískt herskip sökkti tveimur sjóræningjaskipum úti fyrir strönd Sómalíu í dag. Sjóræningjaskipin voru í þann mund að ráðast á flutningaskip þegar bandaríska herskipið hóf skothríð. Erlent 29.10.2007 22:58 Noel veldur miklum skaða Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar hitabeltisstormurinn Noel gekk yfir Dóminíska lýðveldið í dag. Mikil úrkoma fylgdi storminum og þá gengu flóðbylgjur víða á land. Erlent 29.10.2007 22:21 Finnskir hjúkrunarfræðingar hóta uppsögnum Rúmlega tólf þúsund hjúkrunarfræðingar í Finnlandi hafa ákveðið að segja upp störfum í næsta mánuði verði laun þeirra ekki hækkuðu. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 prósenta launahækkun á næstu 28 mánuðum. Erlent 29.10.2007 21:39 Bandarískur hershöfðingi særist í Írak Bandarískur hershöfðingi særðist þegar sprengja sprakk við bílalest hans í Bagdad í Írak í dag. Hann var fluttur úr landi og er ekki talinn í lífshættu. Erlent 29.10.2007 20:38 Heimkomu Discovery frestað um einn dag Lengja á dvöl geimsskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina um einn dag til að áhöfn hennar geti rannsakað skemmdir á sólarspeglum stöðvarinnar. Tækjabúnaður sem snýr speglunum bilaði fyrir skemmstu en án þeirra getur stöðin ekki fengið nægt rafmagn. Erlent 29.10.2007 19:45 Konungur strokufanga flýr í fjórða skiptið Tveir slösuðust lítillega þegar Nordin Benallal, ókrýndur konungur strokufanga í Belgíu, tókst í fjórða skiptið að brjótast út úr fangelsi þar í landi. Vinir hans lentu þyrlu í miðjum fangelsisgarðinum og ætluðu síðan að fljúga í burtu. Erlent 29.10.2007 19:42 Dauðadrukkinn og alblóðugur Lögreglunni í Hamborg í Þýskalandi barst tilkynning í dag að maður hefði verið myrtur um borð í neðanjarðarlest. Maðurinn var alblóðugur og lá hreyfingarlaus í sæti sínu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að maðurinn var dáinn drykkjudauða og þakinn gerviblóði. Erlent 29.10.2007 19:30 Fundu leifar af geislavirku efni í gámaflutningaskipi Yfirvöld í Hondúras í Mið-Ameríku fundu í dag leifar af geislavirku efni um borð í gámaflutningaskipi í höfninni í Puerto Cortes. Skipið var að flytja stál frá Hondúras til Hong Kong. Erlent 29.10.2007 19:30 Meintur fjárkúgari og lögfræðingur hans með sterk tengsl til Íslands Einn hinna meintu fjárkúgara sem hótuðu að birta kynlífsmyndband af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar er Skoti af íslenskum ættum. Mikil og óvenjuleg tengsl eru við málið til Íslands. Erlent 29.10.2007 18:47 Segist hafa varað Breta við yfirvofandi hryðjuverkaárásum Bresk yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í London árið 2005 ef þau hefðu brugðist við upplýsingum frá yfirvöldum í Sádí Arabíu. Þetta kom fram í máli Abdullah Al Saud, konungs Sádí Arabíu, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Erlent 29.10.2007 18:10 Tugir láta lífið í umferðarslysi í Nígeríu Að minnsta kosti 30 létu lífið þegar eldsneytisflutningabíll valt á aðra hliðina á hraðbraut í Lagos í Nígeríu í dag. Bílinn varð strax alelda og rann á aðrar bifreiðar. Erlent 29.10.2007 17:45 Fundu tuttugu höfuðlaus lík Lögreglan í Baquba í Írak fann í morgun tuttugu höfuðlaus lík nálægt lögreglustöð í þar borg. Líkinum var komið fyrir í plastpokum. Erlent 29.10.2007 17:36 Samstarf Norðurlandanna gríðarlega mikilvægt Bryndís Hólm skrifar frá Noregi:"Það er brýnt að Norðurlöndin samræmi sín ólíku sjónarmið í umhverfismálum og takist sameiginlega á við loftslagsbreytingarnar í heiminum. Erlent 29.10.2007 15:39 Dauðafley á Miðjarðarhafi Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn. Erlent 29.10.2007 15:32 Spánverjar ætla að tæta upp strandlengju sína Spænsk yfirvöld ætla að rífa ólögleg hús og hótel á 776 kílómetra belti meðfram ströndum landsins. Erlent 29.10.2007 15:04 Ætluðu að nota íslenska flugvél til að ræna börnum frá Afríku Nota átti íslenska flugvél til að flytja fleiri en eitt hundrað börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tsjad. Yfirvöld í landinu komu í veg fyrir flutningana og óvissa ríkir nú um afdrif barnanna, Evrópubúanna sem reyndu að fara með þau og flugvélarinnar, sem situr nú á flugvelli í Tsjad. Erlent 29.10.2007 11:51 Bullitt Mustanginn aftur á götuna Ford verksmiðjurnar ætla að endurlífga Mustanginn sem Steve McQueen gerði frægann í kvikmyndinni Bullitt. Erlent 29.10.2007 11:32 Ákærður fyrir hjólreiðar Karlmaður í Skotlandi hefur verið settur á lista yfir kynferðisafbrotamenn fyrir tilraun til að stunda kynferðismök með hjólinu sínu. Það voru tvær hótelþernur sem komu að Robert Stewart þar sem hann var í miðjum klíðum á hótelherbergi í bænum Ayr í Október í fyrra. Erlent 29.10.2007 11:17 Ekkert lífsmark í skipsflaki Kafarar hafa ekki fundið neinn af þeim sjö Tyrkjum sem saknað er eftir að fragtskip með ellefu manns um borð fór á hvolf við suðurströnd Danmerkur í gærkvöld. Erlent 29.10.2007 11:06 Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. Erlent 29.10.2007 10:54 Forsætisráðherra Ísraels með krabbamein Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fullyrðir þó að hann sé nógu hress til að geta setið áfram í embætti. Erlent 29.10.2007 10:22 Tyrkneskt skip sökk við suðurströnd Danmerkur Kafarar frá dönsku strandgæslunni hafa í nótt reynt að bjarga tyrkneskum sjómönnum sem fastir eru í skipi sem marar á hvolfi við suðurströnd Danmerkur. Erlent 29.10.2007 08:03 Fimm hundruð klerkar teknir í dýrlingatölu Vatíkanið tók nærri 500 kaþólska klerka, sem fórust í Spænska borgarastríðinu, í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn um helgina. Athöfnin var sú stærsta, sinnar tegundar, sem haldin hefur verið. Flestir klerkanna voru drepnir í upphafi stríðsins árið 1936. Erlent 29.10.2007 07:08 Stútur ætlaði undir flugvélastýri Fjörtíu og tveggja ára gamall aðstoðarflugstjóri hjá Virgin Atlantic flugfélaginu var handtekinn á Heathrow flugvellinum í London í gær. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við störf. Lögreglan handtók manninn rétt fyrir flugtak og tafðist flugið á meðan staðgengill var fundinn í flugáhöfnina. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt manninn var honum sleppt gegn tryggingu en hann má búast við ákæru vegna athæfis síns. Erlent 29.10.2007 07:00 Kirchner hefur lýst yfir kosningasigri í Argentínu Cristina Fernandez de Kirchner hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru um helgina. Hún hlaut afgerandi niðurstöðu samkvæmt fyrstu tölum. Erlent 29.10.2007 07:00 Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad en önnur "glæpagengi" eins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers orðar það taka við af samtökunum. Þetta kom fram í viðtali AP fréttastofunnar við hershöfðingjann David Petraeus í dag. Erlent 28.10.2007 19:45 Gerald Ford taldi Clinton vera kynlífsfíkil Gerald Ford fyrrum forseti Bandaríkjanna hafði áhyggjur af kvennafari Bill Clintons og taldi að Clinton ætti að skrá sig inn á meðferðarstofnun fyrir kynlífsfíkla. Hann var einnig á þeirri skoðun að Hillary klæddist buxunum í sambandi þeirra en að Bill gæri ekki haldið rennilásnum á sínum lokuðum. Erlent 28.10.2007 19:15 Sextán í haldi eftir misheppnað ættleiðingarflug frá Tsjad Níu Frakkar og sjö spænskir flugliðar eru í haldi lögreglu í Tsjad eftir að reyna að fljúga með 103 börn frá Darfúr í Súdan úr landi. Börnin voru öll í flóttamannabúðum í Tsjad. Erlent 28.10.2007 18:30 Hótuðu að birta kynlífsmyndir Lögregla í Bretlandi hefur handtekið tvo menn fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni. Mennirnir kröfðust fimmtíu þúsund punda fyrir að birta ekki kynlífsmyndband með meðlimi konungsfjölskyldunnar. Erlent 28.10.2007 18:15 « ‹ ›
Forsetafrúin sigraði í forsetakosningunum Cristina Fernandes de Kirchner sigraði í forsetakosningunum í Argentínu. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í kvöld hafði Kirchner fengið 44,91 prósent atkvæða en helsti keppinautur hennar Elisa Carrio 22,95 prósent atkvæða. Erlent 29.10.2007 23:45
