Erlent

Íran er, var og verður hættulegt

George Bush Bandaríkjaforseti segir að Vesturlöndum stafi enn hætta frá Íran þrátt fyrir að skýrsla CIA sem kom út í gær leiði í ljós að landið hafi látið af þróun kjarnavopna fyrir fjórum árum. Forsetinn kom fram á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu í dag þar sem hann sagði Íran vera hættulegt land.

Erlent

SOS-barnaþorpinu í Mogadishu lokað

Eftir hörð átök eþíópískra og sómalskra hersveita við vopnaða uppreisnarmenn við SOS-barnaþorpið í Mogadishu í gær hefur verið ákveðið að loka þorpinu og koma börnunum fyrir á öruggari stað. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. „Einn starfsmaður samtakanna lést og fjórir slösuðust alvarlega í átökunum sem eru þau alvarlegustu sem börn og starfsfólk barnaþorpsins hafa upplifað í þessum borgarhluta,“ segir í tilkynningu frá SOS-barnaþorpum.

Erlent

Gibbons lét vel af fangelsisdvöl í Súdan

Gillian Gibbons, breski kennarinn sem dæmdur var til fangelsisvistar í Súdan fyrir að leyfa nemendum sínum að nefna bangsa Múhameð, segir að vel hafi verið komið fram við hana þann stutta tíma sem hún dvaldi í fangelsi.

Erlent

Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína 2003

Demókratar í Bandaríkjunum gera nú kröfu um að stjórnvöld breyti stefnu sinni gegn Íran. Nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós að Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína árið 2003 og hafa ekki byrjað hana á ný.

Erlent

Bangsakennarinn heldur heim til sín

Breski kennarinn, Gillian Gibbons, er farin frá Khartoum og er á leið heim til Bretlands. Gibbons var dæmd fyrir að vanvirða múslimatrú í Súdan með því að leyfa nemendum sínum að kalla bangsann sinn Múhameð.

Erlent

Pútín: Kosningarnar voru lögmætar

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, blés á gagnrýnisraddir frá Evrópusambandinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í dag og sagði þingkosningar í landinu lögmætar.

Erlent

Forseti Súdans náðar Gibbons

Forseti Súdans náðaði í dag bresku kennslukonuna Gillian Gibbons sem dæmd hafði verið fyrir guðlast við kennslu í landinu. Gibbons verður sleppt úr haldi síðar í dag eftir því sem breskir miðlar greina frá

Erlent

ESB gagnrýnir kosningabaráttuna í Rússlandi

Evrópusambandið og kosningaeftirlitsmenn gagnrýna framkvæmd þingkosninga í Rússlandi en þar vann flokkur Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, Sameinað Rússland, yfirburðasigur og hlaut nærri tvo þriðju atkvæða.

Erlent

Chavez tapaði naumlega í Venesúela

Hugo Chavez beið lægri hlut í kosningunum í Vensúela um helgina en umdeildar breytingar hans á stjórnarskránni voru felldar með naumum meirihluta atkvæðá. 51% voru á móti en 49% meðmætlir tillögum forsetans.

Erlent

Stórsigur Pútin staðfestur

Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í rússnesku þingkosningunum er ljóst að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Putin forseta, hefur farið með stórsigur af hólmi.

Erlent

Putin vann stórsigur

Sameinað Rússland - flokkur Pútíns forseta - hlaut ríflega sextíu prósent atkvæða í rússnesku kosningunum í dag.

Erlent

Castro ætlar að sitja áfram sem forseti

Fidel Castro er í framboði til þings í kosningum sem fram fara áKúbu í janúar. Það þykir benda til þess að hann ætli ekki að gefa upp forsetaembættið þrátt fyrir heilsuleysi sitt.

Erlent

Misþyrmdu mígandi manni

Sænska lögreglan leitar nú tveggja ungra kvenna sem misþyrmdu ungum manni svo hrottalega í Lundi að það varð að flytja hann á sjúkraús.

Erlent

Chaves hótar til hægri og vinstri

Hugo Chavez forseti Venesúela segist munu stöðva olíusölu til Bandaríkjanna ef bandarísk stjórnvöld skipta sér af þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í Venesúela í dag.

Erlent

Putin stefnir í rússneska kosningu

Rússar greiða nú atkvæði í þingkosningum sem nær öruggt er að flokkur forsetans, Sameinað Rússland, vinni með yfirburðum. Rúmlega 100 milljónir manna eru á kjörskrá.

Erlent