Erlent Læknanemi handtekinn vegna sprengjuógnar Leyniþjónustumenn í Jemen handtóku í gærkvöld unga konu sem grunuð er um að hafa komið sprengjum fyrir í vöruflutningaþotum í Dubai og í Bretlandi. Konan er sögð vera læknanemi. Hún var handtekin í húsi í Sanaa, höfuðborg Jemen, eftir að leyniþjónustumenn ráku slóð hennar í gegnum farsíma sem hún hafði á sér. Erlent 31.10.2010 07:00 Tveir handteknir vegna sprengjuhótunar Tveir menn voru handteknir í Gautaborg í dag, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í miðborginni í dag. Lögreglan fer væntanlega fram á gæsluvarðhald yfir þeim, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Erlent 30.10.2010 17:38 Átján ára Bandaríkjamær Ungfrú heimur Það var 18 gömul bandarísk stúlka, Alexandria Mills, sem hlaut titilinn Ungfrú heimur árið 2010. Úrslitin lágu fyrir í morgun en keppnin er haldin á eyjunni Samíra í Kína. Í öðru sæti var Emma Wareus frá Botswana og í þriðja Adriana Vasini frá Venesúela. Erlent 30.10.2010 14:58 Eldfjallið byrjað að gjósa aftur Eldgos hófst að nýju í morgun í fjallinu Merapi, skammt frá borginni Yogyakarta í Indónesíu. Fjallið er eitt af fjölmörgum virkum eldfjöllum í landinu en gos hófst í því í ágúst og hefur kostað 36 manns lífið. Erlent 30.10.2010 09:55 Sektað fyrir brot á reglum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær nú það hlutverk að útfæra leiðir til að takast á við skyndileg og erfið efnahagsvandamál í framtíðinni. Það kerfi á að taka við af neyðarsjóðnum sem stofnaður var til að takast á við erfiðleikana í Grikklandi. Erlent 30.10.2010 05:15 Skotbardagi á landamærum Norður-kóreskir hermenn skutu í gær yfir landamærin á suður-kóreska landamærastöð. Suður-Kóreumenn svöruðu í sömu mynt. Ekki var ljóst í gær hver ástæða árásarinnar var. Enginn Suður-Kóreumaður meiddist, en frá Norður-Kóreu hafa engar fréttir borist um hugsanlegan skaða. Erlent 30.10.2010 03:45 Aðvöruðu Bandaríkjamenn Yfirvöld í Sádi-Arabíu létu Bandaríkjamenn vita af yfirvofandi hættu og að vísbendingar bentu til þess að hryðjuverkasamtökin al Kaída hygðust láta til skarar skríða gegn Bandaríkjunum. Fyrr í kvöld sagði Barack Obama, Bandaríkaforseti, að sprengiefni hafi verið í pökkunum sem fundust í flugvélum bandarískra flutningafyrirtækja í dag. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Erlent 29.10.2010 22:58 Ronnie Wood: Keith skilur mig Rolling Stones-goðsögnin Keith Richards er hættur að láta heilsusamlegri lífsstíl félaganna í hljómsveitinni fara í taugarnar á sér. Þetta segir Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, sem hefur verið edrú í rúmlega sex mánuði en hann var á góðri leið með að drekka sig í heil. Erlent 29.10.2010 22:31 Obama: Sprengjuefni í pökkunum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að sprengjuefni hafi verið í pökkunum sem sendir voru frá Jemen til Bandaríkjanna. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Talið er að hryðjuverkasamtökin al Kaída beri ábyrgð á pökkunum. Þetta kom fram í máli forsetans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. Erlent 29.10.2010 20:58 Al Kaída að æfa sig? Mikill viðbúnaður var á flugvöllum í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eftir að tortryggilegar pakkar fundust um borð í flutningaflugvél sem millilenti í Bretlandi á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Ekki var um sprengju að ræða að sögn, bresku lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að bandarísk yfirvöld hafi grípið til viðunandi aðgerða og leitað í nokkrum flutningaflugvélum á flugvöllum í New Jersey og Pennsylvaníu. Á sama tíma var leitað í bílum flutningafyrirtækja. Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú hvort að hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen beri ábyrgð á pökkunum en talið er að um æfingu hafi verið að ræða. Erlent 29.10.2010 18:22 Sprengja í flugvél í Lundúnum Flugvél frá Yemen var stöðvuð í Lundúnum í dag þegar sprengja fannst um borð. Sprengjan var í fragtrými og hafði verið dulbúin sem blekhylki fyrir prentara. Í kjölfarið hefur verið fyrirskipuð nákvæm leit í flugvélum sem eru í ferðum til og frá Bandaríkjunum. Þessi frétt var að berast og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. Erlent 29.10.2010 15:38 New York Times fjallar um Bæjarins bestu Bandaríska stórblaðið New York Times fjallaði hinn 25. þessa mánaðar um einstæðan áhrifamátt Clintons fyrrverandi forseta. Hann nær jafnvel til veitingastaða. Ef Clinton borðar á einhverjum matsölustað kemur fólk þangað í kippum og biður um það sama og forsetinn borðaði. Erlent 29.10.2010 14:17 Kínverjar ráðast á Thorbjörn Jagland Kínverskir ríkisfjölmiðlar gera persónulegar árásir á Thorbjörn Jagland, formann norsku nóbelnefndarinnar. Kínverjar eru í mikilli geðshræringu yfir því að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels í ár. Erlent 29.10.2010 14:09 Hvalurinn í Vejle-firði var 140 ára gamall Langreyður ein stór og mikil sem synti á land í Vejle firði í Danmörku í sumar hefur nú verið aldursgreind og í ljós kom að dýrið var á bilinu 135 til 140 ára gamalt. Vísindamenn frá danska náttúrufræðisafninu komust að þessu en í nýútkominni hvalabók eftir þá Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson segir að elsta dýr af þessari tegund sem vitað sé um hafi náð 114 ára aldri. Erlent 29.10.2010 08:54 Níu lögreglumenn myrtir í Mexíkó Níu lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrirsát í vesturhluta Mexíkó í gær. Eins er saknað. 20 lögreglumenn voru í leiðangri í Jalisco héraði í gær þegar þeir voru bornir ofurliði af glæpagengi sem umkringdi þá á lúxusjeppabifreiðum og hófu skothríð. Lögreglumennirnir tíu sem lifðu árásina af börðust við gengið í rúma klukkustund. Margir þeirra eru sárir, að sögn mexíkóskra fjölmiðla. Árásarmennirnir voru þungvopnaðir og notuðu handsprengjur og hríðskotariffla. Erlent 29.10.2010 08:36 Vonast til að geta lesið í drauma fólks Bandarískir vísindamenn segjast hafa smíðað búnað sem þeir vonast til að nýtist við að ráða í drauma. Þetta kemur fram í grein sem vísindamennirnir skrifuðu í tímaritið Nature. Erlent 29.10.2010 06:00 Tífalda verðlaunafé fyrir Mladic Ríkisstjórn Serbíu hefur lagt meira fé til höfuðs Bosníuserbanum og stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Upphæðin var tífölduð, fór úr einni í tíu milljónir evra. Erlent 29.10.2010 05:30 Vændiskona í mat í lystihúsi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir „fjölmiðlaþvætting“ að vændiskona undir lögaldri hafi verið á heimili hans fyrir tilstilli tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvar í hans eigu. Erlent 29.10.2010 05:00 Spáð í flekki framan í Pútín Litarhaft og heilsufar Vladimírs Pútíns forsætisráðherra Rússlands var til