Sökkti tveimur sjóræningjaskipum Bandarískt herskip sökkti tveimur sjóræningjaskipum úti fyrir strönd Sómalíu í dag. Sjóræningjaskipin voru í þann mund að ráðast á flutningaskip þegar bandaríska herskipið hóf skothríð. Erlent 29.10.2007 22:58
Noel veldur miklum skaða Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar hitabeltisstormurinn Noel gekk yfir Dóminíska lýðveldið í dag. Mikil úrkoma fylgdi storminum og þá gengu flóðbylgjur víða á land. Erlent 29.10.2007 22:21
Finnskir hjúkrunarfræðingar hóta uppsögnum Rúmlega tólf þúsund hjúkrunarfræðingar í Finnlandi hafa ákveðið að segja upp störfum í næsta mánuði verði laun þeirra ekki hækkuðu. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 prósenta launahækkun á næstu 28 mánuðum. Erlent 29.10.2007 21:39
Bandarískur hershöfðingi særist í Írak Bandarískur hershöfðingi særðist þegar sprengja sprakk við bílalest hans í Bagdad í Írak í dag. Hann var fluttur úr landi og er ekki talinn í lífshættu. Erlent 29.10.2007 20:38
Heimkomu Discovery frestað um einn dag Lengja á dvöl geimsskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina um einn dag til að áhöfn hennar geti rannsakað skemmdir á sólarspeglum stöðvarinnar. Tækjabúnaður sem snýr speglunum bilaði fyrir skemmstu en án þeirra getur stöðin ekki fengið nægt rafmagn. Erlent 29.10.2007 19:45
Konungur strokufanga flýr í fjórða skiptið Tveir slösuðust lítillega þegar Nordin Benallal, ókrýndur konungur strokufanga í Belgíu, tókst í fjórða skiptið að brjótast út úr fangelsi þar í landi. Vinir hans lentu þyrlu í miðjum fangelsisgarðinum og ætluðu síðan að fljúga í burtu. Erlent 29.10.2007 19:42
Dauðadrukkinn og alblóðugur Lögreglunni í Hamborg í Þýskalandi barst tilkynning í dag að maður hefði verið myrtur um borð í neðanjarðarlest. Maðurinn var alblóðugur og lá hreyfingarlaus í sæti sínu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að maðurinn var dáinn drykkjudauða og þakinn gerviblóði. Erlent 29.10.2007 19:30
Fundu leifar af geislavirku efni í gámaflutningaskipi Yfirvöld í Hondúras í Mið-Ameríku fundu í dag leifar af geislavirku efni um borð í gámaflutningaskipi í höfninni í Puerto Cortes. Skipið var að flytja stál frá Hondúras til Hong Kong. Erlent 29.10.2007 19:30
Meintur fjárkúgari og lögfræðingur hans með sterk tengsl til Íslands Einn hinna meintu fjárkúgara sem hótuðu að birta kynlífsmyndband af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar er Skoti af íslenskum ættum. Mikil og óvenjuleg tengsl eru við málið til Íslands. Erlent 29.10.2007 18:47
Segist hafa varað Breta við yfirvofandi hryðjuverkaárásum Bresk yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í London árið 2005 ef þau hefðu brugðist við upplýsingum frá yfirvöldum í Sádí Arabíu. Þetta kom fram í máli Abdullah Al Saud, konungs Sádí Arabíu, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Erlent 29.10.2007 18:10
Tugir láta lífið í umferðarslysi í Nígeríu Að minnsta kosti 30 létu lífið þegar eldsneytisflutningabíll valt á aðra hliðina á hraðbraut í Lagos í Nígeríu í dag. Bílinn varð strax alelda og rann á aðrar bifreiðar. Erlent 29.10.2007 17:45
Fundu tuttugu höfuðlaus lík Lögreglan í Baquba í Írak fann í morgun tuttugu höfuðlaus lík nálægt lögreglustöð í þar borg. Líkinum var komið fyrir í plastpokum. Erlent 29.10.2007 17:36
Samstarf Norðurlandanna gríðarlega mikilvægt Bryndís Hólm skrifar frá Noregi:"Það er brýnt að Norðurlöndin samræmi sín ólíku sjónarmið í umhverfismálum og takist sameiginlega á við loftslagsbreytingarnar í heiminum. Erlent 29.10.2007 15:39
Dauðafley á Miðjarðarhafi Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn. Erlent 29.10.2007 15:32
Spánverjar ætla að tæta upp strandlengju sína Spænsk yfirvöld ætla að rífa ólögleg hús og hótel á 776 kílómetra belti meðfram ströndum landsins. Erlent 29.10.2007 15:04
