Erlent Enn barist í Sirte Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa sótt að borginni Sirte síðustu daga. Leyniskyttur Muammars Gaddafi hafa hins vegar haldið þeim í skefjum. Gaddafi varaði leiðtoga þróunarríkja við því að styðja byltingarstjórnina í Lýbíu - þeir myndu að öllum líkindum uppskera sömu örlög og hann á endanum. Erlent 6.10.2011 21:11 Forsetafrú í sprellikarlahoppi Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar að setja heimsmet í samhæfðu sprellikarlahoppi á morgun. Forsetafrúin mun hitta hóp barna á morgun og munu þau hefja hoppið. Hún mun síðan leiða hóp ríflega 20.000 einstklinga hvaðanæva úr heiminum. Erlent 6.10.2011 20:40 Tilkynnt um mótmæli við jarðarför Steve Jobs Leiðtogi sérstrúarsafnaðarins Westboro Baptist Church lýsti því yfir í dag að meðlimir safnaðarins muni mótmæla við jarðarför Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple. Erlent 6.10.2011 20:23 Mikið mannfall í Sýrlandi Talið er að 2.900 manns hafi nú fallið í Sýrlandi síðan mótmæli hófust þar í mars. Þetta segir mannréttindastofa Sameinuðu Þjóðanna. Mótmælendur krefast lýðræðisumbóta og að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fari frá völdum. Erlent 6.10.2011 20:01 Obama gagnrýnir fulltrúadeildina Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann muni beita öllum brögðum til að fá atvinnufrumvarp sitt samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Erlent 6.10.2011 19:46 Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum Sænska skáldið Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið en Nóbelsakademían tilkynnti það í Stokkhólmi í dag. Tranströmer er á meðal þekkustu skálda Norðurlanda en hann er fæddur árið 1931. Fyrsta ljóðasafn hans kom út árið 1954 og hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferlinum. Árið 1990 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina "För levande och döda“ og kom hún út á íslensku í bókinni "Tré og himinn“ í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Erlent 6.10.2011 11:44 Vildu sýna mun á kynþáttum Stjórnendur Charité-háskólasjúkrahússins í Berlín hafa skilað fulltrúum ættbálka frá Namibíu hauskúpum 20 Namibíubúa sem fluttar voru til Þýskalands á árunum 1904 til 1908, þegar landið var þýsk nýlenda. Erlent 6.10.2011 11:15 Sýndi fram á hið ómögulega Ísraelski vísindamaðurinn David Schechtman fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir að hafa bylt hugmyndum efnafræðinga um föst efni. Erlent 6.10.2011 11:00 Fær Dylan Nóbelinn í dag? Í dag klukkan tvö mun Nóbelsakademían í Stokkhólmi tilkynna um hver verði þess heiðurs aðnjótandi að hljóta verðlaunin í bókmenntum þetta árið. Ávallt hvílir mikil leynd yfir ákvörðun akademíunnar en veðbankar keppast við að giska hver sá heppni verði. Erlent 6.10.2011 10:01 Kínverjar hóta Bandaríkjunum viðskiptastríði Kínversk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við lagafrumvarpi sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að taka á dagskrá. Frumvarpið felur í sér heimild til stjórnvalda til að refsa ríkjum sem vísvitandi halda gengi gjaldmiðils síns niðri. Erlent 6.10.2011 09:30 Mótmælin á Wall Street breiðast út Þúsundir Bandaríkjamanna komu saman í gær á Wall Street og víðar til þess að mótmæla bankakerfinu og þeim tilslökunum sem stórfyrirtæki hafa fengið hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna og hækkandi atvinnuleysi. Erlent 6.10.2011 08:06 Palin eyðir óvissunni - ætlar ekki í framboð Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska hefur greint frá því að hún ætli ekki að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikanaflokksins en baráttan um hver fái það verkefni harðnar nú með hverjum deginum. Erlent 6.10.2011 08:03 Minnast spámannsins í rúllukragabolnum Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. "Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það,“ segir forsetinn um forstjórann. Erlent 6.10.2011 07:28 Stendur við niðurskurðinn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skuldavandi