umfjöllunar í fjölda rússneskra og úrkraínskra fjölmiðla í gær. Á fundi Pútíns með ráðamönnum í Kænugarði á miðvikudag var eftir því tekið að þrátt fyrir mikla andlitsmálningu mátti greina dökka flekki undir augum Pútíns. Hann þótti þreytulegur og leyfði ekki spurningar. Erlent 29.10.2010 05:00 Jonathan Motzfeldt fallinn frá Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður grænlenska Siumut-flokksins, féll frá í gær, 72 ára að aldri. Motzfeldt hafði glímt við krabbamein, en var í gær lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Þar lést hann af völdum heilablæðingar, að því er fram kemur á fréttavefnum Sermitsiaq. Erlent 29.10.2010 05:00 Tæplega 350 manns hafa látist í Indónesíu Tala látinna á Mentawai-eyjum í vesturhluta Indónesíu var í gær komin í 343 eftir leit björgunarsveita. Stjórnvöld telja að hundruð manna sem enn er saknað kunni að hafa borist á haf út með flóðbylgjunni sem þar reið yfir 25. október. Eldgos í fjallinu Merapi á eyjunni Jövu hófst stuttu eftir jarðskjálftann sem hratt flóðbylgjunni af stað. Erlent 29.10.2010 05:00 Friðarviðræður strand meðan byggt er Umleitanir bandarískra stjórnvalda til að koma friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu af stað á ný hafa enn sem komið er ekki skilað árangri. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, í gær Erlent 29.10.2010 04:30 Yfir 170 verða í fyrsta hópnum Fyrsti hópur flóttafólks frá Kongó sem býr í Búrúndí snýr aftur heim í þessari viku, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.10.2010 04:00 Mótmæla breyttri kjarnorkuáætlun Grænfriðungar létu sig í gær síga ofan af höfuðstöðvum flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara með borða þar sem kjarnorku er mótmælt. Aðgerðirnar eru meðal fjölda annarra þar sem fyrirætlunum stjórnar Merkel um að framlengja líf kjarnorkuvera í Þýskalandi er mótmælt. Erlent 29.10.2010 04:00 Sex skotnir í Mexíkóborg Sex ungir menn voru skotnir til bana í Mexíkóborg aðfaranótt fimmtudags. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Televisa sagði saksóknari að til harðra orðaskipta hafi komið milli ungu mannanna, sem allir voru um og rétt yfir tvítugu, og byssumannanna sem borið hafði að áður en þeir síðarnefndu hófu skothríð. Erlent 29.10.2010 03:45 Segja sígarettuaðvaranir hafa þveröfug áhrif Aðvaranir á sígarettupökkum fá fólk til þess að reykja meira, ef marka má niðurstöður rannsókna vísindamanna frá Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Erlent 28.10.2010 14:59 Útvarpsstjóri segir af sér Útvarpsstjóri danska ríkisútvarpsins hefur sagt starfi sínu lausu fyrir skyndifund útvarpsráðs sem átti að halda í kvöld um framtíð hans í starfi. Danskir fjölmiðlar gera því skóna að hann hefði verið rekinn á fundinum. Erlent 28.10.2010 13:34 Þegar Ditta kom í heiminn Danska lögreglan hefur fellt niður hraðaksturssekt á hendur lítillar fjölskyldu frá smábænum Ullemölle. Erlent 28.10.2010 13:24 „Vaktmaður fjallsins“ fórst í gosinu Að minnsta kosti þrjátíu og tveir létust þegar eldfjallið Merapi í Indónesíu gaus á þriðjudaginn var. Sú tala gæti hæglega hækkað að sögn björgunarmanna á svæðinu. Erlent 28.10.2010 08:12 Rúmlega 300 látnir og óttast um fleiri Fyrstu myndirnar eru nú teknar að berast frá Mentawai eyjunum í Indónesíu sem urðu fyrir flóðbylgju á mánudaginn var og sýna þær gríðarlega eyðileggingu. Erlent 28.10.2010 08:06 « ‹ ›