Ætluðu að nota íslenska flugvél til að ræna börnum frá Afríku Nota átti íslenska flugvél til að flytja fleiri en eitt hundrað börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tsjad. Yfirvöld í landinu komu í veg fyrir flutningana og óvissa ríkir nú um afdrif barnanna, Evrópubúanna sem reyndu að fara með þau og flugvélarinnar, sem situr nú á flugvelli í Tsjad. Erlent 29.10.2007 11:51
Bullitt Mustanginn aftur á götuna Ford verksmiðjurnar ætla að endurlífga Mustanginn sem Steve McQueen gerði frægann í kvikmyndinni Bullitt. Erlent 29.10.2007 11:32
Ákærður fyrir hjólreiðar Karlmaður í Skotlandi hefur verið settur á lista yfir kynferðisafbrotamenn fyrir tilraun til að stunda kynferðismök með hjólinu sínu. Það voru tvær hótelþernur sem komu að Robert Stewart þar sem hann var í miðjum klíðum á hótelherbergi í bænum Ayr í Október í fyrra. Erlent 29.10.2007 11:17
Ekkert lífsmark í skipsflaki Kafarar hafa ekki fundið neinn af þeim sjö Tyrkjum sem saknað er eftir að fragtskip með ellefu manns um borð fór á hvolf við suðurströnd Danmerkur í gærkvöld. Erlent 29.10.2007 11:06
Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. Erlent 29.10.2007 10:54
Forsætisráðherra Ísraels með krabbamein Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fullyrðir þó að hann sé nógu hress til að geta setið áfram í embætti. Erlent 29.10.2007 10:22
Tyrkneskt skip sökk við suðurströnd Danmerkur Kafarar frá dönsku strandgæslunni hafa í nótt reynt að bjarga tyrkneskum sjómönnum sem fastir eru í skipi sem marar á hvolfi við suðurströnd Danmerkur. Erlent 29.10.2007 08:03
Fimm hundruð klerkar teknir í dýrlingatölu Vatíkanið tók nærri 500 kaþólska klerka, sem fórust í Spænska borgarastríðinu, í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn um helgina. Athöfnin var sú stærsta, sinnar tegundar, sem haldin hefur verið. Flestir klerkanna voru drepnir í upphafi stríðsins árið 1936. Erlent 29.10.2007 07:08
Stútur ætlaði undir flugvélastýri Fjörtíu og tveggja ára gamall aðstoðarflugstjóri hjá Virgin Atlantic flugfélaginu var handtekinn á Heathrow flugvellinum í London í gær. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við störf. Lögreglan handtók manninn rétt fyrir flugtak og tafðist flugið á meðan staðgengill var fundinn í flugáhöfnina. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt manninn var honum sleppt gegn tryggingu en hann má búast við ákæru vegna athæfis síns. Erlent 29.10.2007 07:00
Kirchner hefur lýst yfir kosningasigri í Argentínu Cristina Fernandez de Kirchner hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru um helgina. Hún hlaut afgerandi niðurstöðu samkvæmt fyrstu tölum. Erlent 29.10.2007 07:00
Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad en önnur "glæpagengi" eins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers orðar það taka við af samtökunum. Þetta kom fram í viðtali AP fréttastofunnar við hershöfðingjann David Petraeus í dag. Erlent 28.10.2007 19:45
Gerald Ford taldi Clinton vera kynlífsfíkil Gerald Ford fyrrum forseti Bandaríkjanna hafði áhyggjur af kvennafari Bill Clintons og taldi að Clinton ætti að skrá sig inn á meðferðarstofnun fyrir kynlífsfíkla. Hann var einnig á þeirri skoðun að Hillary klæddist buxunum í sambandi þeirra en að Bill gæri ekki haldið rennilásnum á sínum lokuðum. Erlent 28.10.2007 19:15
Sextán í haldi eftir misheppnað ættleiðingarflug frá Tsjad Níu Frakkar og sjö spænskir flugliðar eru í haldi lögreglu í Tsjad eftir að reyna að fljúga með 103 börn frá Darfúr í Súdan úr landi. Börnin voru öll í flóttamannabúðum í Tsjad. Erlent 28.10.2007 18:30
Hótuðu að birta kynlífsmyndir Lögregla í Bretlandi hefur handtekið tvo menn fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni. Mennirnir kröfðust fimmtíu þúsund punda fyrir að birta ekki kynlífsmyndband með meðlimi konungsfjölskyldunnar. Erlent 28.10.2007 18:15