evruríkjanna ógni nú efnahagslífi heimsins ekki síður en lánsfjárkreppan árið 2008. Erlent 6.10.2011 06:00 Bylting í geimvísindum Flóknasta stjörnustöð á jörðu niðri, ALMA, var tekin formlega í notkun á dögunum. Mörg þúsund vísindamenn frá öllum heimshornum hafa keppst um að vera meðal þeirra fyrstu sem fá tækifæri til að kanna dimmustu, köldustu, fjarlægustu og best földu svæði alheims með sjónaukanum. Erlent 6.10.2011 06:00 Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. Erlent 5.10.2011 23:52 Google vandamál Rick Santorum Rick Santorum, einn af hugsanlegum forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum, á við heldur óheppilegt vandamál að stríða. Erlent 5.10.2011 23:31 Palin ætlar ekki í framboð til forseta Sarah Palin sagði í dag að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Palin, sem var varaforsetaefni John McCain árið 2008, var ekki talin líklega til að fara í framboð. Þó voru margir sem vonuðust eftir því. Núverandi frambjóðendur Repúblikana eru ekki taldnir heilla kjósendur. Erlent 5.10.2011 23:30 Google fjarlægir smáforrit úr vefverslun Google hefur fjarlægt smáforrit úr vefverslun sinni eftir að hagsmunasamtök og baráttuhópar lýstu yfir vonbrigðum sínum. Erlent 5.10.2011 22:43 Kröfuganga í New York á miðvikudaginn Mótmælin halda áfram í Bandaríkjunum. Síðustu daga hefur hreyfingin Occupy Wall Street vaxið ásmeginn og hafa mótmælendahópar sprottið upp víða þar í landi. Erlent 5.10.2011 22:14 Vísindamenn klóna stofnfrumur Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að klóna stofnfrumur út frá DNA kjarnsýru sjúklings. Árangurinn hefur vakið mikil athygli enda eru stofnfrumurannsóknir mikið hitamál í Bandaríkjunum. Erlent 5.10.2011 21:45 Skotárás í Kalforníu Ofbeldismaður skaut átta mans í sementverksmiðju nú fyrir stuttu í Kaliforníu. Lögreglan segir að starfsmaður verksmiðjunnar, Shareed Allman, hafi verið að verki. Allman flúði af vettvangi og leitar lögreglan hans nú. Erlent 5.10.2011 21:22 Drakk kaffi og var í fartölvunni undir stýri Þau er jafn ólík og þau eru mörg málin sem lögreglumenn þurfa að kljást við í daglegum störfum sínum. Í sérstöku átaki hjá lögreglunni í bænum Hampshire á Englandi á dögunum kom í ljós að ökumenn virtust vera uppteknir við að gera eitthvað allt annað en að keyra bílinn. Erlent 5.10.2011 21:11 Palestína sækir um aðild að UNESCO Stjórn UNESCO hefur ákveðið að kjósi skuli um aðild Palestínu að ráðinu. Erlent 5.10.2011 20:47 Mannskæð flóð í Tælandi Mikil flóð hafa verið á Tælandi undanfarna mánuði og er talið að minnsta kosti 237 hafi farist í flóðunum. Erlent 5.10.2011 20:28 Bleik Kristsstytta í Rio de Janeiro Kristsstyttan sem vakir yfir Rio de Janeiro er nú böðuð bleikri birtu. Er þetta gert í tilefni af mánaðarlangri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein sem nú stendur yfir. Erlent 5.10.2011 20:14 Mál fangavarða útrýmingarbúða tekin upp Þýskir saksóknarar rannsaka nú að nýju fjölda mála tengdum grunuðum fangavörðum í útrýmingarbúðum nasista. Erlent 5.10.2011 20:00 Sólhringsverkfall í Grikklandi - steinum kastað í lögreglu Athafnalíf í Grikklandi hefur verið lamað frá miðnætti en þar stendur nú yfir sólarhrings allsherjarverkfall. Gríska óeirðarlögreglan þurfti á beita táragasi á mótmælendur sem köstuðu steinum í lögreglumenn. Erlent 5.10.2011 18:39 Indversk stjórnvöld kaupa hræódýrar tölvur fyrir skólanema Indversk yfirvöld hafa fest kaup á hundrað þúsund smágerðum tölvum með snertiskjám. Tölvurnar eru í ætt við iPad tölvur Apple fyrirtækisins. Það er þó einn munur. Sú Indverska kostar aðeins 35 dollara, eða fjögur þúsund krónur. Erlent 5.10.2011 16:29 Óttast að HIV smitaður maður hafi sængað hjá hundruðum kvenna Lögreglan í Bretlandi biðlar til hundraða kvenna um að gefa sig fram hafi þær einhvern grun um að hafa sofið hjá hinum 38 ára gamla Simon McClure. Simon, sem er frá Middlesbrough, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að sofa hjá konum án þess að greina frá því að hann væri sýktur af HIV veirunni. Erlent 5.10.2011 14:46 « ‹ ›