Læknanemi handtekinn vegna sprengjuógnar Leyniþjónustumenn í Jemen handtóku í gærkvöld unga konu sem grunuð er um að hafa komið sprengjum fyrir í vöruflutningaþotum í Dubai og í Bretlandi. Konan er sögð vera læknanemi. Hún var handtekin í húsi í Sanaa, höfuðborg Jemen, eftir að leyniþjónustumenn ráku slóð hennar í gegnum farsíma sem hún hafði á sér. Erlent 31.10.2010 07:00
Tveir handteknir vegna sprengjuhótunar Tveir menn voru handteknir í Gautaborg í dag, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í miðborginni í dag. Lögreglan fer væntanlega fram á gæsluvarðhald yfir þeim, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Erlent 30.10.2010 17:38
Átján ára Bandaríkjamær Ungfrú heimur Það var 18 gömul bandarísk stúlka, Alexandria Mills, sem hlaut titilinn Ungfrú heimur árið 2010. Úrslitin lágu fyrir í morgun en keppnin er haldin á eyjunni Samíra í Kína. Í öðru sæti var Emma Wareus frá Botswana og í þriðja Adriana Vasini frá Venesúela. Erlent 30.10.2010 14:58
Eldfjallið byrjað að gjósa aftur Eldgos hófst að nýju í morgun í fjallinu Merapi, skammt frá borginni Yogyakarta í Indónesíu. Fjallið er eitt af fjölmörgum virkum eldfjöllum í landinu en gos hófst í því í ágúst og hefur kostað 36 manns lífið. Erlent 30.10.2010 09:55
Sektað fyrir brot á reglum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær nú það hlutverk að útfæra leiðir til að takast á við skyndileg og erfið efnahagsvandamál í framtíðinni. Það kerfi á að taka við af neyðarsjóðnum sem stofnaður var til að takast á við erfiðleikana í Grikklandi. Erlent 30.10.2010 05:15
Skotbardagi á landamærum Norður-kóreskir hermenn skutu í gær yfir landamærin á suður-kóreska landamærastöð. Suður-Kóreumenn svöruðu í sömu mynt. Ekki var ljóst í gær hver ástæða árásarinnar var. Enginn Suður-Kóreumaður meiddist, en frá Norður-Kóreu hafa engar fréttir borist um hugsanlegan skaða. Erlent 30.10.2010 03:45
Aðvöruðu Bandaríkjamenn Yfirvöld í Sádi-Arabíu létu Bandaríkjamenn vita af yfirvofandi hættu og að vísbendingar bentu til þess að hryðjuverkasamtökin al Kaída hygðust láta til skarar skríða gegn Bandaríkjunum. Fyrr í kvöld sagði Barack Obama, Bandaríkaforseti, að sprengiefni hafi verið í pökkunum sem fundust í flugvélum bandarískra flutningafyrirtækja í dag. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Erlent 29.10.2010 22:58
Ronnie Wood: Keith skilur mig Rolling Stones-goðsögnin Keith Richards er hættur að láta heilsusamlegri lífsstíl félaganna í hljómsveitinni fara í taugarnar á sér. Þetta segir Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, sem hefur verið edrú í rúmlega sex mánuði en hann var á góðri leið með að drekka sig í heil. Erlent 29.10.2010 22:31
Obama: Sprengjuefni í pökkunum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að sprengjuefni hafi verið í pökkunum sem sendir voru frá Jemen til Bandaríkjanna. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Talið er að hryðjuverkasamtökin al Kaída beri ábyrgð á pökkunum. Þetta kom fram í máli forsetans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. Erlent 29.10.2010 20:58
