Erlent

Asíuríki reyna að ná samkomulagi í loftlagsmálum

Leiðtogar Asíuríkja reyna að stilla saman strengi sína fyrir ráðstefnu um loftslagsmál sem hefst á Balí í Indónesíu í næsta mánuði. Sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum segir mikilvægt að ríki álfunnar taki þátt í umræðunum á Balí af fulltri alvöru svo árangur náist.

Erlent

Öllum bjargað af sökkvandi skipi

Búið er að bjarga meira en 150 farþegum og áhöfn skemmtiferðaskips eftir að það sigldi á ísjaka við suðurheimskautssvæðið í morgun. Um borð voru 100 farþegar og 54 áhafnarmeðlimir sem voru ferjaðir með björgunarbátum í annað skip.

Erlent

Ár frá andláti Litvinenkos

Ár er í dag frá því að fyrrverrandi njósnari KGB, Alexander Litvinenko, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa verið byrlað geislavirkt efni.

Erlent

Danski ráðherrakapallinn liggur fyrir

Karen Jespersen, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og nú þingmaður Venstre, verður ráðherra velferðarmála í nýrri ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem kynnt var í dag.

Erlent

Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu

Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu, sambandi ríkja sem heyra undir eða hafa tilheyrt bresku krúnunni. Þær 53 þjóðir sem aðild eiga að Samveldinu höfðu gefið Pervez Musharraf frest fram á fimmtudag til þess að aflétta neyðarlögum sem eru í gildi í landinu og að segja af sér sem yfirmaður hersins.

Erlent

Skattar lækkaðir og kosið um evruna

Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst lækka tekjuskatta umtalsvert og þá á að kjósa um evruna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Speglasalnum í forsætisráðuneyti Danmerkur í dag þar sem ný ríkisstjórn Venstre Íhaldsflokksins, Danska þjóðarflokksins og Nýja bandalagsins kynnti stefnumál sín.

Erlent

Vaxandi kókaínneysla í Evrópu

Fíkniefnastofnun Evrópusambandsins, EMCDDA, telur að meiri stöðugleiki sé að komast á í fíkniefnanotkun í Evrópu eftir áratug sem hefur einkennst af stöðugri fjölgun fíkniefnaneytenda.

Erlent

Segja Musharraf ekki löglega kjörinn forseta

Andstæðingar Musharrafs, forseta Pakistans, gengu um götur höfuðborgarinnar Islamabad í morgun og mótmæltu ákvörðun hæstaréttar að heimila honum að taka við embætti sem löglega kjörinn forseti landsins.

Erlent

Samgöngur lamaðar níunda daginn í röð

Frakkar horfa nú fram á lamaðar almenningssamgöngur níunda daginn í röð vegna verkfalls sem ríkir þar í öllu landinu. Forystumenn stéttarfélaga starfsmanna í almenningssamgöngum sögðu í dag að töluverður árangur hafi náðst í viðræðum við stjórnvöld og aðra atvinnurekendur.

Erlent

Hillary krefst aðgerða vegna hópnauðgunarmálsins

Hillary Clinton og fleiri frambjóðendur demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa fordæmt dóminn yfir 19 ára fórnarlambi hópnauðgunnar í Saudi-Arabíu. Hillary krefst þess að Bush Bandaríkjaforseti beiti áhrifum sínum til að fá dóminum aflétt.

Erlent

Marglyttur útrýmdu laxeldi á Norður Írlandi

Milljónir marglyttna lögðu laxeldisstöð á Norður Írlandi í rúst í síðustu viku. Allir laxarnir í stöðinni drápust þegar marglytturnar réðust á fiskana sem gátu sig hvergi hreyft í kvíunum. 100 þúsund laxar drápust og er tapið talið nema hundruðum milljóna króna.

Erlent

Hillary Clinton krefst þess að Bush mótmæli nauðgunardómi

Hillary Clinton hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa yfirvöld í Sádí Arabíu í kjölfar þess að 19 ára stúlka var dæmd í fangelsi og til þess að þola 200 svipuhögg. Stúlkunni var nauðgað af hópi karlmanna en hún var dæmd fyrir að farið út úr húsi sínu án þess að vera í fylgd með karlmanni.

Erlent

Barði fréttamann með hljóðnemanum

Það má telja víst að íslenskir stjórnmálamenn hafi oft hugsað okkur sjónvarpsmönnum þegjandi þörfina. Þeir teljast þó varla jafn blóðheitir og starfsbræður þeirra í Suður-Ameríku. Ein þingkona í Venesúela varð svo reið í gær að hún barði sjónvarpsmann með hljóðnemanum hans.

Erlent

Brown baðst afsökunar

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá 25 milljón Bretum.

Erlent

Chirak sætir spillingarrannsókn

Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands var í dag formlega tilkynnt að hann sætti rannsókn vegna meintra spillingamála í tíð hans sem borgarstjóri Parísar.

Erlent

Kærasta Murats hótar lögsókn

Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu.

Erlent

Þess vegna pískum við stúlkuna

Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa gefið skýringar á því af hverju refsidómur yfir nítján ára stúlku sem var nauðgað var stórlega þyngdur. Sjö menn nauðguðu stúlkunni alls fjórtán sinnum eftir að hafa rænt henni upp í bíl sinn.

Erlent