Enn barist í Sirte Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa sótt að borginni Sirte síðustu daga. Leyniskyttur Muammars Gaddafi hafa hins vegar haldið þeim í skefjum. Gaddafi varaði leiðtoga þróunarríkja við því að styðja byltingarstjórnina í Lýbíu - þeir myndu að öllum líkindum uppskera sömu örlög og hann á endanum. Erlent 6.10.2011 21:11
Forsetafrú í sprellikarlahoppi Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar að setja heimsmet í samhæfðu sprellikarlahoppi á morgun. Forsetafrúin mun hitta hóp barna á morgun og munu þau hefja hoppið. Hún mun síðan leiða hóp ríflega 20.000 einstklinga hvaðanæva úr heiminum. Erlent 6.10.2011 20:40
Tilkynnt um mótmæli við jarðarför Steve Jobs Leiðtogi sérstrúarsafnaðarins Westboro Baptist Church lýsti því yfir í dag að meðlimir safnaðarins muni mótmæla við jarðarför Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple. Erlent 6.10.2011 20:23
Mikið mannfall í Sýrlandi Talið er að 2.900 manns hafi nú fallið í Sýrlandi síðan mótmæli hófust þar í mars. Þetta segir mannréttindastofa Sameinuðu Þjóðanna. Mótmælendur krefast lýðræðisumbóta og að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fari frá völdum. Erlent 6.10.2011 20:01
Obama gagnrýnir fulltrúadeildina Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann muni beita öllum brögðum til að fá atvinnufrumvarp sitt samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Erlent 6.10.2011 19:46
Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum Sænska skáldið Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið en Nóbelsakademían tilkynnti það í Stokkhólmi í dag. Tranströmer er á meðal þekkustu skálda Norðurlanda en hann er fæddur árið 1931. Fyrsta ljóðasafn hans kom út árið 1954 og hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferlinum. Árið 1990 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina "För levande och döda“ og kom hún út á íslensku í bókinni "Tré og himinn“ í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Erlent 6.10.2011 11:44
Vildu sýna mun á kynþáttum Stjórnendur Charité-háskólasjúkrahússins í Berlín hafa skilað fulltrúum ættbálka frá Namibíu hauskúpum 20 Namibíubúa sem fluttar voru til Þýskalands á árunum 1904 til 1908, þegar landið var þýsk nýlenda. Erlent 6.10.2011 11:15
Sýndi fram á hið ómögulega Ísraelski vísindamaðurinn David Schechtman fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir að hafa bylt hugmyndum efnafræðinga um föst efni. Erlent 6.10.2011 11:00
Fær Dylan Nóbelinn í dag? Í dag klukkan tvö mun Nóbelsakademían í Stokkhólmi tilkynna um hver verði þess heiðurs aðnjótandi að hljóta verðlaunin í bókmenntum þetta árið. Ávallt hvílir mikil leynd yfir ákvörðun akademíunnar en veðbankar keppast við að giska hver sá heppni verði. Erlent 6.10.2011 10:01
Kínverjar hóta Bandaríkjunum viðskiptastríði Kínversk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við lagafrumvarpi sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að taka á dagskrá. Frumvarpið felur í sér heimild til stjórnvalda til að refsa ríkjum sem vísvitandi halda gengi gjaldmiðils síns niðri. Erlent 6.10.2011 09:30
Mótmælin á Wall Street breiðast út Þúsundir Bandaríkjamanna komu saman í gær á Wall Street og víðar til þess að mótmæla bankakerfinu og þeim tilslökunum sem stórfyrirtæki hafa fengið hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna og hækkandi atvinnuleysi. Erlent 6.10.2011 08:06
Palin eyðir óvissunni - ætlar ekki í framboð Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska hefur greint frá því að hún ætli ekki að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikanaflokksins en baráttan um hver fái það verkefni harðnar nú með hverjum deginum. Erlent 6.10.2011 08:03
Minnast spámannsins í rúllukragabolnum Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. "Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það,“ segir forsetinn um forstjórann. Erlent 6.10.2011 07:28