Al Kaída að æfa sig? Mikill viðbúnaður var á flugvöllum í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eftir að tortryggilegar pakkar fundust um borð í flutningaflugvél sem millilenti í Bretlandi á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Ekki var um sprengju að ræða að sögn, bresku lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að bandarísk yfirvöld hafi grípið til viðunandi aðgerða og leitað í nokkrum flutningaflugvélum á flugvöllum í New Jersey og Pennsylvaníu. Á sama tíma var leitað í bílum flutningafyrirtækja. Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú hvort að hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen beri ábyrgð á pökkunum en talið er að um æfingu hafi verið að ræða. Erlent 29.10.2010 18:22
Sprengja í flugvél í Lundúnum Flugvél frá Yemen var stöðvuð í Lundúnum í dag þegar sprengja fannst um borð. Sprengjan var í fragtrými og hafði verið dulbúin sem blekhylki fyrir prentara. Í kjölfarið hefur verið fyrirskipuð nákvæm leit í flugvélum sem eru í ferðum til og frá Bandaríkjunum. Þessi frétt var að berast og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. Erlent 29.10.2010 15:38
New York Times fjallar um Bæjarins bestu Bandaríska stórblaðið New York Times fjallaði hinn 25. þessa mánaðar um einstæðan áhrifamátt Clintons fyrrverandi forseta. Hann nær jafnvel til veitingastaða. Ef Clinton borðar á einhverjum matsölustað kemur fólk þangað í kippum og biður um það sama og forsetinn borðaði. Erlent 29.10.2010 14:17
Kínverjar ráðast á Thorbjörn Jagland Kínverskir ríkisfjölmiðlar gera persónulegar árásir á Thorbjörn Jagland, formann norsku nóbelnefndarinnar. Kínverjar eru í mikilli geðshræringu yfir því að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels í ár. Erlent 29.10.2010 14:09
Hvalurinn í Vejle-firði var 140 ára gamall Langreyður ein stór og mikil sem synti á land í Vejle firði í Danmörku í sumar hefur nú verið aldursgreind og í ljós kom að dýrið var á bilinu 135 til 140 ára gamalt. Vísindamenn frá danska náttúrufræðisafninu komust að þessu en í nýútkominni hvalabók eftir þá Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson segir að elsta dýr af þessari tegund sem vitað sé um hafi náð 114 ára aldri. Erlent 29.10.2010 08:54
Níu lögreglumenn myrtir í Mexíkó Níu lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrirsát í vesturhluta Mexíkó í gær. Eins er saknað. 20 lögreglumenn voru í leiðangri í Jalisco héraði í gær þegar þeir voru bornir ofurliði af glæpagengi sem umkringdi þá á lúxusjeppabifreiðum og hófu skothríð. Lögreglumennirnir tíu sem lifðu árásina af börðust við gengið í rúma klukkustund. Margir þeirra eru sárir, að sögn mexíkóskra fjölmiðla. Árásarmennirnir voru þungvopnaðir og notuðu handsprengjur og hríðskotariffla. Erlent 29.10.2010 08:36
Vonast til að geta lesið í drauma fólks Bandarískir vísindamenn segjast hafa smíðað búnað sem þeir vonast til að nýtist við að ráða í drauma. Þetta kemur fram í grein sem vísindamennirnir skrifuðu í tímaritið Nature. Erlent 29.10.2010 06:00
Tífalda verðlaunafé fyrir Mladic Ríkisstjórn Serbíu hefur lagt meira fé til höfuðs Bosníuserbanum og stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Upphæðin var tífölduð, fór úr einni í tíu milljónir evra. Erlent 29.10.2010 05:30
Vændiskona í mat í lystihúsi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir „fjölmiðlaþvætting“ að vændiskona undir lögaldri hafi verið á heimili hans fyrir tilstilli tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvar í hans eigu. Erlent 29.10.2010 05:00
