Erlent

Egyptar sárlega móðgaðir

Egyptar hafa aflýst fundi með hátt settum embættismönnum Evrópusambandsins, eftir að Evrópuþingið gagnrýndi mannréttindamál í landinu. Egypska utanríkisráðuneytið tilkynnti um þetta í

Erlent

18 látnir í mótmælunum í Kenía

Að minnsta kosti 10 létust í mótmælum í Kenía í dag þegar lögregla skaut að fólki til að leysa upp átök ættbálka vegna ósættis með niðurstöður forsetakosninganna 27. desember. Alls hafa 18 látist í þriggja daga mótmælunum sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til og á að ljúka í dag. Lögreglan segist einungis hafa skotið að þjófum og óeirðaseggjum.

Erlent

Handtekin vegna gruns um hryðjuverk í Kenía

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona sem komu til Kenía sem fréttamenn hafa verið handtekin vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla segir myndir með uppsetningu grunsamlegs búnaðar hafa fundist í fórum þeirra. Eftir komuna til landsins hafi þau hagað sér grunsamlega.

Erlent

Vélin missti afl í aðflugi að Heathrow

Flugstjóri British Airways vélarinnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær hafði aðeins 30 sekúndur til að bjarga farþegum sínum og áhöfn. Í aðflugi að flugbrautinni uppgötvaði Peter Burkill flugstjóri að Boeing 777 þotan hafði misst afl þegar hann var í 500 feta hæð.

Erlent

Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur

Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar.

Erlent

200 látnir í kuldakasti í Afghanistan

Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga.

Erlent

Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju.

Erlent

Ekkert samkomulag um varnarmál á Norðurlöndum

Yfirmaðurinn Juhani Kaskeala, staðhæfir að rök vanti í umræðu um varnarmál á Norðurlöndum. Kaskeala bendir á að ekkert norrænt samkomulag sé til um varnarmál og því séu norrænu ríkin ekki skuldbundin til að senda herlið til að aðstoða hvert annað.

Erlent

Dirfast ekki að ráðast á Íran

Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran.

Erlent

Brotlending á Heathrow flugvelli

Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki af tengt hryðjuverkum. Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði.

Erlent

Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi

Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað.

Erlent

Hafa tvo liðsmenn Sea Shephard í haldi

Áströlsk stjórnvöld ætla að senda strandgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður Íshafinu, til að sækja þangað tvo liðsmenn Sea Shephard samtakanna sem áhöfn skipsins hefur í haldi.

Erlent

Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía

Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir.

Erlent

O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný

O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði“ og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu.

Erlent

Norski olíusjóðurinn er fyrirmynd alþjóðlegra fjárfesta

”Siðareglur norska olíusjóðsins hafa haft mikil áhrif á fjárfesta víða um heim þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Við vitum að margir fjárfestar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kanada, taka sjóðinn til fyrirmyndar”. Þetta kom fram á ráðstefnu norska fjármálaráðuneytisins sem haldin var í Osló í gær, undir yfirskriftinni Fjárfest í framtíðinni.

Erlent