Stendur við niðurskurðinn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skuldavandi evruríkjanna ógni nú efnahagslífi heimsins ekki síður en lánsfjárkreppan árið 2008. Erlent 6.10.2011 06:00
Bylting í geimvísindum Flóknasta stjörnustöð á jörðu niðri, ALMA, var tekin formlega í notkun á dögunum. Mörg þúsund vísindamenn frá öllum heimshornum hafa keppst um að vera meðal þeirra fyrstu sem fá tækifæri til að kanna dimmustu, köldustu, fjarlægustu og best földu svæði alheims með sjónaukanum. Erlent 6.10.2011 06:00
Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. Erlent 5.10.2011 23:52
Google vandamál Rick Santorum Rick Santorum, einn af hugsanlegum forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum, á við heldur óheppilegt vandamál að stríða. Erlent 5.10.2011 23:31
Palin ætlar ekki í framboð til forseta Sarah Palin sagði í dag að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Palin, sem var varaforsetaefni John McCain árið 2008, var ekki talin líklega til að fara í framboð. Þó voru margir sem vonuðust eftir því. Núverandi frambjóðendur Repúblikana eru ekki taldnir heilla kjósendur. Erlent 5.10.2011 23:30
Google fjarlægir smáforrit úr vefverslun Google hefur fjarlægt smáforrit úr vefverslun sinni eftir að hagsmunasamtök og baráttuhópar lýstu yfir vonbrigðum sínum. Erlent 5.10.2011 22:43
Kröfuganga í New York á miðvikudaginn Mótmælin halda áfram í Bandaríkjunum. Síðustu daga hefur hreyfingin Occupy Wall Street vaxið ásmeginn og hafa mótmælendahópar sprottið upp víða þar í landi. Erlent 5.10.2011 22:14
Vísindamenn klóna stofnfrumur Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að klóna stofnfrumur út frá DNA kjarnsýru sjúklings. Árangurinn hefur vakið mikil athygli enda eru stofnfrumurannsóknir mikið hitamál í Bandaríkjunum. Erlent 5.10.2011 21:45
Skotárás í Kalforníu Ofbeldismaður skaut átta mans í sementverksmiðju nú fyrir stuttu í Kaliforníu. Lögreglan segir að starfsmaður verksmiðjunnar, Shareed Allman, hafi verið að verki. Allman flúði af vettvangi og leitar lögreglan hans nú. Erlent 5.10.2011 21:22
Drakk kaffi og var í fartölvunni undir stýri Þau er jafn ólík og þau eru mörg málin sem lögreglumenn þurfa að kljást við í daglegum störfum sínum. Í sérstöku átaki hjá lögreglunni í bænum Hampshire á Englandi á dögunum kom í ljós að ökumenn virtust vera uppteknir við að gera eitthvað allt annað en að keyra bílinn. Erlent 5.10.2011 21:11
Palestína sækir um aðild að UNESCO Stjórn UNESCO hefur ákveðið að kjósi skuli um aðild Palestínu að ráðinu. Erlent 5.10.2011 20:47
Mannskæð flóð í Tælandi Mikil flóð hafa verið á Tælandi undanfarna mánuði og er talið að minnsta kosti 237 hafi farist í flóðunum. Erlent 5.10.2011 20:28
Bleik Kristsstytta í Rio de Janeiro Kristsstyttan sem vakir yfir Rio de Janeiro er nú böðuð bleikri birtu. Er þetta gert í tilefni af mánaðarlangri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein sem nú stendur yfir. Erlent 5.10.2011 20:14
Mál fangavarða útrýmingarbúða tekin upp Þýskir saksóknarar rannsaka nú að nýju fjölda mála tengdum grunuðum fangavörðum í útrýmingarbúðum nasista. Erlent 5.10.2011 20:00
Sólhringsverkfall í Grikklandi - steinum kastað í lögreglu Athafnalíf í Grikklandi hefur verið lamað frá miðnætti en þar stendur nú yfir sólarhrings allsherjarverkfall. Gríska óeirðarlögreglan þurfti á beita táragasi á mótmælendur sem köstuðu steinum í lögreglumenn. Erlent 5.10.2011 18:39
Indversk stjórnvöld kaupa hræódýrar tölvur fyrir skólanema Indversk yfirvöld hafa fest kaup á hundrað þúsund smágerðum tölvum með snertiskjám. Tölvurnar eru í ætt við iPad tölvur Apple fyrirtækisins. Það er þó einn munur. Sú Indverska kostar aðeins 35 dollara, eða fjögur þúsund krónur. Erlent 5.10.2011 16:29
Óttast að HIV smitaður maður hafi sængað hjá hundruðum kvenna Lögreglan í Bretlandi biðlar til hundraða kvenna um að gefa sig fram hafi þær einhvern grun um að hafa sofið hjá hinum 38 ára gamla Simon McClure. Simon, sem er frá Middlesbrough, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að sofa hjá konum án þess að greina frá því að hann væri sýktur af HIV veirunni. Erlent 5.10.2011 14:46