Spáð í flekki framan í Pútín Litarhaft og heilsufar Vladimírs Pútíns forsætisráðherra Rússlands var til umfjöllunar í fjölda rússneskra og úrkraínskra fjölmiðla í gær. Á fundi Pútíns með ráðamönnum í Kænugarði á miðvikudag var eftir því tekið að þrátt fyrir mikla andlitsmálningu mátti greina dökka flekki undir augum Pútíns. Hann þótti þreytulegur og leyfði ekki spurningar. Erlent 29.10.2010 05:00
Jonathan Motzfeldt fallinn frá Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður grænlenska Siumut-flokksins, féll frá í gær, 72 ára að aldri. Motzfeldt hafði glímt við krabbamein, en var í gær lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Þar lést hann af völdum heilablæðingar, að því er fram kemur á fréttavefnum Sermitsiaq. Erlent 29.10.2010 05:00
Tæplega 350 manns hafa látist í Indónesíu Tala látinna á Mentawai-eyjum í vesturhluta Indónesíu var í gær komin í 343 eftir leit björgunarsveita. Stjórnvöld telja að hundruð manna sem enn er saknað kunni að hafa borist á haf út með flóðbylgjunni sem þar reið yfir 25. október. Eldgos í fjallinu Merapi á eyjunni Jövu hófst stuttu eftir jarðskjálftann sem hratt flóðbylgjunni af stað. Erlent 29.10.2010 05:00
Friðarviðræður strand meðan byggt er Umleitanir bandarískra stjórnvalda til að koma friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu af stað á ný hafa enn sem komið er ekki skilað árangri. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, í gær Erlent 29.10.2010 04:30
Yfir 170 verða í fyrsta hópnum Fyrsti hópur flóttafólks frá Kongó sem býr í Búrúndí snýr aftur heim í þessari viku, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.10.2010 04:00
Mótmæla breyttri kjarnorkuáætlun Grænfriðungar létu sig í gær síga ofan af höfuðstöðvum flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara með borða þar sem kjarnorku er mótmælt. Aðgerðirnar eru meðal fjölda annarra þar sem fyrirætlunum stjórnar Merkel um að framlengja líf kjarnorkuvera í Þýskalandi er mótmælt. Erlent 29.10.2010 04:00
Sex skotnir í Mexíkóborg Sex ungir menn voru skotnir til bana í Mexíkóborg aðfaranótt fimmtudags. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Televisa sagði saksóknari að til harðra orðaskipta hafi komið milli ungu mannanna, sem allir voru um og rétt yfir tvítugu, og byssumannanna sem borið hafði að áður en þeir síðarnefndu hófu skothríð. Erlent 29.10.2010 03:45
Segja sígarettuaðvaranir hafa þveröfug áhrif Aðvaranir á sígarettupökkum fá fólk til þess að reykja meira, ef marka má niðurstöður rannsókna vísindamanna frá Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Erlent 28.10.2010 14:59
Útvarpsstjóri segir af sér Útvarpsstjóri danska ríkisútvarpsins hefur sagt starfi sínu lausu fyrir skyndifund útvarpsráðs sem átti að halda í kvöld um framtíð hans í starfi. Danskir fjölmiðlar gera því skóna að hann hefði verið rekinn á fundinum. Erlent 28.10.2010 13:34
Þegar Ditta kom í heiminn Danska lögreglan hefur fellt niður hraðaksturssekt á hendur lítillar fjölskyldu frá smábænum Ullemölle. Erlent 28.10.2010 13:24
„Vaktmaður fjallsins“ fórst í gosinu Að minnsta kosti þrjátíu og tveir létust þegar eldfjallið Merapi í Indónesíu gaus á þriðjudaginn var. Sú tala gæti hæglega hækkað að sögn björgunarmanna á svæðinu. Erlent 28.10.2010 08:12
Rúmlega 300 látnir og óttast um fleiri Fyrstu myndirnar eru nú teknar að berast frá Mentawai eyjunum í Indónesíu sem urðu fyrir flóðbylgju á mánudaginn var og sýna þær gríðarlega eyðileggingu. Erlent 28.10.2010 08:06